Segir Valsmenn í djúpum andlegum dal Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2021 17:00 Theodór Ingi Pálmason og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir stóru málin í Seinni bylgjunni í gær. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja Valsmenn ekki eiga sér neinar málsbætur eftir tapið slæma gegn Stjörnunni í gær, í Olís-deild karla í handbolta. Valur hefur nú tapað gegn Fram, Selfossi og Stjörnunni eftir að keppni hófst að nýju undir lok janúar, en unnið Þór Akureyri og Gróttu. Fjóra sterka leikmenn vantar í lið Vals, þá Agnar Smára Jónsson, Róbert Aron Hostert, Tjörva Tý Gíslason og Þorgils Jón Svölu Baldursson „Þetta er búið að vera dapurt eftir pásuna. Jú, jú, það eru menn í meiðslum og svona en mér finnst það ekki nein afsökun. Þú ert með Magnús Óla þarna, Tuma Stein, Anton Rúnarsson. Þetta eru leikmenn sem eiga að vera með nægilega mikil gæði til að gera þetta betur,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Slakar sóknir Vals Magnús Óli Magnússon, sem lék með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi í síðasta mánuði, var langt frá sínu besta í gær: „Þó að hann hafi endað með sex mörk þá var hann hræðilegur í þessum leik í 50 mínútur. Hann skoraði þrjú mörk þarna í lokin þegar leikurinn var búinn. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi þarna. Hvort þetta sé eitthvað andlegt eða hvað. Það er ekki hægt að skrifa þetta á að það vanti Róbert og Agnar Smára,“ sagði Theodór. En það er ekki bara sóknarleikur Vals sem mætti vera betri: „Ég held að þetta einskorðist ekki bara við sóknarleikinn, þó að hann sé skelfilegur. Varnarleikurinn var eiginlega alveg jafnskelfilegur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, og bætti við: „Þá er þetta mjög líklega eitthvað andlegt. Þeir eru í einhverjum djúpum, andlegum dal. Vantar eitthvað sjálfstraust. Einhvern neista. Það er eitthvað sem að þjálfararnir eru væntanlega mikið að vinna í. En hverjir eru leiðtogarnir í liðinu og hvernig eru þeir að draga þetta áfram?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Patrekur með gott tak á Snorra Steini Patrekur Jóhannesson stýrði Stjörnunni til sannfærandi sigurs á móti Val í Olís deild karla í handbolta í gær og hélt þar með í þá hefð sína að fagna sigri á móti Snorra Steini Guðjónssyni. 16. febrúar 2021 12:00 Snorri Steinn: Ömurleg frammistaða og okkur ekki til sóma Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var þungur á brún eftir tapið stóra fyrir Stjörnunni í kvöld, 27-35. 15. febrúar 2021 20:17 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 27-35 | Stjörnumenn rústuðu Valsmönnum Stjörnumenn gerðu góða ferð á Hlíðarenda og rúlluðu yfir Valsmenn, 27-35, í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 15. febrúar 2021 20:30 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Fjóra sterka leikmenn vantar í lið Vals, þá Agnar Smára Jónsson, Róbert Aron Hostert, Tjörva Tý Gíslason og Þorgils Jón Svölu Baldursson „Þetta er búið að vera dapurt eftir pásuna. Jú, jú, það eru menn í meiðslum og svona en mér finnst það ekki nein afsökun. Þú ert með Magnús Óla þarna, Tuma Stein, Anton Rúnarsson. Þetta eru leikmenn sem eiga að vera með nægilega mikil gæði til að gera þetta betur,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Slakar sóknir Vals Magnús Óli Magnússon, sem lék með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi í síðasta mánuði, var langt frá sínu besta í gær: „Þó að hann hafi endað með sex mörk þá var hann hræðilegur í þessum leik í 50 mínútur. Hann skoraði þrjú mörk þarna í lokin þegar leikurinn var búinn. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi þarna. Hvort þetta sé eitthvað andlegt eða hvað. Það er ekki hægt að skrifa þetta á að það vanti Róbert og Agnar Smára,“ sagði Theodór. En það er ekki bara sóknarleikur Vals sem mætti vera betri: „Ég held að þetta einskorðist ekki bara við sóknarleikinn, þó að hann sé skelfilegur. Varnarleikurinn var eiginlega alveg jafnskelfilegur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, og bætti við: „Þá er þetta mjög líklega eitthvað andlegt. Þeir eru í einhverjum djúpum, andlegum dal. Vantar eitthvað sjálfstraust. Einhvern neista. Það er eitthvað sem að þjálfararnir eru væntanlega mikið að vinna í. En hverjir eru leiðtogarnir í liðinu og hvernig eru þeir að draga þetta áfram?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Patrekur með gott tak á Snorra Steini Patrekur Jóhannesson stýrði Stjörnunni til sannfærandi sigurs á móti Val í Olís deild karla í handbolta í gær og hélt þar með í þá hefð sína að fagna sigri á móti Snorra Steini Guðjónssyni. 16. febrúar 2021 12:00 Snorri Steinn: Ömurleg frammistaða og okkur ekki til sóma Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var þungur á brún eftir tapið stóra fyrir Stjörnunni í kvöld, 27-35. 15. febrúar 2021 20:17 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 27-35 | Stjörnumenn rústuðu Valsmönnum Stjörnumenn gerðu góða ferð á Hlíðarenda og rúlluðu yfir Valsmenn, 27-35, í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 15. febrúar 2021 20:30 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Patrekur með gott tak á Snorra Steini Patrekur Jóhannesson stýrði Stjörnunni til sannfærandi sigurs á móti Val í Olís deild karla í handbolta í gær og hélt þar með í þá hefð sína að fagna sigri á móti Snorra Steini Guðjónssyni. 16. febrúar 2021 12:00
Snorri Steinn: Ömurleg frammistaða og okkur ekki til sóma Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var þungur á brún eftir tapið stóra fyrir Stjörnunni í kvöld, 27-35. 15. febrúar 2021 20:17
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 27-35 | Stjörnumenn rústuðu Valsmönnum Stjörnumenn gerðu góða ferð á Hlíðarenda og rúlluðu yfir Valsmenn, 27-35, í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 15. febrúar 2021 20:30
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti