Ólafur Bjarki: Byggjum ofan á þennan sigur Ester Ósk Árandóttir skrifar 18. febrúar 2021 20:45 Ólafur Bjarki átti góðan leik á Akureyri í kvöld. Vísir/Vilhelm Ólafur Bjarki Ragnarsson átti góðan leik með Stjörnunni í kvöld en hann skoraði átta mörk í sjö marka sigri á Þór í Íþróttahöllinni á Akureyri, lokatölur 27-20 Garðbæingum í vil. Stjarnan byrjaði leikinn ekki vel og eftir tíu mínútur var staðan 4-1 fyrir heimamönnum. Patrekur tók þá leikhlé sem skilaði sínu. Stjarnan skoraði næstu 5 mörk og komst í forystu sem þeir gáfu aldrei eftir. „Ég reyndar man ekkert hvað hann sagði en það er bara að ná breidd í sóknarleikinn og bara gera alvöru árásir. Það kom svo hjá okkur og við náðum að malla þessu áfram. Það er ekkert gefins að koma hérna norður og taka tvo punkta. Þeir spila aðeins hægar en önnur lið en Patrekur sagði okkur örugglega að halda áfram, ná í hraðaupphlaupin og spila góðan sóknarleik.“ „Jovan var líka að verja vel í markinu. Við fengum þrjú víti í röð en náðum bara að skora úr einu. Við vorum alveg að fá færi en hann var að taka boltana í markinu. Það var svona aðallega það sem kom í veg fyrir að við fórum ekki fyrr í gang.“ Stjarnan er kominn með ellefu stig í Olís deildinni þar sem pakkinn er þéttur. „Þetta er frekar þéttur pakki en þetta gengur út á að ná í sem flesta tvo punkta og halda áfram. Ég held að flest lið séu bara að reyna að halda mönnum heilum í gegnum þetta álag og út þetta tímabil. Ég man ekki eftir að þetta hafi verið svona þétt áður þannig að bara áfram gakk.“ Næsta verkefni er Fram í Framhúsinu en leikurinn er spilaður á sunnudaginn þannig það er stutt á milli leikja. „Mér líst bara mjög vel á það verkefni. Það er bara að næra sig vel í rútunni á leiðinni heim og taka svo góða æfingu fyrir leik og vera gíraður í leikinn á sunnudaginn á móti Fram. Það er kominn meiri stemmning í liðið núna. Við höfum verið að spila vel upp á síðkastið þannig við ætlum að byggja ofan á það og halda áfram.“ Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór - Stjarnan 20-27 | Öruggt hjá Stjörnunni á Akureyri Stjarnan vann gríðar mikilvægan sigur á Akureyri í kvöld er liðið heimsótti Þór í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 20-27. 18. febrúar 2021 19:55 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Stjarnan byrjaði leikinn ekki vel og eftir tíu mínútur var staðan 4-1 fyrir heimamönnum. Patrekur tók þá leikhlé sem skilaði sínu. Stjarnan skoraði næstu 5 mörk og komst í forystu sem þeir gáfu aldrei eftir. „Ég reyndar man ekkert hvað hann sagði en það er bara að ná breidd í sóknarleikinn og bara gera alvöru árásir. Það kom svo hjá okkur og við náðum að malla þessu áfram. Það er ekkert gefins að koma hérna norður og taka tvo punkta. Þeir spila aðeins hægar en önnur lið en Patrekur sagði okkur örugglega að halda áfram, ná í hraðaupphlaupin og spila góðan sóknarleik.“ „Jovan var líka að verja vel í markinu. Við fengum þrjú víti í röð en náðum bara að skora úr einu. Við vorum alveg að fá færi en hann var að taka boltana í markinu. Það var svona aðallega það sem kom í veg fyrir að við fórum ekki fyrr í gang.“ Stjarnan er kominn með ellefu stig í Olís deildinni þar sem pakkinn er þéttur. „Þetta er frekar þéttur pakki en þetta gengur út á að ná í sem flesta tvo punkta og halda áfram. Ég held að flest lið séu bara að reyna að halda mönnum heilum í gegnum þetta álag og út þetta tímabil. Ég man ekki eftir að þetta hafi verið svona þétt áður þannig að bara áfram gakk.“ Næsta verkefni er Fram í Framhúsinu en leikurinn er spilaður á sunnudaginn þannig það er stutt á milli leikja. „Mér líst bara mjög vel á það verkefni. Það er bara að næra sig vel í rútunni á leiðinni heim og taka svo góða æfingu fyrir leik og vera gíraður í leikinn á sunnudaginn á móti Fram. Það er kominn meiri stemmning í liðið núna. Við höfum verið að spila vel upp á síðkastið þannig við ætlum að byggja ofan á það og halda áfram.“
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór - Stjarnan 20-27 | Öruggt hjá Stjörnunni á Akureyri Stjarnan vann gríðar mikilvægan sigur á Akureyri í kvöld er liðið heimsótti Þór í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 20-27. 18. febrúar 2021 19:55 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Leik lokið: Þór - Stjarnan 20-27 | Öruggt hjá Stjörnunni á Akureyri Stjarnan vann gríðar mikilvægan sigur á Akureyri í kvöld er liðið heimsótti Þór í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 20-27. 18. febrúar 2021 19:55