Hallast frekar að sigri Fram í stórleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. febrúar 2021 11:00 Fram og Valur, liðin í 2. og 3. sæti Olís-deildar kvenna, eigast við í Safamýrinni í dag. vísir/bára Fram og Valur mætast í stórleik 9. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Þorgerður Anna Atladóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, á von á mjög jöfnum leik þar sem vörn og markvarsla muni gera gæfumuninn. Fram og Valur hafa verið í sérflokki undanfarin ár og skipt stóru titlunum á milli sín. Samkeppnin er hins vegar meiri í ár en til marks um það er KA/Þór á toppi Olís-deildarinnar. Sigurliðið í leik Fram og Vals kemst á topp deildarinnar, allavega um stundarsakir, en KA/Þór mætir Stjörnunni seinna um daginn. „Ég held að þetta verði mjög spennandi leikur og held að það sé allt í lagi að gera ráð fyrir því að hann verði frekar hraður,“ sagði Þorgerður Anna um stórleik dagsins. Hún hallast frekar að sigri Fram. „Mér finnst mjög erfitt að spá fyrir um sigurvegara en myndi tippa á Fram. En þetta gæti farið á alla vegu. Liðin eru búin að vera svo jöfn í deildinni.“ Valur vann fyrri leikinn gegn Fram, 28-24, sem fór fram 18. september í fyrra, eða fyrir heilum fimm mánuðum síðan. Þorgerður segir lítið hægt að lesa í þann leik. „Ýmislegt hefur breyst síðan þá. Mér finnst eiginlega ekki hægt að taka mið af því sem gerðist fyrir nokkrum mánuðum.“ Hökt á Val en Fram á uppleið Valskonur hafa hikstað aðeins upp á síðkastið og gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum. „Þær hafa ekki verið upp á sitt allra besta í síðustu leikjum. En svo er möguleiki á að Valsstelpurnar komi enn betur stemmdar til leiks þar sem það hefur ekki gengið jafn vel og þær vilja. Ég held að þetta verði hörkuspenna,“ sagði Þorgerður. Fram hefur unnið síðustu tvo leiki sína eftir að hafa tapað fyrir KA/Þór fyrir norðan 30. janúar. „Þær hafa verið upp og niður en mér finnst þeirra leikur fara batnandi. Þær hafa sýnt sitt rétta andlit á köflum,“ sagði Þorgerður. Markvarslan mikilvæg Öfugt við síðustu ár hefur markvarslan hjá Fram og Val verið misjöfn í vetur, sérstaklega hjá Fram. Samkvæmt tölfræði HBStatz eru aðeins FH og HK með verri hlutfallsmarkvörslu í Olís-deildinni en Fram (29,1 prósent). Valur er hins vegar í 3. sæti á listanum yfir bestu hlutfallsmarkvörsluna. „Katrín [Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram] hefur reyndar átt flotta leiki undanfarið, sérstaklega gegn Stjörnunni. Ef vörnin er sterk kemur markvarslan með og þær geta nýtt þessi hraðaupphlaup sem þær eru svo góðar í. Vörnin og markvarslan mun ráða úrslitum. Það leiðir af sér fleiri auðveld mörk. Þetta er ekkert rosalega flókið. Það er spurning hvort liðið hittir á sinn besta leik,“ sagði Þorgerður. Deildin ekki verið jafn spennandi í mörg ár Eins og áður sagði er KA/Þór á toppi deildarinnar og Fram og Valur ekki með sömu yfirburði og síðustu ár. Þorgerður fagnar því og segir langt síðan deildin hafi verið jafn sterk. „Deildin hefur ekki verið svona spennandi í mörg ár. Það er fáránlega skemmtilegt og ég held að spennan eigi bara eftir að aukast eftir því sem líður á,“ sagði Þorgerður en aðeins sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Eftir hana tekur við sex liða úrslitakeppni. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 15:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikur FH og Hauka, sem hefst klukkan 13:30, verður einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Fram og Valur hafa verið í sérflokki undanfarin ár og skipt stóru titlunum á milli sín. Samkeppnin er hins vegar meiri í ár en til marks um það er KA/Þór á toppi Olís-deildarinnar. Sigurliðið í leik Fram og Vals kemst á topp deildarinnar, allavega um stundarsakir, en KA/Þór mætir Stjörnunni seinna um daginn. „Ég held að þetta verði mjög spennandi leikur og held að það sé allt í lagi að gera ráð fyrir því að hann verði frekar hraður,“ sagði Þorgerður Anna um stórleik dagsins. Hún hallast frekar að sigri Fram. „Mér finnst mjög erfitt að spá fyrir um sigurvegara en myndi tippa á Fram. En þetta gæti farið á alla vegu. Liðin eru búin að vera svo jöfn í deildinni.“ Valur vann fyrri leikinn gegn Fram, 28-24, sem fór fram 18. september í fyrra, eða fyrir heilum fimm mánuðum síðan. Þorgerður segir lítið hægt að lesa í þann leik. „Ýmislegt hefur breyst síðan þá. Mér finnst eiginlega ekki hægt að taka mið af því sem gerðist fyrir nokkrum mánuðum.“ Hökt á Val en Fram á uppleið Valskonur hafa hikstað aðeins upp á síðkastið og gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum. „Þær hafa ekki verið upp á sitt allra besta í síðustu leikjum. En svo er möguleiki á að Valsstelpurnar komi enn betur stemmdar til leiks þar sem það hefur ekki gengið jafn vel og þær vilja. Ég held að þetta verði hörkuspenna,“ sagði Þorgerður. Fram hefur unnið síðustu tvo leiki sína eftir að hafa tapað fyrir KA/Þór fyrir norðan 30. janúar. „Þær hafa verið upp og niður en mér finnst þeirra leikur fara batnandi. Þær hafa sýnt sitt rétta andlit á köflum,“ sagði Þorgerður. Markvarslan mikilvæg Öfugt við síðustu ár hefur markvarslan hjá Fram og Val verið misjöfn í vetur, sérstaklega hjá Fram. Samkvæmt tölfræði HBStatz eru aðeins FH og HK með verri hlutfallsmarkvörslu í Olís-deildinni en Fram (29,1 prósent). Valur er hins vegar í 3. sæti á listanum yfir bestu hlutfallsmarkvörsluna. „Katrín [Ósk Magnúsdóttir, markvörður Fram] hefur reyndar átt flotta leiki undanfarið, sérstaklega gegn Stjörnunni. Ef vörnin er sterk kemur markvarslan með og þær geta nýtt þessi hraðaupphlaup sem þær eru svo góðar í. Vörnin og markvarslan mun ráða úrslitum. Það leiðir af sér fleiri auðveld mörk. Þetta er ekkert rosalega flókið. Það er spurning hvort liðið hittir á sinn besta leik,“ sagði Þorgerður. Deildin ekki verið jafn spennandi í mörg ár Eins og áður sagði er KA/Þór á toppi deildarinnar og Fram og Valur ekki með sömu yfirburði og síðustu ár. Þorgerður fagnar því og segir langt síðan deildin hafi verið jafn sterk. „Deildin hefur ekki verið svona spennandi í mörg ár. Það er fáránlega skemmtilegt og ég held að spennan eigi bara eftir að aukast eftir því sem líður á,“ sagði Þorgerður en aðeins sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Eftir hana tekur við sex liða úrslitakeppni. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 15:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikur FH og Hauka, sem hefst klukkan 13:30, verður einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira