Misjafnt hvort atvinnulausir og öryrkjar greiði lægri leikskólagjöld Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2021 21:42 Mikill munur er á leikskólagjöldum milli sveitarfélaga. Vísir/vilhelm Akureyri og Garðabær eru einu sveitarfélögin sem bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir atvinnulausa af þeim fimmtán sveitarfélögum sem úttekt verðlagseftirlits ASÍ náði til. Ekkert þeirra sveitarfélaga er með lægri skóladagvistunargjöld fyrir atvinnulausa en í Hafnarfirði og Mosfellsbæ eru afslættir af leikskólagjöldum reiknaðir út frá tekjuviðmiðum og geta atvinnulausir fallið undir þau viðmið. Þetta kemur fram í samantekt ASÍ á leikskólagjöldum og gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat. Þar segir að öll fimmtán sveitarfélögin bjóði upp á lægri leikskólagjöld fyrir forgangshópa en einungis fjögur þeirra bjóði upp á lægri gjöld fyrir skóladagvistun eða frístund. Forgangshópar greiða því í flestum tilfellum sömu gjöld og aðrir þegar börnin eru komin í grunnskóla. Einungis er boðið upp á lægri skóladagvistunargjöld fyrir forgangshópa í Kópavogi, Garðabæ, Akranesi og Seltjarnarnesi. Ólíkir forgangshópar hjá sveitarfélögunum Mjög misjafnt er hverjir tilheyra forgangshópum hjá sveitarfélögunum og greiða lægri gjöld. Algengast er að einstæðir foreldrar og námsmenn greiði lægri leikskólagjöld en fá sveitarfélög bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir öryrkja og atvinnulausa, að sögn verðlagseftirlits ASÍ. „Hafa ber í huga að þrátt fyrir að sum sveitarfélög séu með afslætti fyrir forgangshópa en önnur ekki þýðir það ekki endilega að gjöldin séu lægri í sveitarfélögunum sem bjóða upp á afslætti,“ segir í greiningu verðlagseftirlitsins en gjöld fyrir forgangshópa í sumum sveitarfélögum geta til að mynda verið hærri en almenn gjöld í öðrum. Í töflunni fyrir neðan má sjá hvaða hópar fá afslætti af leikskólagjöldum hjá sveitarfélögunum og hversu háir þeir eru en nánar má lesa um úttektina á vef ASÍ. Neytendur Börn og uppeldi Leikskólar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt ASÍ á leikskólagjöldum og gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat. Þar segir að öll fimmtán sveitarfélögin bjóði upp á lægri leikskólagjöld fyrir forgangshópa en einungis fjögur þeirra bjóði upp á lægri gjöld fyrir skóladagvistun eða frístund. Forgangshópar greiða því í flestum tilfellum sömu gjöld og aðrir þegar börnin eru komin í grunnskóla. Einungis er boðið upp á lægri skóladagvistunargjöld fyrir forgangshópa í Kópavogi, Garðabæ, Akranesi og Seltjarnarnesi. Ólíkir forgangshópar hjá sveitarfélögunum Mjög misjafnt er hverjir tilheyra forgangshópum hjá sveitarfélögunum og greiða lægri gjöld. Algengast er að einstæðir foreldrar og námsmenn greiði lægri leikskólagjöld en fá sveitarfélög bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir öryrkja og atvinnulausa, að sögn verðlagseftirlits ASÍ. „Hafa ber í huga að þrátt fyrir að sum sveitarfélög séu með afslætti fyrir forgangshópa en önnur ekki þýðir það ekki endilega að gjöldin séu lægri í sveitarfélögunum sem bjóða upp á afslætti,“ segir í greiningu verðlagseftirlitsins en gjöld fyrir forgangshópa í sumum sveitarfélögum geta til að mynda verið hærri en almenn gjöld í öðrum. Í töflunni fyrir neðan má sjá hvaða hópar fá afslætti af leikskólagjöldum hjá sveitarfélögunum og hversu háir þeir eru en nánar má lesa um úttektina á vef ASÍ.
Neytendur Börn og uppeldi Leikskólar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira