Af hverju treystir heilbrigðisráðherra ekki sérfræðingum? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 07:31 Læknafélag Íslands hefur nú ályktað að með flutningi rannsóknarhluta krabbameinsskimana í leghálsi séu mikilvæg sérhæfð störf flutt úr landi. Það er líka álit Félags íslenskra kvensjúkdóma og fæðingarlækna, Félags rannsóknarlækna, Embættis landlæknis og meirihluta fagráðs um skimun fyrir leghálskrabbameini. Gegn áliti allra þessara fagaðila fór ráðherra. Þessir fagaðilar vilja að allir þættir skimunarferlisins verði framkvæmdir hérlendis. Enn vantar niðurstöður úr 90% þeirra leghálssýna sem send hafa verið til Danmerkur síðan heilsugæslan tók við skimun um áramótin. Forstjóri heilsugæslunnar lýsti áhyggjum af seinagangi. Áður hefur komið fram að 15 prósent kvenna þurfa að fara aftur í sýnatöku vegna þess hvernig staðið var að yfirfærslu. Í Læknablaðinu lýsir Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi prófessor og forstöðulæknir kvennadeildar Landspítalans efasemdum um þessar fyrirkomulagi á legháls- og brjóstakrabbameinsleit. Hann óttast að mikilvæg þekking glatist hérlendis. Það er orðið sjálfstætt viðfangsefni að efla traust fólks og ekki síst að efla traust kvenna til þessa kerfis í ljósi þess hvernig að þessu hefur verið staðið. Það er tímabært að rýna málið, forsendur og afleiðingar. Mörgum brá þegar breytingar voru gerðar á skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi. Eftir hörð viðbrögð við því að ætla að hefja skimun fyrir brjótakrabbameini við 50 ára aldur í stað 40 ára tilkynnti heilbrigðisráðherra að fresta ætti gildistökunni hvað varðar aldursviðmið brjóstaskimana. Ákvörðun stjórnvalda um skimun leghálskrabbameins stendur hins vegar. Almenningur hefur enn litlar röksemdir heyrt um ástæður þess að nú eigi að skima fyrir leghálskrabbameini á 5 ára fresti í stað 3 ára eða hvers vegna það er betra að heilsugæslan sinni þessu verkefni nú. Almenningur hefur ekki heldur heyrt hvers vegna það þykir betra að rannsóknarstofa í Danmörku rannsaki sýnin. Alveg hefur vantað að útskýra hvers vegna Landspítalinn má ekki greina þessi sýni eða hvort stjórnvöld leituðu yfirleitt til Landspítalans um að sinna þessu verkefni. Hvers vegna er betra fyrir almenning að þetta verkefni flytjist til Danmerkur? Allt bendir til þess að undirbúningur þessa flutnings hafi verið illa unninn. Nú síðast heyrist í umræðunni að konur sem eru vanar að fara til kvensjúkdómalæknis í skimun fyrir leghálskrabbameini og vilja gera það áfram munu greiða fyrir það fullt gjald en þær sem leita til heilsugæslunnar greiði lægra gjald. Stefnan er að allar konur eigi að fara á heilsugæsluna. Raunverulegt valfrelsi verður því ekki til staðar, nema fyrir þær konur sem geta og vilja greiða hærra gjald fyrir grundvallarheilbrigðisþjónustu. Konur sem eiga erfiða eða sára reynslu af meðgöngu og fæðingu, vegna kynferðisofbeldis eða af öðrum ástæðum þekkja vel hversu miklir skiptir að skoðunin fari fram af lækni sem hefur innsýn í þær aðstæður. Þær aðstæður eru fyrir hendi hjá kvensjúkdómalækninum sem þekkir sögu konunnar. Sú breyting að færa þessa skoðun til heilsugæslunnar er í mínum huga afturför. Við erum einfaldlega komin á þann stað að traustið er laskað. Og það þarf að skoða þetta mál og ferlið allt til þess að endurheimta þetta traust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Viðreisn Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur nú ályktað að með flutningi rannsóknarhluta krabbameinsskimana í leghálsi séu mikilvæg sérhæfð störf flutt úr landi. Það er líka álit Félags íslenskra kvensjúkdóma og fæðingarlækna, Félags rannsóknarlækna, Embættis landlæknis og meirihluta fagráðs um skimun fyrir leghálskrabbameini. Gegn áliti allra þessara fagaðila fór ráðherra. Þessir fagaðilar vilja að allir þættir skimunarferlisins verði framkvæmdir hérlendis. Enn vantar niðurstöður úr 90% þeirra leghálssýna sem send hafa verið til Danmerkur síðan heilsugæslan tók við skimun um áramótin. Forstjóri heilsugæslunnar lýsti áhyggjum af seinagangi. Áður hefur komið fram að 15 prósent kvenna þurfa að fara aftur í sýnatöku vegna þess hvernig staðið var að yfirfærslu. Í Læknablaðinu lýsir Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi prófessor og forstöðulæknir kvennadeildar Landspítalans efasemdum um þessar fyrirkomulagi á legháls- og brjóstakrabbameinsleit. Hann óttast að mikilvæg þekking glatist hérlendis. Það er orðið sjálfstætt viðfangsefni að efla traust fólks og ekki síst að efla traust kvenna til þessa kerfis í ljósi þess hvernig að þessu hefur verið staðið. Það er tímabært að rýna málið, forsendur og afleiðingar. Mörgum brá þegar breytingar voru gerðar á skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi. Eftir hörð viðbrögð við því að ætla að hefja skimun fyrir brjótakrabbameini við 50 ára aldur í stað 40 ára tilkynnti heilbrigðisráðherra að fresta ætti gildistökunni hvað varðar aldursviðmið brjóstaskimana. Ákvörðun stjórnvalda um skimun leghálskrabbameins stendur hins vegar. Almenningur hefur enn litlar röksemdir heyrt um ástæður þess að nú eigi að skima fyrir leghálskrabbameini á 5 ára fresti í stað 3 ára eða hvers vegna það er betra að heilsugæslan sinni þessu verkefni nú. Almenningur hefur ekki heldur heyrt hvers vegna það þykir betra að rannsóknarstofa í Danmörku rannsaki sýnin. Alveg hefur vantað að útskýra hvers vegna Landspítalinn má ekki greina þessi sýni eða hvort stjórnvöld leituðu yfirleitt til Landspítalans um að sinna þessu verkefni. Hvers vegna er betra fyrir almenning að þetta verkefni flytjist til Danmerkur? Allt bendir til þess að undirbúningur þessa flutnings hafi verið illa unninn. Nú síðast heyrist í umræðunni að konur sem eru vanar að fara til kvensjúkdómalæknis í skimun fyrir leghálskrabbameini og vilja gera það áfram munu greiða fyrir það fullt gjald en þær sem leita til heilsugæslunnar greiði lægra gjald. Stefnan er að allar konur eigi að fara á heilsugæsluna. Raunverulegt valfrelsi verður því ekki til staðar, nema fyrir þær konur sem geta og vilja greiða hærra gjald fyrir grundvallarheilbrigðisþjónustu. Konur sem eiga erfiða eða sára reynslu af meðgöngu og fæðingu, vegna kynferðisofbeldis eða af öðrum ástæðum þekkja vel hversu miklir skiptir að skoðunin fari fram af lækni sem hefur innsýn í þær aðstæður. Þær aðstæður eru fyrir hendi hjá kvensjúkdómalækninum sem þekkir sögu konunnar. Sú breyting að færa þessa skoðun til heilsugæslunnar er í mínum huga afturför. Við erum einfaldlega komin á þann stað að traustið er laskað. Og það þarf að skoða þetta mál og ferlið allt til þess að endurheimta þetta traust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun