Umræða um hálendisþjóðgarð þarfnist lengri tíma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 13:52 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. vísir/Vilhelm Umræða um stofnun hálendisþjóðgarðs þarfnast lengri tíma að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er mín persónulega skoðun að mér fyndist allt í lagi að hugsa, í ljósi umræðu um málið, hvort það sé möguleiki að taka fleiri skref en smærri,“ sagði Þórdís aðspurð um stöðu málsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vísaði til gagnrýni ferðaþjónustuaðila á málið og spurði hvers vegna ráðherra telur óánægjuna svo mikla. Þórdís sagði málið af þeirri stærðargráðu að ekki væri óeðlilegt að afgreiðsla þess taki jafnvel lengri tíma en áætlanir gera ráð fyrir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, spurði ráðherra um óánægjuraddir innan ferðaþjónustunnar með fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð.vísir/vilhelm Kveðið er á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í desember mælti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir frumvarpi þess efnis. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn nái yfir um þrjátíu prósent landsins, en um helmingur svæðisins nýtur nú þegar verndar. Málið hefur mætt mikilli mótstöðu sveitarfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd og borist hafa 154 umsagnir um málið. Í flestum ber við neikvæðan tón. Þórdís Kolbrún sagði marga innan ferðaþjónustunnar hlynnta þjóðgarðinum, aðra mjög mótfallna en stórum hluta vanti frekari svör um þýðingu málsins. Meðal annars hvernig fari fyrir úthlutunum á leyfum fyrir starfsemi á sæðinu. Málið þurfi lengri tíma þrátt fyrir að mikil tækifæri felist í stofnun þjóðgarðs á hálendinu. „Það að koma á fót svona stórum þjóðgarði, svona stórum hluta af landinu, þarf auðvitað að vera í sátt og það er okkar verkefni að vinna að því. Það er erfitt að koma á fót risastórum þjóðgarði ef mjög takmörkuð sátt ríkir um það og ég ætla ekki að fullyrða hvernig málin þróast í þeim efnum, en þessi sátt þarf að vera til staðar. Ég held að þetta þurfi tíma og ég er sammála því að það eru margir sem hafa ákveðnar hugmyndir um þjóðgarðinn en vantar svörin og kannski vantar frekari tíma til að kynna sér það,“ sagði Þórdís. Hálendisþjóðgarður Alþingi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vísaði til gagnrýni ferðaþjónustuaðila á málið og spurði hvers vegna ráðherra telur óánægjuna svo mikla. Þórdís sagði málið af þeirri stærðargráðu að ekki væri óeðlilegt að afgreiðsla þess taki jafnvel lengri tíma en áætlanir gera ráð fyrir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, spurði ráðherra um óánægjuraddir innan ferðaþjónustunnar með fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð.vísir/vilhelm Kveðið er á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í desember mælti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir frumvarpi þess efnis. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn nái yfir um þrjátíu prósent landsins, en um helmingur svæðisins nýtur nú þegar verndar. Málið hefur mætt mikilli mótstöðu sveitarfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd og borist hafa 154 umsagnir um málið. Í flestum ber við neikvæðan tón. Þórdís Kolbrún sagði marga innan ferðaþjónustunnar hlynnta þjóðgarðinum, aðra mjög mótfallna en stórum hluta vanti frekari svör um þýðingu málsins. Meðal annars hvernig fari fyrir úthlutunum á leyfum fyrir starfsemi á sæðinu. Málið þurfi lengri tíma þrátt fyrir að mikil tækifæri felist í stofnun þjóðgarðs á hálendinu. „Það að koma á fót svona stórum þjóðgarði, svona stórum hluta af landinu, þarf auðvitað að vera í sátt og það er okkar verkefni að vinna að því. Það er erfitt að koma á fót risastórum þjóðgarði ef mjög takmörkuð sátt ríkir um það og ég ætla ekki að fullyrða hvernig málin þróast í þeim efnum, en þessi sátt þarf að vera til staðar. Ég held að þetta þurfi tíma og ég er sammála því að það eru margir sem hafa ákveðnar hugmyndir um þjóðgarðinn en vantar svörin og kannski vantar frekari tíma til að kynna sér það,“ sagði Þórdís.
Hálendisþjóðgarður Alþingi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira