Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 27-35 | Stjörnumenn rústuðu Valsmönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2021 20:30 Tandri Már Konráðsson skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna gegn Val. vísir/hulda margrét Stjörnumenn gerðu góða ferð á Hlíðarenda og rúlluðu yfir Valsmenn, 27-35, í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan leiddi allan leikinn og var miklu sterkari aðilinn í sextíu mínútur. Tandri Már Konráðsson skoraði átta mörk Stjörnuna og Dagur Gautason sjö. Adam Thorstensen varði sextán skot í markinu (38 prósent). Magnús Óli Magnússon var markahæstur í liði Vals með sex mörk. Stjarnan var miklu sterkari í fyrri hálfleik og leiddi með sex mörkum að honum loknum, 12-18. Stjörnumenn spiluðu frábæran sóknarleik þótt fyrirstaðan hafi ekki verið nein. Gestirnir skoruðu að vild úr öllum stöðum, fyrir utan, úr hornunum og af línunni. Stjarnan byrjaði betur, komst í 1-4 og þegar Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik var munurinn fjögur mörk, 6-10. Valur minnkaði muninn í tvö mörk, 11-13, en Stjarnan svaraði með fjórum mörkum í röð. Dagur Gautason sá svo til þess að munurinn var sex mörk í hálfleik þegar hann skoraði átjánda mark Stjörnumanna. Hálfleikstölur 12-18, Stjörnunni í vil. Valur skoraði fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og gerði sig líklegan. Stjörnusóknin hikstaði aðeins og Patrekur Jóhannesson, þjálfari liðsins, brá þá á það ráð að setja sjöunda sóknarmanninn inn á. Það virkaði frábærlega. Tandri nýtti sér plássið sem hann fékk sérstaklega vel og raðaði inn mörkum. Stjörnumenn voru áfram með mikla yfirburði í seinni hálfleik og endurkoma var aldrei í kortunum hjá Valsmönnum. Þrátt fyrir að vera með yfirburðastöðu héldu gestirnir alltaf áfram og bættu í. Stjarnan náði mest níu marka forskoti en átta mörk skildu liðin að þegar lokaflautið gall. Lokatölur 27-35, Stjörnunni í vil. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn léku sinn besta leik á tímabilinu og voru góðir á öllum sviðum. Vörnin var sterk, Adam góður í markinu og sóknin frábær. Garðbæingar leiddu allt frá byrjun leiks og lentu aldrei í neinum vandræðum gegn slökum Hlíðarendapiltum. Hverjir stóðu upp úr? Tandri var frábær, jafnt í vörn og sókn og skoraði nánast í hvert einasta sinn sem hann lyfti sér upp og skaut á markið. Dagur var sérstaklega góður í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði fimm af sjö mörkum sínum. Starri Friðriksson lék svo vel í hægra horninu og Adam varði vel allan leikinn. Þá lék Ólafur Bjarki Ragnarsson sinn besta leik á tímabilinu, stjórnaði sóknarleik Stjörnunnar með miklum myndarbrag og skoraði auk þess fjögur mörk. Stiven Tobar Valencia átti fínan leik í Valssókninni og skilaði fimm mörkum. Hvað gekk illa? Valsvörnin verið misjöfn á tímabilinu en hún hefur aldrei verið jafn slök og í kvöld. Stjörnumenn tættu hana í sig hvað eftir annað og það skipti engu hvaða breytingar Snorri Steinn gerði á henni. Markvarslan var svo takmörkuð eins og í flestum leikjum Vals í vetur. Sóknarleikur Valsmanna var skárri en varnarleikurinn en samt langt frá því að vera frábær. Mikil ábyrgð var á herðum Magnúsar Óla Magnússonar og hann kláraði flestar sóknir Vals framan af leik með misjöfnum árangri. Hann lagaði tölfræðina sína aðeins með þremur mörkum undir lokin en átti ekki góðan leik. Sömu sögu er að segja af Antoni Rúnarssyni en Valsmenn hefðu þurft að fá meira frá sínum bestu sóknarmönnum fyrir utan. Hvað gerist næst? Bæði lið leika á Akureyri á fimmtudaginn. Valur sækir þá KA heim á meðan Stjarnan mætir Þór. Snorri Steinn: Það er ekki að fara að bjarga einu eða neinu Snorri Steinn Guðjónsson hefur um nóg að hugsa þessa dagana.vísir/hulda margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var þungur á brún eftir tapið stóra fyrir Stjörnunni í kvöld. „Ég er mjög fúll. Þetta var ömurleg frammistaða hjá okkur í kvöld og okkur ekki til sóma,“ sagði Snorri við Vísi eftir leikinn í Origo-höllinni. Valur var í eltingarleik allan tímann og í hálfleik munaði sex mörkum á liðunum, 12-18. „Við ætluðum að sýna karakter, baráttu og vilja til að snúa þessu við í seinni hálfleik. Það glitti aðeins í það en Stjarnan var mikið betri og þetta var mjög verðskuldaður sigur,“ sagði Snorri sem fannst sínir menn aldrei líklegir til að koma til baka í leiknum. Næsti leikur Vals er gegn KA á Akureyri á fimmtudaginn kemur. Snorra finnst það ekkert sérstaklega jákvætt að svona stutt sé í næsta leik. „Það er leikur á fimmtudaginn og við þurfum bara að nýta tímann fram að því og sýna töluvert betri frammistöðu,“ sagði Snorri. Fjóra sterka leikmenn vantar í lið Vals, þá Agnar Smára Jónsson, Róbert Aron Hostert, Tjörva Tý Gíslason og Þorgils Jón Svölu Baldursson. Snorra finnst ólíklegt að einhver þeirra verði með gegn KA. „Ég á ekki von á því og það er ekki að fara að bjarga neinu eða neinu,“ sagði Snorri að lokum. Patrekur: Óli Bjarki á að spila svona Stjörnumennirnir hans Patreks Jóhannessonar léku við hvurn sinn fingur gegn Val.vísir/hulda margrét Það var létt yfir Patreki Jóhannessyni, þjálfara Stjörnunnar, eftir sigurinn á Val á Hlíðarenda. „Við vorum mjög þéttir í vörninni og lögðum upp með að minnka bilið á milli manna. Það hefur verið svolítið vandamál hjá okkur. Adam [Thorstensen] varði vel og síðan keyrðum við hraðaupphlaupin eins og Valsararnir hafa verið að gera við önnur lið,“ sagði Patrekur. „Það gekk margt upp. Líka þegar við fórum í sjö á sex fengum við mörk sem gerðu okkur auðveldara fyrir. Ég er mjög ánægður með leikinn.“ Stjarnan spilaði með sjö sóknarmenn lengst af í seinni hálfleik. Patrekur segir að það hafi verið fyrirfram ákveðið og hann hafi lært af síðasta leik Stjörnunnar. „Á móti Aftureldingu, í stöðunni 20-18, hikstuðum við og ég gerði mistök með því að fara ekki í sjö á sex. Oft er þetta notað þegar þú ert undir og þá til að komast inn í leikinn. En það er líka fínt að nota þetta svona, til að fá betri færi þegar sóknarleikurinn hikstar,“ sagði Patrekur. Ólafur Bjarki Ragnarsson lék sérlega vel fyrir Stjörnuna í kvöld og stýrði sóknarleik liðsins með stæl. „Hann á að spila svona. Hann er það klókur í handbolta og kann leikinn upp á tíu. Einmitt svona þarf hann að vera, þessi leiðtogi inni á vellinum,“ sagði Patrekur. „Ég er mjög ánægður með hann eins og reyndar alla í dag. Þetta var liðsframmistaða og allir lögðu í púkkið.“ Olís-deild karla Valur Stjarnan
Stjörnumenn gerðu góða ferð á Hlíðarenda og rúlluðu yfir Valsmenn, 27-35, í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan leiddi allan leikinn og var miklu sterkari aðilinn í sextíu mínútur. Tandri Már Konráðsson skoraði átta mörk Stjörnuna og Dagur Gautason sjö. Adam Thorstensen varði sextán skot í markinu (38 prósent). Magnús Óli Magnússon var markahæstur í liði Vals með sex mörk. Stjarnan var miklu sterkari í fyrri hálfleik og leiddi með sex mörkum að honum loknum, 12-18. Stjörnumenn spiluðu frábæran sóknarleik þótt fyrirstaðan hafi ekki verið nein. Gestirnir skoruðu að vild úr öllum stöðum, fyrir utan, úr hornunum og af línunni. Stjarnan byrjaði betur, komst í 1-4 og þegar Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik var munurinn fjögur mörk, 6-10. Valur minnkaði muninn í tvö mörk, 11-13, en Stjarnan svaraði með fjórum mörkum í röð. Dagur Gautason sá svo til þess að munurinn var sex mörk í hálfleik þegar hann skoraði átjánda mark Stjörnumanna. Hálfleikstölur 12-18, Stjörnunni í vil. Valur skoraði fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og gerði sig líklegan. Stjörnusóknin hikstaði aðeins og Patrekur Jóhannesson, þjálfari liðsins, brá þá á það ráð að setja sjöunda sóknarmanninn inn á. Það virkaði frábærlega. Tandri nýtti sér plássið sem hann fékk sérstaklega vel og raðaði inn mörkum. Stjörnumenn voru áfram með mikla yfirburði í seinni hálfleik og endurkoma var aldrei í kortunum hjá Valsmönnum. Þrátt fyrir að vera með yfirburðastöðu héldu gestirnir alltaf áfram og bættu í. Stjarnan náði mest níu marka forskoti en átta mörk skildu liðin að þegar lokaflautið gall. Lokatölur 27-35, Stjörnunni í vil. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn léku sinn besta leik á tímabilinu og voru góðir á öllum sviðum. Vörnin var sterk, Adam góður í markinu og sóknin frábær. Garðbæingar leiddu allt frá byrjun leiks og lentu aldrei í neinum vandræðum gegn slökum Hlíðarendapiltum. Hverjir stóðu upp úr? Tandri var frábær, jafnt í vörn og sókn og skoraði nánast í hvert einasta sinn sem hann lyfti sér upp og skaut á markið. Dagur var sérstaklega góður í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði fimm af sjö mörkum sínum. Starri Friðriksson lék svo vel í hægra horninu og Adam varði vel allan leikinn. Þá lék Ólafur Bjarki Ragnarsson sinn besta leik á tímabilinu, stjórnaði sóknarleik Stjörnunnar með miklum myndarbrag og skoraði auk þess fjögur mörk. Stiven Tobar Valencia átti fínan leik í Valssókninni og skilaði fimm mörkum. Hvað gekk illa? Valsvörnin verið misjöfn á tímabilinu en hún hefur aldrei verið jafn slök og í kvöld. Stjörnumenn tættu hana í sig hvað eftir annað og það skipti engu hvaða breytingar Snorri Steinn gerði á henni. Markvarslan var svo takmörkuð eins og í flestum leikjum Vals í vetur. Sóknarleikur Valsmanna var skárri en varnarleikurinn en samt langt frá því að vera frábær. Mikil ábyrgð var á herðum Magnúsar Óla Magnússonar og hann kláraði flestar sóknir Vals framan af leik með misjöfnum árangri. Hann lagaði tölfræðina sína aðeins með þremur mörkum undir lokin en átti ekki góðan leik. Sömu sögu er að segja af Antoni Rúnarssyni en Valsmenn hefðu þurft að fá meira frá sínum bestu sóknarmönnum fyrir utan. Hvað gerist næst? Bæði lið leika á Akureyri á fimmtudaginn. Valur sækir þá KA heim á meðan Stjarnan mætir Þór. Snorri Steinn: Það er ekki að fara að bjarga einu eða neinu Snorri Steinn Guðjónsson hefur um nóg að hugsa þessa dagana.vísir/hulda margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var þungur á brún eftir tapið stóra fyrir Stjörnunni í kvöld. „Ég er mjög fúll. Þetta var ömurleg frammistaða hjá okkur í kvöld og okkur ekki til sóma,“ sagði Snorri við Vísi eftir leikinn í Origo-höllinni. Valur var í eltingarleik allan tímann og í hálfleik munaði sex mörkum á liðunum, 12-18. „Við ætluðum að sýna karakter, baráttu og vilja til að snúa þessu við í seinni hálfleik. Það glitti aðeins í það en Stjarnan var mikið betri og þetta var mjög verðskuldaður sigur,“ sagði Snorri sem fannst sínir menn aldrei líklegir til að koma til baka í leiknum. Næsti leikur Vals er gegn KA á Akureyri á fimmtudaginn kemur. Snorra finnst það ekkert sérstaklega jákvætt að svona stutt sé í næsta leik. „Það er leikur á fimmtudaginn og við þurfum bara að nýta tímann fram að því og sýna töluvert betri frammistöðu,“ sagði Snorri. Fjóra sterka leikmenn vantar í lið Vals, þá Agnar Smára Jónsson, Róbert Aron Hostert, Tjörva Tý Gíslason og Þorgils Jón Svölu Baldursson. Snorra finnst ólíklegt að einhver þeirra verði með gegn KA. „Ég á ekki von á því og það er ekki að fara að bjarga neinu eða neinu,“ sagði Snorri að lokum. Patrekur: Óli Bjarki á að spila svona Stjörnumennirnir hans Patreks Jóhannessonar léku við hvurn sinn fingur gegn Val.vísir/hulda margrét Það var létt yfir Patreki Jóhannessyni, þjálfara Stjörnunnar, eftir sigurinn á Val á Hlíðarenda. „Við vorum mjög þéttir í vörninni og lögðum upp með að minnka bilið á milli manna. Það hefur verið svolítið vandamál hjá okkur. Adam [Thorstensen] varði vel og síðan keyrðum við hraðaupphlaupin eins og Valsararnir hafa verið að gera við önnur lið,“ sagði Patrekur. „Það gekk margt upp. Líka þegar við fórum í sjö á sex fengum við mörk sem gerðu okkur auðveldara fyrir. Ég er mjög ánægður með leikinn.“ Stjarnan spilaði með sjö sóknarmenn lengst af í seinni hálfleik. Patrekur segir að það hafi verið fyrirfram ákveðið og hann hafi lært af síðasta leik Stjörnunnar. „Á móti Aftureldingu, í stöðunni 20-18, hikstuðum við og ég gerði mistök með því að fara ekki í sjö á sex. Oft er þetta notað þegar þú ert undir og þá til að komast inn í leikinn. En það er líka fínt að nota þetta svona, til að fá betri færi þegar sóknarleikurinn hikstar,“ sagði Patrekur. Ólafur Bjarki Ragnarsson lék sérlega vel fyrir Stjörnuna í kvöld og stýrði sóknarleik liðsins með stæl. „Hann á að spila svona. Hann er það klókur í handbolta og kann leikinn upp á tíu. Einmitt svona þarf hann að vera, þessi leiðtogi inni á vellinum,“ sagði Patrekur. „Ég er mjög ánægður með hann eins og reyndar alla í dag. Þetta var liðsframmistaða og allir lögðu í púkkið.“