Ríkisrekin elítustjórnmál Gunnar Smári Egilsson skrifar 15. febrúar 2021 13:28 Sjálftaka stjórnmálaflokkanna úr opinberum sjóðum er orðin svo gegndarlaus að við erum komin inn í nýjan fasa lýðræðistímans, sem kenna mætti við ríkisrekin elítustjórnmál. Ef við greinum tekjur flokkana eftir því hvort þær komi úr opinberum sjóðum, frá fyrirtækjum eða einstaklingum (þ.e. sleppum húsaleigutekjum og öðru slíku aflafé) þá stendur hið opinbera undir rúmlega 90% af tekjunum, fyrirtæki rúmlega 2% og félagar í flokkunum leggja til tæplega 8%. Forysta flokkanna er því ekki lengur fjárhagslega háð félögum flokkanna og getur því stýrt flokkunum án þess að taka sérstakt tillit til þeirra. Í sumum flokkum virðast ekki vera fleiri félagar, sem greiða árgjöld, en fáeinir tugir. Flokkarnir eru því ekki lengur almannasamtök í neinum skilningi, heldur flokksforysta sem gerir einskonar þjónustusamning við ríkið til að reka sín elítustjórnmál. Klúbbar fremur en almannasamtök Samkvæmt ársreikningum flokkanna eru félagsgjöld hverfandi hluti af tekjum flokkanna. Þau eru líklega hæst í Sjálfstæðisflokknum, en flokkurinn greinir ekki á milli félagsgjalda og styrkja frá einstaklingum. Samt er augljóst að flestir félagar greiða til Sjálfstæðisflokksins. Næstur kemur Framsókn og þá Sósíalistaflokkurinn, Vg og Samfylkingin. Nýir flokkar, fyrir utan Sósíalistaflokkinn, virðast ekki leggja mikið upp úr árgjöldum félaga. Miðflokkurinn er þannig með um 1/3 af félagsgjöldum Framsóknar, Viðreisn aðeins með um 113 félaga sé miðað við fimm þúsund króna árgjald, Píratar með 79 félaga og Flokkur fólksins með 59 greiðandi félaga. Þetta eru því ákaflega veikar félagslegar stofnanir, langt í frá eitthvað sem kalla mætti fjöldahreyfingu og varla það sem kalla mætti almannasamtök. Klúbbar væru líkast til réttnefni. Ástæða þess að nýir flokkar, fyrir utan Sósíalistaflokkinn, leggja svona lítið upp úr að byggja sig upp sem almannasamtök, er að stjórnmálin eru ekki lengur þannig business. Nú snúast stjórnmálin um að forysta í flokki nær sætum á þingi eða í sveitastjórnum og sækir sér í kjölfarið fé í almannasjóði, sem síðan er notað til að tryggja stöðu forystunnar innan flokksins og síðan flokknum kjörgengi í kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn, sem sækir mest fé til fyrirtækja og einstaklinga, er þannig með 81,5% af fjáröflun sinni frá hinu opinbera, 5,1% frá fyrirtækjum og 13,4% frá einstaklingum. Flokkur fólksins og Píratar eru með 99,5% frá hinu opinbera, ekkert frá fyrirtækjum og 0,5% frá einstaklingum. Aðrir flokkar eru með frá 88,9% frá hinu opinbera (Samfylkingin) upp í 93,7% (Vg).Með því að færa tekjuöflun frá félagsgjöldum og frjálsum framlögum yfir í opinber framlög hefur forysta flokkanna styrkt stöðu sína. Það er hún sem aflar teknanna sem skipta máli, ekki almennir félagar, hvort sem það er með félagsgjöldum, frjálsum framlögum eða fjáröflun. Þetta sést vel á uppbyggingu flokkanna þar sem völdin snúast æ meir um fámenna klíku forystufólks. Og það er ekki aðeins svo að forystan komi með styrki frá ríki og sveitarfélögum heldur greiðir hið opinbera laun aðstoðarfólks formanna, framkvæmdastjóra þingflokka og aðstoðarfólks kjörinna fulltrúa. Almennur rekstur félagsskaparins bliknar í samanburði, verður nánast eins og áhugamannadeild við hlið atvinnudeildar atvinnustjórnmálafólksins. Ógn við lýðræðið Þessi þróun er ógn við lýðræðið. Endurnýjunarkraftur alþýðustjórnmála í kjölfar almenns kosningaréttar fyrir einni öld byggðist á almennri þátttöku fólks í stjórnmálastarfi. Eftir því sem dró úr almennri þátttöku því meir fjarlægðust flokkar hagsmunamála almennings, forysta flokkanna fann til meiri skyldleika við forystu annarra flokka en eigin grasrótar; það fólk vann saman og aðlagaðist hvort öðru þvert á flokka. Þessi þróun er kölluð elítuvæðing stjórnmála. Og hún er ekki aðeins afleiðing minni þátttöku almennings heldur dregur elítuvæðingin úr þátttöku almennings, elítan reynir að draga úr völdum og áhrifum grasrótar og auka með því sín eigin völd.Þetta er kallað klíkuvæðing og er alls ekki bara bundin við stjórnmálaflokka heldur á við um öll félög í mannheimum; verkalýðsfélög, samvinnufélög, góðgerðafélög, íþróttafélög, fyrirtæki, stofnanir og hvað eina. Mikilvægasta atriði lýðræðis er að vinna gegn klíkuvæðingu, vegna þess að klíkuvæðingin mun kyrkja lýðræðið ef ekki eru settir upp varnarveggir.Vörn gegn klíkuvæðingu getur verið allskonar. Eitt er að takmarka setu í valdastólum, annað er að notast við slembivalda hópa almennra félagsmanna til að taka mikilvægar ákvarðanir eða móta stefnu, þriðja er að dreifa valdi innan félaga, flokka og stofnana, fjórða að tryggja aðgengi fólks að starfinu o.s.frv. Ef ríkið vill styðja stjórnmálaflokka ætti það að gera kröfur um að þeir væru reknir eins og raunveruleg félög, þar sem almennt félagsfólk hefur raunveruleg völd. Sumir af nýjum flokkum í Evrópu eru t.d. ekki félög heldur frekar eins og prívat eign forystufólksins. Þetta á t.d. við um Brexit-flokkinn í Bretlandi, Fimmstjörnuhreyfinguna á Ítalíu og Frelsisflokk Geert Wilders í Hollandi. Þessir flokkar er ömurleg merki um af-félagsvæðingu stjórnmálanna. Annar möguleiki væri að taka upp einskonar sóknargjöld. 895,7 m.kr. í styrki frá ríki og sveitarfélögum á árinu 2019 væri þá breytt í 3.600 kr. sem hver kjósandi gæti úthlutað þeim flokki sem hann kýs að styðja. Það væru þá kjósendur sem leggðu tekjur til flokkanna en ekki forystan sem semdi um það við forystu annarra flokka hversu mikið hún tæki úr almannasjóðum og hvernig fengnum væri skipt. Klíkuvæðing eitt af meinum samtímans Og svo má spyrja hvort það efli lýðræðið mest að styrkja þá flokka sem sitja á þingi eða í sveitastjórnum. Lýðræðið byggir ekki aðeins á afgreiðslu mála á þessum vettvangi eða í kosningum. Lýðræði er öll deigla samfélagsins og virk hagsmunabarátta ólíkra hópa. En hópar standa mis vel að vígi til að heyja sína baráttu. Auðvaldið á í engum vanda með að reka sína hagsmunabaráttu og verkalýðsbaráttan byggir á heimild félaga til að innheimta félagsgjöld. En aðrir hópar standa veikt; t.d. leigjendur, innflytjendur, eftirlaunafólk, einstæðir foreldrar svo fáein dæmi séu tekin. Ef markmið stjórnvalda er að efla lýðræðið með styrkjum til flokkanna má spyrja hvort þetta fé myndi ekki nýtast betur með því að beina því til hópa sem ekki hafa fjárhagslegan styrk til að reka sína hagsmunabaráttu. Það er nefnilega svo að féð til flokkanna nýtist illa til lýðræðis. Flestir flokkanna eru að safna í sjóði, en standa í raun ekki fyrir neinu lýðræðislegu starfi að ráði. Handbært fé flokkana var um 454 m.kr. í árslok 2019: Sjálfstæðisflokkurinn átti 106 m.kr. í sjóðum, Samfylkingin 96 m.kr, Miðflokkurinn 79 m.kr., Flokkur fólksins 66 m.kr. Píratar virðast helst nota sitt fé til einhvers starfs, áttu bara 5 m.kr. í sjóð í árslok 2019. Meginreglan er hins vegar sú að flokkarnir safna þessu fé upp í sjóði til að geta veggfóðrað samfélagið með áróðri fyrir áframhaldandi völdum sínum þegar dregur að kosningum. Klíkuvæðing og elítuvæðing stjórnmálanna er eitt af meinum samtímans sem við eigum að taka alvarlega. Við þurfum að fella það kerfi sem forysta flokkanna hafa byggt í kringum sig og byggja þess í stað upp kerfi raunverulegra alþýðustjórnmála. Við gerum það auðvitað best með því að kjósa Sósíalistaflokkinn, sem er ekki aðeins stofnaður gegn elítustjórnmálunum heldur er byggður upp sem raunverulegt félag og almannasamtök en ekki sem eftirmynd stjórnmálaflokka á hnignunarstigi lýðræðisins. En við ættum líka að móta kröfur almennings um að umgjörð stjórnmálanna snúist um að tryggja völd hans en ekki aðeins þeirrar klíku sem náð hefur völdum innan hvers flokks fyrir sig. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Alþingi Stjórnsýsla Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Sjálftaka stjórnmálaflokkanna úr opinberum sjóðum er orðin svo gegndarlaus að við erum komin inn í nýjan fasa lýðræðistímans, sem kenna mætti við ríkisrekin elítustjórnmál. Ef við greinum tekjur flokkana eftir því hvort þær komi úr opinberum sjóðum, frá fyrirtækjum eða einstaklingum (þ.e. sleppum húsaleigutekjum og öðru slíku aflafé) þá stendur hið opinbera undir rúmlega 90% af tekjunum, fyrirtæki rúmlega 2% og félagar í flokkunum leggja til tæplega 8%. Forysta flokkanna er því ekki lengur fjárhagslega háð félögum flokkanna og getur því stýrt flokkunum án þess að taka sérstakt tillit til þeirra. Í sumum flokkum virðast ekki vera fleiri félagar, sem greiða árgjöld, en fáeinir tugir. Flokkarnir eru því ekki lengur almannasamtök í neinum skilningi, heldur flokksforysta sem gerir einskonar þjónustusamning við ríkið til að reka sín elítustjórnmál. Klúbbar fremur en almannasamtök Samkvæmt ársreikningum flokkanna eru félagsgjöld hverfandi hluti af tekjum flokkanna. Þau eru líklega hæst í Sjálfstæðisflokknum, en flokkurinn greinir ekki á milli félagsgjalda og styrkja frá einstaklingum. Samt er augljóst að flestir félagar greiða til Sjálfstæðisflokksins. Næstur kemur Framsókn og þá Sósíalistaflokkurinn, Vg og Samfylkingin. Nýir flokkar, fyrir utan Sósíalistaflokkinn, virðast ekki leggja mikið upp úr árgjöldum félaga. Miðflokkurinn er þannig með um 1/3 af félagsgjöldum Framsóknar, Viðreisn aðeins með um 113 félaga sé miðað við fimm þúsund króna árgjald, Píratar með 79 félaga og Flokkur fólksins með 59 greiðandi félaga. Þetta eru því ákaflega veikar félagslegar stofnanir, langt í frá eitthvað sem kalla mætti fjöldahreyfingu og varla það sem kalla mætti almannasamtök. Klúbbar væru líkast til réttnefni. Ástæða þess að nýir flokkar, fyrir utan Sósíalistaflokkinn, leggja svona lítið upp úr að byggja sig upp sem almannasamtök, er að stjórnmálin eru ekki lengur þannig business. Nú snúast stjórnmálin um að forysta í flokki nær sætum á þingi eða í sveitastjórnum og sækir sér í kjölfarið fé í almannasjóði, sem síðan er notað til að tryggja stöðu forystunnar innan flokksins og síðan flokknum kjörgengi í kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn, sem sækir mest fé til fyrirtækja og einstaklinga, er þannig með 81,5% af fjáröflun sinni frá hinu opinbera, 5,1% frá fyrirtækjum og 13,4% frá einstaklingum. Flokkur fólksins og Píratar eru með 99,5% frá hinu opinbera, ekkert frá fyrirtækjum og 0,5% frá einstaklingum. Aðrir flokkar eru með frá 88,9% frá hinu opinbera (Samfylkingin) upp í 93,7% (Vg).Með því að færa tekjuöflun frá félagsgjöldum og frjálsum framlögum yfir í opinber framlög hefur forysta flokkanna styrkt stöðu sína. Það er hún sem aflar teknanna sem skipta máli, ekki almennir félagar, hvort sem það er með félagsgjöldum, frjálsum framlögum eða fjáröflun. Þetta sést vel á uppbyggingu flokkanna þar sem völdin snúast æ meir um fámenna klíku forystufólks. Og það er ekki aðeins svo að forystan komi með styrki frá ríki og sveitarfélögum heldur greiðir hið opinbera laun aðstoðarfólks formanna, framkvæmdastjóra þingflokka og aðstoðarfólks kjörinna fulltrúa. Almennur rekstur félagsskaparins bliknar í samanburði, verður nánast eins og áhugamannadeild við hlið atvinnudeildar atvinnustjórnmálafólksins. Ógn við lýðræðið Þessi þróun er ógn við lýðræðið. Endurnýjunarkraftur alþýðustjórnmála í kjölfar almenns kosningaréttar fyrir einni öld byggðist á almennri þátttöku fólks í stjórnmálastarfi. Eftir því sem dró úr almennri þátttöku því meir fjarlægðust flokkar hagsmunamála almennings, forysta flokkanna fann til meiri skyldleika við forystu annarra flokka en eigin grasrótar; það fólk vann saman og aðlagaðist hvort öðru þvert á flokka. Þessi þróun er kölluð elítuvæðing stjórnmála. Og hún er ekki aðeins afleiðing minni þátttöku almennings heldur dregur elítuvæðingin úr þátttöku almennings, elítan reynir að draga úr völdum og áhrifum grasrótar og auka með því sín eigin völd.Þetta er kallað klíkuvæðing og er alls ekki bara bundin við stjórnmálaflokka heldur á við um öll félög í mannheimum; verkalýðsfélög, samvinnufélög, góðgerðafélög, íþróttafélög, fyrirtæki, stofnanir og hvað eina. Mikilvægasta atriði lýðræðis er að vinna gegn klíkuvæðingu, vegna þess að klíkuvæðingin mun kyrkja lýðræðið ef ekki eru settir upp varnarveggir.Vörn gegn klíkuvæðingu getur verið allskonar. Eitt er að takmarka setu í valdastólum, annað er að notast við slembivalda hópa almennra félagsmanna til að taka mikilvægar ákvarðanir eða móta stefnu, þriðja er að dreifa valdi innan félaga, flokka og stofnana, fjórða að tryggja aðgengi fólks að starfinu o.s.frv. Ef ríkið vill styðja stjórnmálaflokka ætti það að gera kröfur um að þeir væru reknir eins og raunveruleg félög, þar sem almennt félagsfólk hefur raunveruleg völd. Sumir af nýjum flokkum í Evrópu eru t.d. ekki félög heldur frekar eins og prívat eign forystufólksins. Þetta á t.d. við um Brexit-flokkinn í Bretlandi, Fimmstjörnuhreyfinguna á Ítalíu og Frelsisflokk Geert Wilders í Hollandi. Þessir flokkar er ömurleg merki um af-félagsvæðingu stjórnmálanna. Annar möguleiki væri að taka upp einskonar sóknargjöld. 895,7 m.kr. í styrki frá ríki og sveitarfélögum á árinu 2019 væri þá breytt í 3.600 kr. sem hver kjósandi gæti úthlutað þeim flokki sem hann kýs að styðja. Það væru þá kjósendur sem leggðu tekjur til flokkanna en ekki forystan sem semdi um það við forystu annarra flokka hversu mikið hún tæki úr almannasjóðum og hvernig fengnum væri skipt. Klíkuvæðing eitt af meinum samtímans Og svo má spyrja hvort það efli lýðræðið mest að styrkja þá flokka sem sitja á þingi eða í sveitastjórnum. Lýðræðið byggir ekki aðeins á afgreiðslu mála á þessum vettvangi eða í kosningum. Lýðræði er öll deigla samfélagsins og virk hagsmunabarátta ólíkra hópa. En hópar standa mis vel að vígi til að heyja sína baráttu. Auðvaldið á í engum vanda með að reka sína hagsmunabaráttu og verkalýðsbaráttan byggir á heimild félaga til að innheimta félagsgjöld. En aðrir hópar standa veikt; t.d. leigjendur, innflytjendur, eftirlaunafólk, einstæðir foreldrar svo fáein dæmi séu tekin. Ef markmið stjórnvalda er að efla lýðræðið með styrkjum til flokkanna má spyrja hvort þetta fé myndi ekki nýtast betur með því að beina því til hópa sem ekki hafa fjárhagslegan styrk til að reka sína hagsmunabaráttu. Það er nefnilega svo að féð til flokkanna nýtist illa til lýðræðis. Flestir flokkanna eru að safna í sjóði, en standa í raun ekki fyrir neinu lýðræðislegu starfi að ráði. Handbært fé flokkana var um 454 m.kr. í árslok 2019: Sjálfstæðisflokkurinn átti 106 m.kr. í sjóðum, Samfylkingin 96 m.kr, Miðflokkurinn 79 m.kr., Flokkur fólksins 66 m.kr. Píratar virðast helst nota sitt fé til einhvers starfs, áttu bara 5 m.kr. í sjóð í árslok 2019. Meginreglan er hins vegar sú að flokkarnir safna þessu fé upp í sjóði til að geta veggfóðrað samfélagið með áróðri fyrir áframhaldandi völdum sínum þegar dregur að kosningum. Klíkuvæðing og elítuvæðing stjórnmálanna er eitt af meinum samtímans sem við eigum að taka alvarlega. Við þurfum að fella það kerfi sem forysta flokkanna hafa byggt í kringum sig og byggja þess í stað upp kerfi raunverulegra alþýðustjórnmála. Við gerum það auðvitað best með því að kjósa Sósíalistaflokkinn, sem er ekki aðeins stofnaður gegn elítustjórnmálunum heldur er byggður upp sem raunverulegt félag og almannasamtök en ekki sem eftirmynd stjórnmálaflokka á hnignunarstigi lýðræðisins. En við ættum líka að móta kröfur almennings um að umgjörð stjórnmálanna snúist um að tryggja völd hans en ekki aðeins þeirrar klíku sem náð hefur völdum innan hvers flokks fyrir sig. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun