Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2021 15:46 Mitch McConnell er leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. Chip Somodevilla/Getty Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. Frá þessu greinir fréttastofa CNN og bætir við að McConnell hafi sagt kollegum sínum á þingi frá þessari ákvörðun sinni. Ákvörðun McConnell er talin gefa sterka vísbendingu um að meirihluti þeirra fimmtíu Repúblikana sem sitja í deildinni muni fylgja fordæmi hans og greiða atkvæði með sýknu. Til þess að af sakfellingu verði þurfa 67 af hundrað þingmönnum deildarinnar að greiða með henni atkvæði. Trump var ákærður af fulltrúadeild þingsins í síðasta mánuði og er gefið að sök að hafa sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar síðastliðinn. Eins og frægt er, þá brutu stuðningsmenn forsetans sér leið inn í þinghúsið eftir fjöldafund hans við Hvíta húsið og var eitt af markmiðum þeirra að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember og tryggja Trump völd áfram. Öldungadeildin er nú með ákæruna til meðferðar. Fyrri atkvæðagreiðsla um hvort málaferlin stæðust stjórnarskrá, þar sem Trump er ekki lengur í embætti, er talin gefa vísbendingu um þann fjölda Repúblikana sem er opinn fyrir því að sakfella forsetann fyrrverandi. Þar tóku sex Repúblikanar sér stöðu með Demókrötum og greiddu atkvæði með því að taka ákæruna til meðferðar í þinginu og hefja réttarhöldin. Fyrir var ekki talið líklegt að fleiri en þessir sex þingmenn Repúblikana myndi greiða atkvæði með sakfellingu. Fréttir af meintri afstöðu Mitch McConnell til málsins renna stoðum undir það, og eru sterk vísbending um að Trump muni öðru sinni sleppa við sakfellingu í öldungadeildinni. Hann var ákærður fyrir embættisbrot í árslok 2019 og sýknaður í febrúar á síðasta ári. Hann er eini forsetinn sem hefur tvisvar verið ákærður fyrir embættisbrot. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Frá þessu greinir fréttastofa CNN og bætir við að McConnell hafi sagt kollegum sínum á þingi frá þessari ákvörðun sinni. Ákvörðun McConnell er talin gefa sterka vísbendingu um að meirihluti þeirra fimmtíu Repúblikana sem sitja í deildinni muni fylgja fordæmi hans og greiða atkvæði með sýknu. Til þess að af sakfellingu verði þurfa 67 af hundrað þingmönnum deildarinnar að greiða með henni atkvæði. Trump var ákærður af fulltrúadeild þingsins í síðasta mánuði og er gefið að sök að hafa sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar síðastliðinn. Eins og frægt er, þá brutu stuðningsmenn forsetans sér leið inn í þinghúsið eftir fjöldafund hans við Hvíta húsið og var eitt af markmiðum þeirra að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember og tryggja Trump völd áfram. Öldungadeildin er nú með ákæruna til meðferðar. Fyrri atkvæðagreiðsla um hvort málaferlin stæðust stjórnarskrá, þar sem Trump er ekki lengur í embætti, er talin gefa vísbendingu um þann fjölda Repúblikana sem er opinn fyrir því að sakfella forsetann fyrrverandi. Þar tóku sex Repúblikanar sér stöðu með Demókrötum og greiddu atkvæði með því að taka ákæruna til meðferðar í þinginu og hefja réttarhöldin. Fyrir var ekki talið líklegt að fleiri en þessir sex þingmenn Repúblikana myndi greiða atkvæði með sakfellingu. Fréttir af meintri afstöðu Mitch McConnell til málsins renna stoðum undir það, og eru sterk vísbending um að Trump muni öðru sinni sleppa við sakfellingu í öldungadeildinni. Hann var ákærður fyrir embættisbrot í árslok 2019 og sýknaður í febrúar á síðasta ári. Hann er eini forsetinn sem hefur tvisvar verið ákærður fyrir embættisbrot.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira