Hildur Björg og Daniela Wallen báðar með stórleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2021 16:01 Hildur Björg Kjartansdóttir var í stuði á móti Fjölni í gær og sést hér skora eina af körfum sínum í leiknum. Vísir/Elín Keflavík, Valur, Haukar og Skallagrímur fögnuðu öll sigri í leikjum sínum í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær en Gaupi fór yfir leiki gærkvöldsins. Keflavíkurkonur hafa unnið alla sjö leiki sína á tímabilinu og hafa tveggja stiga forskot á næstu þrjú lið sem eru Valur, Haukar og Fjölnir. Valur og Haukar komust upp fyrir Fjölni með sigri sínum í gær. Guðjón Guðmundsson útbjó samantekt með leikjum gærkvöldsins sem sjá má hér fyrir neðan. Hildur Björg Kjartansdóttir átti frábæran leik þegar Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sautján stiga sigur á nýliðum Fjölnis, 74-57. Valskonur enduðu þar með þriggja leikja sigurgöngu Grafarvogsliðsins. Hildur Björg var með 28 stig og 13 fráköst í leiknum en hún hitti úr 69 prósent skota sinna. Kiana Johnson og Helena Sverrisdóttir voru báðar með tvennur, Kiana með 14 stig og 10 stoðsendingar en Helena með 10 stig og 12 fráköst. Valsliðið náði þar með að bæta fyrir tapið á móti Fjölni í haust og ná um leið betri stöðu í innbyrðis leikjum liðanna. Ariel Hearn var með 27 stig og 12 fráköst fyrir Fjölni. Klippa: 10. umferð Domino´s deildar kvenna Daniela Wallen og félagar í Keflavíkurliðinu eru áfram ósigraðar eftir 91-79 sigur Keflavíkurliðsins í Stykkishólmi. Wallen var með 37 stig, 17 fráköst og 7 stolna bolta í leiknum en Katla Rún Garðarsdóttir bætti við 16 stigum og Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 14 stig. Fimm leikmenn Keflavíkurliðsins voru með tvo þrista eða fleiri í leiknum þar á meðal systurnar Anna Ingunn og Agnes Marís Svansdætur. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 17 stig og Eva Margrét Kristjánsdóttir var með 14 stig þegar Haukar unnu tíu stiga sigur á Breiðabliki í Smáranum, 70-60. Bríet Sif Hinriksdóttir (10 stig) og Lovísa Björt Henningsdóttir (10 stig) skoruðu einnig yfir tíu stig en hin bandaríska Alyesha Lovett var með 8 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Blikar léku án bandaríska leikmannsins síns Jessicu Kay Loera í leiknum sem er meidd á ökkla en Birgit Ósk Snorradóttir var stigahæst með fimmtán stig. Sanja Orozovic var með 18 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Skallagrímur vann 67-53 sigur á KR. KR-konur hafa tapað öllum leikjum sínum á leiktíðinni. Nikita Telesford var með 16 stig fyrir Skallagrím og Embla Kristínardóttir skoraði tólf stig. Það má finna samantekt Gaupa um leiki gærkvöldsins hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sjá meira
Keflavíkurkonur hafa unnið alla sjö leiki sína á tímabilinu og hafa tveggja stiga forskot á næstu þrjú lið sem eru Valur, Haukar og Fjölnir. Valur og Haukar komust upp fyrir Fjölni með sigri sínum í gær. Guðjón Guðmundsson útbjó samantekt með leikjum gærkvöldsins sem sjá má hér fyrir neðan. Hildur Björg Kjartansdóttir átti frábæran leik þegar Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sautján stiga sigur á nýliðum Fjölnis, 74-57. Valskonur enduðu þar með þriggja leikja sigurgöngu Grafarvogsliðsins. Hildur Björg var með 28 stig og 13 fráköst í leiknum en hún hitti úr 69 prósent skota sinna. Kiana Johnson og Helena Sverrisdóttir voru báðar með tvennur, Kiana með 14 stig og 10 stoðsendingar en Helena með 10 stig og 12 fráköst. Valsliðið náði þar með að bæta fyrir tapið á móti Fjölni í haust og ná um leið betri stöðu í innbyrðis leikjum liðanna. Ariel Hearn var með 27 stig og 12 fráköst fyrir Fjölni. Klippa: 10. umferð Domino´s deildar kvenna Daniela Wallen og félagar í Keflavíkurliðinu eru áfram ósigraðar eftir 91-79 sigur Keflavíkurliðsins í Stykkishólmi. Wallen var með 37 stig, 17 fráköst og 7 stolna bolta í leiknum en Katla Rún Garðarsdóttir bætti við 16 stigum og Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 14 stig. Fimm leikmenn Keflavíkurliðsins voru með tvo þrista eða fleiri í leiknum þar á meðal systurnar Anna Ingunn og Agnes Marís Svansdætur. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 17 stig og Eva Margrét Kristjánsdóttir var með 14 stig þegar Haukar unnu tíu stiga sigur á Breiðabliki í Smáranum, 70-60. Bríet Sif Hinriksdóttir (10 stig) og Lovísa Björt Henningsdóttir (10 stig) skoruðu einnig yfir tíu stig en hin bandaríska Alyesha Lovett var með 8 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Blikar léku án bandaríska leikmannsins síns Jessicu Kay Loera í leiknum sem er meidd á ökkla en Birgit Ósk Snorradóttir var stigahæst með fimmtán stig. Sanja Orozovic var með 18 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Skallagrímur vann 67-53 sigur á KR. KR-konur hafa tapað öllum leikjum sínum á leiktíðinni. Nikita Telesford var með 16 stig fyrir Skallagrím og Embla Kristínardóttir skoraði tólf stig. Það má finna samantekt Gaupa um leiki gærkvöldsins hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sjá meira