Fast land undir fótum Jón Steindór Valdimarsson skrifar 16. febrúar 2021 07:00 Nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi eru undirstaða framþróunar hvers samfélags. Þróttur í þessum greinum leiðir til fjölbreytni og þar með fleiri og styrkari stoða í atvinnulífinu. Stoðir sem byggja á hugviti og eiga möguleika á erlendum mörkuðum, skapa verðmæt störf og skila samfélaginu tekjum og stöðugleika. Allt stuðlar þetta að aukinni velsæld okkar allra ef vel er á málum haldið. Skilningur á þessum sannindum hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum hér á landi. Þar með skilningur á því að hið opinbera hafi hlutverki að gegna á þessu sviði með því að skapa hagfellda umgjörð og hvata fyrir þessa starfsemi, ekki síst fjárhagslegum. Þess sjást fjöldamörg dæmi og margt hefur verið vel gert. Hinu verður þó ekki neitað að það er helst þegar kreppir að og áföll verða sem þessi mál fá verðuga athygli um hríð en svo dofnar yfir. Það er eins og litið sé á uppbyggingu á þessu sviði sem bráðaaðgerð en ekki verkefni til langstíma. Núverandi ríkisstjórn er engin undantekning í þessum efnum. Hún hefur gert margt vel til þess að efla nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi en nær allt er það því marki brennt að vera tímabundnar ráðstafanir sem viðbragð við bráðavanda heimsfaraldursins. Frá þessum hugsunarhætti verðum við að hverfa. Eðli nýsköpunar, rannsókna, tækni og vísinda er þannig að þau sem fyrir þeirri starfsemi standa verða að geta horft allmörg ár fram í tímann í senn þegar kemur að stuðningi og umgjörð. Óvissan að öðru leyti er ærin og ekki á hana bætandi af hálfu stjórnvalda. Lögin um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki frá árinu 2009 hafa stuðlað að arðbærum rannsóknum og þróun. Fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki hafa náð góðum árangri, ekki síst fyrir tilstuðlan þessa kerfis. Óhætt er að segja að hörð alþjóðleg samkeppni ríki um staðsetningu og nýsköpunarfyrirtækja og um að koma á fót umhverfi sem skapar þeim tækifæri til áframhaldandi vaxtar. Hér á landi hefur það ekki síður verið áskorunin, að búa svo um hnútana að fyrirtæki geti haldið áfram að vaxa og dafna eftir að þeim hefur verið komið á fót. Nýsköpun og fjárfestingar henni tengdar eru langtímaverkefni og þess vegna skiptir máli að horft sé til langs tíma þegar stuðningur og ívilnanir eru ákveðnar. Þar má Ísland ekki vera eftirbátur. Viðreisn leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að gera bráðabirgðaráðstöfun ríkisstjórnarinnar varanlega. Að sérstakur frádráttur frá álögðum tekjuskatti og hámark kostnaðar við útreikning hans gildi ekki aðeins árin 2021 og 2022 heldur áfram, um ókomna tíð. Það er liður í því að nýsköpunarfyrirtæki fái fastara land undir fætur. Einn helsti kosturinn við að bæta núgildandi kerfi með varanlegum hætti er sá að þetta er leið sem er almenn en ekki sértæk. Hún krefst þess að fyrirtækin sjálf fjármagni leiðina í upphafi en færir þeim mikilvægt svigrúm til þess að taka aðeins meiri áhættu með fjárfestingu í rannsóknum og þróun. Það leiðir til þess til verða vel launuð störf í fyrirtækjunum sem skilar auknum skatttekjum. Fyrirtækin eflast, þau auka fjölbreytni í atvinnulífinu og skila þannig ávinningi til samfélagsins framförum, sköttum og atvinnusköpun. Ekki verður öðru trúað en að Alþingi taki vel undir þetta frumvarp og að það verði að lögum fyrir þinglok. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Nýsköpun Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi eru undirstaða framþróunar hvers samfélags. Þróttur í þessum greinum leiðir til fjölbreytni og þar með fleiri og styrkari stoða í atvinnulífinu. Stoðir sem byggja á hugviti og eiga möguleika á erlendum mörkuðum, skapa verðmæt störf og skila samfélaginu tekjum og stöðugleika. Allt stuðlar þetta að aukinni velsæld okkar allra ef vel er á málum haldið. Skilningur á þessum sannindum hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum hér á landi. Þar með skilningur á því að hið opinbera hafi hlutverki að gegna á þessu sviði með því að skapa hagfellda umgjörð og hvata fyrir þessa starfsemi, ekki síst fjárhagslegum. Þess sjást fjöldamörg dæmi og margt hefur verið vel gert. Hinu verður þó ekki neitað að það er helst þegar kreppir að og áföll verða sem þessi mál fá verðuga athygli um hríð en svo dofnar yfir. Það er eins og litið sé á uppbyggingu á þessu sviði sem bráðaaðgerð en ekki verkefni til langstíma. Núverandi ríkisstjórn er engin undantekning í þessum efnum. Hún hefur gert margt vel til þess að efla nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi en nær allt er það því marki brennt að vera tímabundnar ráðstafanir sem viðbragð við bráðavanda heimsfaraldursins. Frá þessum hugsunarhætti verðum við að hverfa. Eðli nýsköpunar, rannsókna, tækni og vísinda er þannig að þau sem fyrir þeirri starfsemi standa verða að geta horft allmörg ár fram í tímann í senn þegar kemur að stuðningi og umgjörð. Óvissan að öðru leyti er ærin og ekki á hana bætandi af hálfu stjórnvalda. Lögin um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki frá árinu 2009 hafa stuðlað að arðbærum rannsóknum og þróun. Fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki hafa náð góðum árangri, ekki síst fyrir tilstuðlan þessa kerfis. Óhætt er að segja að hörð alþjóðleg samkeppni ríki um staðsetningu og nýsköpunarfyrirtækja og um að koma á fót umhverfi sem skapar þeim tækifæri til áframhaldandi vaxtar. Hér á landi hefur það ekki síður verið áskorunin, að búa svo um hnútana að fyrirtæki geti haldið áfram að vaxa og dafna eftir að þeim hefur verið komið á fót. Nýsköpun og fjárfestingar henni tengdar eru langtímaverkefni og þess vegna skiptir máli að horft sé til langs tíma þegar stuðningur og ívilnanir eru ákveðnar. Þar má Ísland ekki vera eftirbátur. Viðreisn leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að gera bráðabirgðaráðstöfun ríkisstjórnarinnar varanlega. Að sérstakur frádráttur frá álögðum tekjuskatti og hámark kostnaðar við útreikning hans gildi ekki aðeins árin 2021 og 2022 heldur áfram, um ókomna tíð. Það er liður í því að nýsköpunarfyrirtæki fái fastara land undir fætur. Einn helsti kosturinn við að bæta núgildandi kerfi með varanlegum hætti er sá að þetta er leið sem er almenn en ekki sértæk. Hún krefst þess að fyrirtækin sjálf fjármagni leiðina í upphafi en færir þeim mikilvægt svigrúm til þess að taka aðeins meiri áhættu með fjárfestingu í rannsóknum og þróun. Það leiðir til þess til verða vel launuð störf í fyrirtækjunum sem skilar auknum skatttekjum. Fyrirtækin eflast, þau auka fjölbreytni í atvinnulífinu og skila þannig ávinningi til samfélagsins framförum, sköttum og atvinnusköpun. Ekki verður öðru trúað en að Alþingi taki vel undir þetta frumvarp og að það verði að lögum fyrir þinglok. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun