Fast land undir fótum Jón Steindór Valdimarsson skrifar 16. febrúar 2021 07:00 Nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi eru undirstaða framþróunar hvers samfélags. Þróttur í þessum greinum leiðir til fjölbreytni og þar með fleiri og styrkari stoða í atvinnulífinu. Stoðir sem byggja á hugviti og eiga möguleika á erlendum mörkuðum, skapa verðmæt störf og skila samfélaginu tekjum og stöðugleika. Allt stuðlar þetta að aukinni velsæld okkar allra ef vel er á málum haldið. Skilningur á þessum sannindum hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum hér á landi. Þar með skilningur á því að hið opinbera hafi hlutverki að gegna á þessu sviði með því að skapa hagfellda umgjörð og hvata fyrir þessa starfsemi, ekki síst fjárhagslegum. Þess sjást fjöldamörg dæmi og margt hefur verið vel gert. Hinu verður þó ekki neitað að það er helst þegar kreppir að og áföll verða sem þessi mál fá verðuga athygli um hríð en svo dofnar yfir. Það er eins og litið sé á uppbyggingu á þessu sviði sem bráðaaðgerð en ekki verkefni til langstíma. Núverandi ríkisstjórn er engin undantekning í þessum efnum. Hún hefur gert margt vel til þess að efla nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi en nær allt er það því marki brennt að vera tímabundnar ráðstafanir sem viðbragð við bráðavanda heimsfaraldursins. Frá þessum hugsunarhætti verðum við að hverfa. Eðli nýsköpunar, rannsókna, tækni og vísinda er þannig að þau sem fyrir þeirri starfsemi standa verða að geta horft allmörg ár fram í tímann í senn þegar kemur að stuðningi og umgjörð. Óvissan að öðru leyti er ærin og ekki á hana bætandi af hálfu stjórnvalda. Lögin um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki frá árinu 2009 hafa stuðlað að arðbærum rannsóknum og þróun. Fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki hafa náð góðum árangri, ekki síst fyrir tilstuðlan þessa kerfis. Óhætt er að segja að hörð alþjóðleg samkeppni ríki um staðsetningu og nýsköpunarfyrirtækja og um að koma á fót umhverfi sem skapar þeim tækifæri til áframhaldandi vaxtar. Hér á landi hefur það ekki síður verið áskorunin, að búa svo um hnútana að fyrirtæki geti haldið áfram að vaxa og dafna eftir að þeim hefur verið komið á fót. Nýsköpun og fjárfestingar henni tengdar eru langtímaverkefni og þess vegna skiptir máli að horft sé til langs tíma þegar stuðningur og ívilnanir eru ákveðnar. Þar má Ísland ekki vera eftirbátur. Viðreisn leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að gera bráðabirgðaráðstöfun ríkisstjórnarinnar varanlega. Að sérstakur frádráttur frá álögðum tekjuskatti og hámark kostnaðar við útreikning hans gildi ekki aðeins árin 2021 og 2022 heldur áfram, um ókomna tíð. Það er liður í því að nýsköpunarfyrirtæki fái fastara land undir fætur. Einn helsti kosturinn við að bæta núgildandi kerfi með varanlegum hætti er sá að þetta er leið sem er almenn en ekki sértæk. Hún krefst þess að fyrirtækin sjálf fjármagni leiðina í upphafi en færir þeim mikilvægt svigrúm til þess að taka aðeins meiri áhættu með fjárfestingu í rannsóknum og þróun. Það leiðir til þess til verða vel launuð störf í fyrirtækjunum sem skilar auknum skatttekjum. Fyrirtækin eflast, þau auka fjölbreytni í atvinnulífinu og skila þannig ávinningi til samfélagsins framförum, sköttum og atvinnusköpun. Ekki verður öðru trúað en að Alþingi taki vel undir þetta frumvarp og að það verði að lögum fyrir þinglok. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Nýsköpun Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi eru undirstaða framþróunar hvers samfélags. Þróttur í þessum greinum leiðir til fjölbreytni og þar með fleiri og styrkari stoða í atvinnulífinu. Stoðir sem byggja á hugviti og eiga möguleika á erlendum mörkuðum, skapa verðmæt störf og skila samfélaginu tekjum og stöðugleika. Allt stuðlar þetta að aukinni velsæld okkar allra ef vel er á málum haldið. Skilningur á þessum sannindum hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum hér á landi. Þar með skilningur á því að hið opinbera hafi hlutverki að gegna á þessu sviði með því að skapa hagfellda umgjörð og hvata fyrir þessa starfsemi, ekki síst fjárhagslegum. Þess sjást fjöldamörg dæmi og margt hefur verið vel gert. Hinu verður þó ekki neitað að það er helst þegar kreppir að og áföll verða sem þessi mál fá verðuga athygli um hríð en svo dofnar yfir. Það er eins og litið sé á uppbyggingu á þessu sviði sem bráðaaðgerð en ekki verkefni til langstíma. Núverandi ríkisstjórn er engin undantekning í þessum efnum. Hún hefur gert margt vel til þess að efla nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi en nær allt er það því marki brennt að vera tímabundnar ráðstafanir sem viðbragð við bráðavanda heimsfaraldursins. Frá þessum hugsunarhætti verðum við að hverfa. Eðli nýsköpunar, rannsókna, tækni og vísinda er þannig að þau sem fyrir þeirri starfsemi standa verða að geta horft allmörg ár fram í tímann í senn þegar kemur að stuðningi og umgjörð. Óvissan að öðru leyti er ærin og ekki á hana bætandi af hálfu stjórnvalda. Lögin um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki frá árinu 2009 hafa stuðlað að arðbærum rannsóknum og þróun. Fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki hafa náð góðum árangri, ekki síst fyrir tilstuðlan þessa kerfis. Óhætt er að segja að hörð alþjóðleg samkeppni ríki um staðsetningu og nýsköpunarfyrirtækja og um að koma á fót umhverfi sem skapar þeim tækifæri til áframhaldandi vaxtar. Hér á landi hefur það ekki síður verið áskorunin, að búa svo um hnútana að fyrirtæki geti haldið áfram að vaxa og dafna eftir að þeim hefur verið komið á fót. Nýsköpun og fjárfestingar henni tengdar eru langtímaverkefni og þess vegna skiptir máli að horft sé til langs tíma þegar stuðningur og ívilnanir eru ákveðnar. Þar má Ísland ekki vera eftirbátur. Viðreisn leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að gera bráðabirgðaráðstöfun ríkisstjórnarinnar varanlega. Að sérstakur frádráttur frá álögðum tekjuskatti og hámark kostnaðar við útreikning hans gildi ekki aðeins árin 2021 og 2022 heldur áfram, um ókomna tíð. Það er liður í því að nýsköpunarfyrirtæki fái fastara land undir fætur. Einn helsti kosturinn við að bæta núgildandi kerfi með varanlegum hætti er sá að þetta er leið sem er almenn en ekki sértæk. Hún krefst þess að fyrirtækin sjálf fjármagni leiðina í upphafi en færir þeim mikilvægt svigrúm til þess að taka aðeins meiri áhættu með fjárfestingu í rannsóknum og þróun. Það leiðir til þess til verða vel launuð störf í fyrirtækjunum sem skilar auknum skatttekjum. Fyrirtækin eflast, þau auka fjölbreytni í atvinnulífinu og skila þannig ávinningi til samfélagsins framförum, sköttum og atvinnusköpun. Ekki verður öðru trúað en að Alþingi taki vel undir þetta frumvarp og að það verði að lögum fyrir þinglok. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun