Rauk beint á sjúkraflutninganámskeið eftir að hafa varið 23 skot gegn Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. febrúar 2021 10:00 Sara Sif Helgadóttir er með mörg járn í eldinum. Auk þess að spila handbolta lærir hún sjúkraflutninga og iðnaðarverkfræði. vísir/vilhelm Sara Sif Helgadóttir var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins þegar Fram sigraði Val, 30-22, í stórleik 9. umferðar Olís-deildar kvenna á laugardaginn. Hún varði 23 skot, eða 51 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig. Blaðamaður Vísis náði í Söru í gær, í annarri tilraun en þegar hann ætlaði að ræða við hana eftir leikinn í Safamýrinni fékk hann þau skilaboð að hún væri farin á sjúkraflutningsnámskeið. „Ég þurfti að rjúka. Þetta var smá stress,“ sagði Sara. Hún er nú á fullu að afla sér grunnréttinda í sjúkraflutningum. „Við vorum að klára fyrstu lotuna. Þetta eru verklegar lotur sem eru alltaf um helgar. Síðan er hitt í fjarnámi. Loturnar eru fjórar og svo endar þetta með lokaprófi. Svo þurfum við að taka einhverjar vaktir á bílnum í starfsnámi. Þetta er mjög áhugavert.“ Sara segir að konur séu í miklum meirihluta í náminu. „Inni á starfsstaðnum eru þetta víst miklu fleiri karlar en á þessu námskeiði eru bara fjórir strákar í tuttugu manna hópi.“ Eins og fyrr sagði lék Sara óaðfinnanlega í stórleiknum gegn Val, varði jafnt og þétt allan tímann, alls 23 skot. „Ég náði að halda stressinu á réttum stað. Það er oft sem það flækist fyrir manni. Allt liðið kom tilbúið í leikinn, vörnin var sterk frá fyrstu mínútu og þá er alltaf gaman í markinu,“ sagði Sara en nokkrar af markvörslum hennar gegn Val má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vörslur Söru Sifjar gegn Val Fram gekk hreint til verks og kláraði leikinn í raun í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 19-8, Fram í vil. Lokatölur urðu svo 30-22. Fram í sinni bestu mynd „Við kláruðum leikinn fljótlega. Maður var aldrei stressaður að þær myndu ná okkur. Vörnin var alltaf til staðar þótt sóknin hafi ekki alveg gengið upp,“ sagði Sara og vísaði til þess að Fram skoraði ekki fyrr en á 10. mínútu seinni hálfleiks. Fram sýndi allar sínar bestu hliðar í leiknum, spilaði sterka vörn, fékk góða markvörslu og keyrði miskunnarlaust í bakið á Val. „Við vinnum út frá vörninni og fáum hraðaupphlaup. Þetta var mjög flottur leikur af okkar hálfu. Þetta var Fram í sinni bestu mynd,“ sagði Sara. Sara er uppalinn í Grafarvoginum og hóf ferilinn með Fjölni.vísir/vilhelm Nokkuð flakk hefur verið á Söru á undanförnum árum. Hún er uppalinn hjá Fjölni en gekk í raðir Fram 2018. Eftir eitt tímabil þar var hún lánuð til HK. Sara lék þar á síðasta tímabili og í upphafi þessa tímabils. En á meðan hléinu langa stóð var hún kölluð til baka í Fram eftir að Hafdís Renötudóttir fór til Svíþjóðar. „Ég hef fylgt Hafdísi. Þegar hún kemur, fer ég og þegar hún fer, kem ég,“ sagði Sara og hló. Stelpurnar treystu á mig Hún segir að dvölin hjá HK hafi gert sér gott, hún hafi verið í stóru hlutverki og þurft að standa sig. „Þetta var mjög gaman, líka að stelpurnar treystu á mig og maður fann fyrir því hversu stórt hlutverkið var. Ég græddi mjög mikið á þessu, að þurfa að halda haus heilan leik,“ sagði Sara. „Að vera fyrsti markvörður er allt annað en að þurfa alltaf að berjast fyrir sínu sæti. Þá þarf maður meira að hugsa út í allt liðið. Ég kem inn í Fram og þar er þetta 6-0 vörn sem gengur alltaf smurt fyrir sig. En í HK prufuðum við nýja vörn og þá fékk maður svolítið stórt hlutverk að stýra og stjórna,“ sagði Sara. Sara er ekki með hefðbundin markvarðanúmer. Hjá HK var hún í treyju númer átta en er í treyju númer tvö hjá Fram.vísir/vilhelm Hún fékk góðar fréttir í aðdraganda leiksins gegn Val þegar hún var valin í æfingahóp A-landsliðsins. „Ég var valin í B-landsliðshópinn og eftir það var markmiðið að komast strax í A-landsliðið. Þær æfðu alltaf á undan okkur og mig langaði að æfa í þeim hópi,“ sagði Sara. Ætlar að nýta færið Auk hennar voru markverðirnir Saga Sif Gísladóttir (Val) og Eva Dís Sigurðardóttir (Aftureldingu) valdar í landsliðshópinn. Engin þeirra á landsleik á ferilskránni. Margir markverðir hafa hrokkið úr skaftinu að undanförnu og því er dauðafæri fyrir markverði eins og Söru að festa sig í sessi í landsliðinu til frambúðar. „Þetta er kjörið tækifæri til þess. Markmiðið er að sýna mig og sanna í þessari æfingaviku,“ sagði Sara. Þær Saga þekkjast vel eftir að hafa spilað saman í Fjölni. „Við spiluðum þar saman í tvö tímabil. Við erum góðar vinkonur. Eva var svo með mér í yngri landsliðunum. Ég er í sambandi við marga markverði í deildinni, við erum ekki margar eftir út af höfuðhöggum og alls konar,“ sagði Sara. Þorir ekki annað en að hlýða mömmu Hún leikur með höfuðhlíf og kemst ekki upp með annað. „Mamma er forvarnafulltrúi og ég þori eiginlega ekki að gera neitt annað. Hún er mjög hörð á þessu,“ sagði Sara hlæjandi. Að öllu gamni slepptu hafa nokkrir markverðir dottið út að undanförnu vegna höfuðmeiðsla og Sara vill fyrir alla muni sleppa við það. „Ég hef alveg fengið höfuðhögg en sjö, níu, þrettán, verið heppin með batann eftir þau. Bara eftir þessa umræðu og sjá alla þessa markverði detta út svona ungar, ég er bara ekki til í að missa þau lífsgæði að geta hreyft mig,“ sagði Sara. Sjúkraflutningarnir draumur og búningurinn flottur Hún lætur sér ekki duga að spila handbolta og læra sjúkraflutningar heldur stundar hún einnig nám í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og er þar á öðru ári. „Ég er bara í sjúkraflutningum til að hafa örugglega nóg að gera, drepa sjálfan mann úr álagi,“ sagði Sara í léttum dúr. Sara er með mörg járn í eldinum.vísir/hulda margrét „Sjúkraflutningarnir koma bara óvænt inn. Það hefur alltaf verið draumur að prufa þetta. Ég sótti um og komst inn.“ Sara hlakkar til að komast í full sjúkraflutningaherklæði. „Ég bíð spennt eftir því. Þetta lúkkar andskoti vel,“ sagði markvörðurinn að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Blaðamaður Vísis náði í Söru í gær, í annarri tilraun en þegar hann ætlaði að ræða við hana eftir leikinn í Safamýrinni fékk hann þau skilaboð að hún væri farin á sjúkraflutningsnámskeið. „Ég þurfti að rjúka. Þetta var smá stress,“ sagði Sara. Hún er nú á fullu að afla sér grunnréttinda í sjúkraflutningum. „Við vorum að klára fyrstu lotuna. Þetta eru verklegar lotur sem eru alltaf um helgar. Síðan er hitt í fjarnámi. Loturnar eru fjórar og svo endar þetta með lokaprófi. Svo þurfum við að taka einhverjar vaktir á bílnum í starfsnámi. Þetta er mjög áhugavert.“ Sara segir að konur séu í miklum meirihluta í náminu. „Inni á starfsstaðnum eru þetta víst miklu fleiri karlar en á þessu námskeiði eru bara fjórir strákar í tuttugu manna hópi.“ Eins og fyrr sagði lék Sara óaðfinnanlega í stórleiknum gegn Val, varði jafnt og þétt allan tímann, alls 23 skot. „Ég náði að halda stressinu á réttum stað. Það er oft sem það flækist fyrir manni. Allt liðið kom tilbúið í leikinn, vörnin var sterk frá fyrstu mínútu og þá er alltaf gaman í markinu,“ sagði Sara en nokkrar af markvörslum hennar gegn Val má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vörslur Söru Sifjar gegn Val Fram gekk hreint til verks og kláraði leikinn í raun í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 19-8, Fram í vil. Lokatölur urðu svo 30-22. Fram í sinni bestu mynd „Við kláruðum leikinn fljótlega. Maður var aldrei stressaður að þær myndu ná okkur. Vörnin var alltaf til staðar þótt sóknin hafi ekki alveg gengið upp,“ sagði Sara og vísaði til þess að Fram skoraði ekki fyrr en á 10. mínútu seinni hálfleiks. Fram sýndi allar sínar bestu hliðar í leiknum, spilaði sterka vörn, fékk góða markvörslu og keyrði miskunnarlaust í bakið á Val. „Við vinnum út frá vörninni og fáum hraðaupphlaup. Þetta var mjög flottur leikur af okkar hálfu. Þetta var Fram í sinni bestu mynd,“ sagði Sara. Sara er uppalinn í Grafarvoginum og hóf ferilinn með Fjölni.vísir/vilhelm Nokkuð flakk hefur verið á Söru á undanförnum árum. Hún er uppalinn hjá Fjölni en gekk í raðir Fram 2018. Eftir eitt tímabil þar var hún lánuð til HK. Sara lék þar á síðasta tímabili og í upphafi þessa tímabils. En á meðan hléinu langa stóð var hún kölluð til baka í Fram eftir að Hafdís Renötudóttir fór til Svíþjóðar. „Ég hef fylgt Hafdísi. Þegar hún kemur, fer ég og þegar hún fer, kem ég,“ sagði Sara og hló. Stelpurnar treystu á mig Hún segir að dvölin hjá HK hafi gert sér gott, hún hafi verið í stóru hlutverki og þurft að standa sig. „Þetta var mjög gaman, líka að stelpurnar treystu á mig og maður fann fyrir því hversu stórt hlutverkið var. Ég græddi mjög mikið á þessu, að þurfa að halda haus heilan leik,“ sagði Sara. „Að vera fyrsti markvörður er allt annað en að þurfa alltaf að berjast fyrir sínu sæti. Þá þarf maður meira að hugsa út í allt liðið. Ég kem inn í Fram og þar er þetta 6-0 vörn sem gengur alltaf smurt fyrir sig. En í HK prufuðum við nýja vörn og þá fékk maður svolítið stórt hlutverk að stýra og stjórna,“ sagði Sara. Sara er ekki með hefðbundin markvarðanúmer. Hjá HK var hún í treyju númer átta en er í treyju númer tvö hjá Fram.vísir/vilhelm Hún fékk góðar fréttir í aðdraganda leiksins gegn Val þegar hún var valin í æfingahóp A-landsliðsins. „Ég var valin í B-landsliðshópinn og eftir það var markmiðið að komast strax í A-landsliðið. Þær æfðu alltaf á undan okkur og mig langaði að æfa í þeim hópi,“ sagði Sara. Ætlar að nýta færið Auk hennar voru markverðirnir Saga Sif Gísladóttir (Val) og Eva Dís Sigurðardóttir (Aftureldingu) valdar í landsliðshópinn. Engin þeirra á landsleik á ferilskránni. Margir markverðir hafa hrokkið úr skaftinu að undanförnu og því er dauðafæri fyrir markverði eins og Söru að festa sig í sessi í landsliðinu til frambúðar. „Þetta er kjörið tækifæri til þess. Markmiðið er að sýna mig og sanna í þessari æfingaviku,“ sagði Sara. Þær Saga þekkjast vel eftir að hafa spilað saman í Fjölni. „Við spiluðum þar saman í tvö tímabil. Við erum góðar vinkonur. Eva var svo með mér í yngri landsliðunum. Ég er í sambandi við marga markverði í deildinni, við erum ekki margar eftir út af höfuðhöggum og alls konar,“ sagði Sara. Þorir ekki annað en að hlýða mömmu Hún leikur með höfuðhlíf og kemst ekki upp með annað. „Mamma er forvarnafulltrúi og ég þori eiginlega ekki að gera neitt annað. Hún er mjög hörð á þessu,“ sagði Sara hlæjandi. Að öllu gamni slepptu hafa nokkrir markverðir dottið út að undanförnu vegna höfuðmeiðsla og Sara vill fyrir alla muni sleppa við það. „Ég hef alveg fengið höfuðhögg en sjö, níu, þrettán, verið heppin með batann eftir þau. Bara eftir þessa umræðu og sjá alla þessa markverði detta út svona ungar, ég er bara ekki til í að missa þau lífsgæði að geta hreyft mig,“ sagði Sara. Sjúkraflutningarnir draumur og búningurinn flottur Hún lætur sér ekki duga að spila handbolta og læra sjúkraflutningar heldur stundar hún einnig nám í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og er þar á öðru ári. „Ég er bara í sjúkraflutningum til að hafa örugglega nóg að gera, drepa sjálfan mann úr álagi,“ sagði Sara í léttum dúr. Sara er með mörg járn í eldinum.vísir/hulda margrét „Sjúkraflutningarnir koma bara óvænt inn. Það hefur alltaf verið draumur að prufa þetta. Ég sótti um og komst inn.“ Sara hlakkar til að komast í full sjúkraflutningaherklæði. „Ég bíð spennt eftir því. Þetta lúkkar andskoti vel,“ sagði markvörðurinn að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti