Gefa þarf verulega í við uppbyggingu vegakerfisins Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2021 19:21 Þrátt fyrir aukin framlög til uppbyggingar innviða að undanförnu er enn uppsöfnuð þörf á framkvæmdum upp á fjögur hundruð og tuttugu milljarða króna á næstu tíu árum. Útlit er fyrir óbreytt ástand á mörgum sviðum og að staðan versni varðandi hafnir og innanlandsflugvelli. Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í morgun skýrslu sína um framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi en samtökin birtu fyrstu skýrslu sama efnis árið 2017. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir lítið hafa breyst á fjórum árum. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir mikla uppsafnaða viðhaldsþörf í vegakerfinu ekkert breytast á næstu tíu árum miðað við áætlanir.Stöð 2/Sigurjón „Við sjáum að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi er 420 milljarðar króna eða 14,5 prósent af landsframleiðslu. Þetta er viðlíka stórt verkefni og var í skýrslunni okkar 2017. Þannig að staðan hefur ekkert batnað, því miður,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Á skalanum einum til fimm er ástand innviða að mati skýrsluhöfunda að meðaltali þrír en síðast töldu þrír liðirnir fá tvo í einkun í skýrslunni. Mest munar um þörf upp á 110 milljarða í þjóðvegi landsins, 50 til 70 millljarða í vegi á könnu sveitarfélaga og 50 til 85 milljarða í fráveitukerfi. Af samanlagt 420 milljörðum færu 26 prósent í þjóðvegina, 16 prósent í fráveitur og 14 prósent í sveitarfélagavegi. „Og þeir eru með rétt um 57 prósent af heildar uppsafnaðri viðhaldsþörf í öllu innviðakerfinu. Sem sýnir að ástandið á þessum innviðum er sérstaklega slæmt,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Framlög til innviðauppbyggingar lækkuðu strax í árið 2009 sem hlutfall af landsframleiðslu eftir efnahagshrunið 2008. Framlögin náðu síðan ekki meðaltali fyrri ára fyrr en í upphafi árs 2018. Blá örin á þessari mynd vísar til ársins 2009 þegar framlög hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu til innviða lækkaði undir meðaltal áranna frá 1996.samtök iðnaðarins „Við fengum sérfræðinga til að meta horfur til næstu tíu ára. Þar kemur fram til að mynda varðandi vegakerfið; þjóðvegina og sveitarfélagavegina að þeir fá það mati að það muni ekkert breytast. Ástandið á þeim bæ til næstu tíu ára. Það horfir aðeins betur við með fráveitukerfið. Þar er útlit fyrir að ástandið muni batna. Jafnvel verulega litið til næstu tíu ára,“ segir Ingólfur Bender. Það eru sjö mánuðir til alþingiskosninga hinn 25. september í haust. Í hádegisfréttum Bylgjunna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra að stjórnvöld hefðu aukið framlög til innviðauppbyggingar mjög mikið. Það biði engu að síður næstu ríkisstjórnar að setja enn meiri fjármuni í viðhaldsframkvæmdir á vegakerfinu. „Já, ég er ekki í neinum vafa um það. Við höfum verið að leggja áherslu á það á þessu kjörtímabili að setja annars vegar fjármagn í þessi mál beint frá ríkissjóði og hins vegar horft út fyrir boxið með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Við förum líka aðrar leiðir í fjármögnun sem og samvinnuleiðirnar og ég er sannfærður um að menn verða að horfa í vaxandi mæli í þessa átt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í morgun skýrslu sína um framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi en samtökin birtu fyrstu skýrslu sama efnis árið 2017. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir lítið hafa breyst á fjórum árum. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir mikla uppsafnaða viðhaldsþörf í vegakerfinu ekkert breytast á næstu tíu árum miðað við áætlanir.Stöð 2/Sigurjón „Við sjáum að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi er 420 milljarðar króna eða 14,5 prósent af landsframleiðslu. Þetta er viðlíka stórt verkefni og var í skýrslunni okkar 2017. Þannig að staðan hefur ekkert batnað, því miður,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Á skalanum einum til fimm er ástand innviða að mati skýrsluhöfunda að meðaltali þrír en síðast töldu þrír liðirnir fá tvo í einkun í skýrslunni. Mest munar um þörf upp á 110 milljarða í þjóðvegi landsins, 50 til 70 millljarða í vegi á könnu sveitarfélaga og 50 til 85 milljarða í fráveitukerfi. Af samanlagt 420 milljörðum færu 26 prósent í þjóðvegina, 16 prósent í fráveitur og 14 prósent í sveitarfélagavegi. „Og þeir eru með rétt um 57 prósent af heildar uppsafnaðri viðhaldsþörf í öllu innviðakerfinu. Sem sýnir að ástandið á þessum innviðum er sérstaklega slæmt,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Framlög til innviðauppbyggingar lækkuðu strax í árið 2009 sem hlutfall af landsframleiðslu eftir efnahagshrunið 2008. Framlögin náðu síðan ekki meðaltali fyrri ára fyrr en í upphafi árs 2018. Blá örin á þessari mynd vísar til ársins 2009 þegar framlög hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu til innviða lækkaði undir meðaltal áranna frá 1996.samtök iðnaðarins „Við fengum sérfræðinga til að meta horfur til næstu tíu ára. Þar kemur fram til að mynda varðandi vegakerfið; þjóðvegina og sveitarfélagavegina að þeir fá það mati að það muni ekkert breytast. Ástandið á þeim bæ til næstu tíu ára. Það horfir aðeins betur við með fráveitukerfið. Þar er útlit fyrir að ástandið muni batna. Jafnvel verulega litið til næstu tíu ára,“ segir Ingólfur Bender. Það eru sjö mánuðir til alþingiskosninga hinn 25. september í haust. Í hádegisfréttum Bylgjunna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra að stjórnvöld hefðu aukið framlög til innviðauppbyggingar mjög mikið. Það biði engu að síður næstu ríkisstjórnar að setja enn meiri fjármuni í viðhaldsframkvæmdir á vegakerfinu. „Já, ég er ekki í neinum vafa um það. Við höfum verið að leggja áherslu á það á þessu kjörtímabili að setja annars vegar fjármagn í þessi mál beint frá ríkissjóði og hins vegar horft út fyrir boxið með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Við förum líka aðrar leiðir í fjármögnun sem og samvinnuleiðirnar og ég er sannfærður um að menn verða að horfa í vaxandi mæli í þessa átt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira