Hverju munar um 100.000 krónur? Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. febrúar 2021 08:00 Við sjáum fyrir okkur stóra lottóvinninginn sem fjárhæð sem myndi gjörbreyta lífi okkar. En eins og Laddi sagði þegar hann stýrði Skrælingjalottói í Imbakassanum á sínum tíma þá vinnur aldrei neinn. Það er því ekki stóri vinningurinn sem mestu munar um en tiltölulega lítil fjárhæð getur þó haft afgerandi áhrif á fjárhag okkar, ef við beitum henni með skynsamlegum hætti. Neysluskuldir eru lúmskar Neysluskuldir köllum við þessi litlu hversdagslegu lán. Það getur sem dæmi verið yfirdráttur, greiðsludreifing í verslun, raðgreiðslur eða dreifing greiðslukortareiknings. Hvað svo sem við kjósum að kalla slíkt hafa kaup í dag sem greidd eru síðar þau áhrif að við borgum meira fyrir vörur og þjónustu en verðmiðinn segir til um. Hlutirnir fara að kosta meira en þeir eiga og þurfa að kosta. Þegar við venjum okkur á slíkt geta vaxtagreiðslur og ýmiss kostnaður með tímanum vegið ansi þungt á okkur, auk þess sem greiða þarf lánin upp fyrr eða síðar. Í slíkum aðstæðum má ekkert út af bregða í heimilisfjármálunum og komi eitthvað upp á er ef til vill ekkert í stöðunni annað en að bæta enn við skuldirnar. Þessu fylgir óöryggi og óþægilegur hnútur í maganum en ekki síst bágari fjárhagur sem versnar bara með árunum. Bara ef það væri nú hægt að draga úr þörfinni fyrir slíka skuldsetningu með einhverjum hætti. Bólusetning við neyslulánasöfnun Það segir sig sjálft að svigrúm fólks til að spara er mjög misjafnt. Margir eiga í fullu fangi með að hafa í sig og á, ekki síst í dag þegar atvinnuleysi er í met hæðum. En sé eitthvað svigrúm til staðar má freista þess að laga stöðuna með skipulögðum hætti. Fyrsta skrefið er að reyna að greiða upp þau neyslulán sem þegar hafa verið tekin, eins fljótt og kostur er. Það getur krafist fórna um skeið en kemur til með að borga sig. Því næst söfnum við í varasjóð sem haldið er aðskildum öðrum sparnaði. Þá fjármuni grípum við í ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þetta geta sem dæmi verið 100.000 krónur eða önnur fjárhæð sem ykkur þykir líklegt að geti komið sér vel svo sem ef eitthvað bilar, skemmtileg tækifæri bjóðast eða í dýrum mánuðum á borð við desember. Þegar gengið er á varasjóðinn hefjumst við handa við að fylla hann að nýju. Þegar við temjum okkur að viðhalda slíkum varasjóði ætti tilefnum til að taka dýr neyslulán og dreifa greiðslum að geta fækkað umtalsvert, með tilheyrandi sparnaði. Þessi 100.000 króna varasparnaður getur því reynst okkur geysilega verðmætur eftir því sem árin líða. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Við sjáum fyrir okkur stóra lottóvinninginn sem fjárhæð sem myndi gjörbreyta lífi okkar. En eins og Laddi sagði þegar hann stýrði Skrælingjalottói í Imbakassanum á sínum tíma þá vinnur aldrei neinn. Það er því ekki stóri vinningurinn sem mestu munar um en tiltölulega lítil fjárhæð getur þó haft afgerandi áhrif á fjárhag okkar, ef við beitum henni með skynsamlegum hætti. Neysluskuldir eru lúmskar Neysluskuldir köllum við þessi litlu hversdagslegu lán. Það getur sem dæmi verið yfirdráttur, greiðsludreifing í verslun, raðgreiðslur eða dreifing greiðslukortareiknings. Hvað svo sem við kjósum að kalla slíkt hafa kaup í dag sem greidd eru síðar þau áhrif að við borgum meira fyrir vörur og þjónustu en verðmiðinn segir til um. Hlutirnir fara að kosta meira en þeir eiga og þurfa að kosta. Þegar við venjum okkur á slíkt geta vaxtagreiðslur og ýmiss kostnaður með tímanum vegið ansi þungt á okkur, auk þess sem greiða þarf lánin upp fyrr eða síðar. Í slíkum aðstæðum má ekkert út af bregða í heimilisfjármálunum og komi eitthvað upp á er ef til vill ekkert í stöðunni annað en að bæta enn við skuldirnar. Þessu fylgir óöryggi og óþægilegur hnútur í maganum en ekki síst bágari fjárhagur sem versnar bara með árunum. Bara ef það væri nú hægt að draga úr þörfinni fyrir slíka skuldsetningu með einhverjum hætti. Bólusetning við neyslulánasöfnun Það segir sig sjálft að svigrúm fólks til að spara er mjög misjafnt. Margir eiga í fullu fangi með að hafa í sig og á, ekki síst í dag þegar atvinnuleysi er í met hæðum. En sé eitthvað svigrúm til staðar má freista þess að laga stöðuna með skipulögðum hætti. Fyrsta skrefið er að reyna að greiða upp þau neyslulán sem þegar hafa verið tekin, eins fljótt og kostur er. Það getur krafist fórna um skeið en kemur til með að borga sig. Því næst söfnum við í varasjóð sem haldið er aðskildum öðrum sparnaði. Þá fjármuni grípum við í ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þetta geta sem dæmi verið 100.000 krónur eða önnur fjárhæð sem ykkur þykir líklegt að geti komið sér vel svo sem ef eitthvað bilar, skemmtileg tækifæri bjóðast eða í dýrum mánuðum á borð við desember. Þegar gengið er á varasjóðinn hefjumst við handa við að fylla hann að nýju. Þegar við temjum okkur að viðhalda slíkum varasjóði ætti tilefnum til að taka dýr neyslulán og dreifa greiðslum að geta fækkað umtalsvert, með tilheyrandi sparnaði. Þessi 100.000 króna varasparnaður getur því reynst okkur geysilega verðmætur eftir því sem árin líða. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun