„Óaðfinnanlegt svar“ eftir áfallið fyrir norðan Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2021 21:52 Arnar Daði Arnarsson hefur gert flotta hluti með lið Gróttu hingað til. vísir/hulda margrét „Sjitt, þetta er svo mikill léttir,“ segir Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, og röddin er við það að bresta. Það er engum vafa undirorpið hve mikla þýðingu það hefur fyrir hann og hans menn að hafa unnið Fram í kvöld. Grótta er nýliði í Olís-deildinni og hinn 28 ára gamli Arnar Daði að þreyta frumraun sína sem þjálfari í efstu deild. Liðið tapaði fyrir hinum nýliðunum, Þór, í algjörum lykilleik á Akureyri á sunnudaginn en svaraði því með 30-27 sigri á Fram í kvöld, sem kom liðinu á ný í þriggja stiga fjarlægð frá Þór í fallbaráttunni. Fyrir fólk sem kann að lifa sig inn í íþróttir er því ekki að undra að það hafi glatt þjálfarann unga mikið að sjá frammistöðu sinna manna í kvöld, eftir að hann gagnrýndi lið sitt umbúðalaust eftir tapið á Akureyri. Geðshræringin var mikil: „Maður lifir og deyr fyrir þetta sport. Þó að það sé ekkert að því að tapa einum leik á móti Þór þá var þetta mikið áfall fyrir okkur, ég get alveg viðurkennt það. En hvernig strákarnir svöruðu þessu og hafa svarað mörgum orustum í vetur… þetta er ólýsanlegt,“ segir Arnar Daði. Skulduðum Stebba þennan sigur „Þetta er búin að vera erfið vika, en svarið hjá strákunum var óaðfinnanlegt. Þó að við fáum á okkur 27 mörk þá var varnarleikurinn frábær – Stebbi (Stefán Huldar Stefánsson) með 22 varin skot í markinu. Miðað við hans frammistöðu í vetur þá skulduðum við honum þennan sigur. Við áttum svör við nánast öllu sóknarlega, nema þá helst undir lokin þegar menn urðu eitthvað stressaðir. Við hljótum að læra af því. Við höfum verið í spennutrylli leik eftir leik í vetur, og loksins unnum við þá baráttu,“ segir Arnar Daði. Staðan var 15-10, Fram í vil, eftir tuttugu mínútna leik en það sló Gróttu ekki út af laginu. „Nei, sem betur fer ekki. Það hefði auðvitað alveg getað gerst. Við fórum í 7 á 6 í sóknarleiknum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum búnir að æfa það mikið núna. Þó að við höfum notað 7 á 6 talsvert í leikjum þá höfum við ekki lagt mikið upp með það á æfingum, en það var meðvituð ákvörðun að nota þetta í þessum leik. Svo var Gunni Dan skiljanlega sprunginn í seinni hálfleik, eftir alla þessa baráttu varnarlega og sóknarlega, svo við þurftum að fara úr því um miðbik seinni hálfleiks en þá stigu menn bara upp,“ segir Arnar Daði. Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Fram 30-27 | Grótta nálgast Fram eftir sterkan sigur Grótta lenti 15-10 undir gegn Fram en vann að lokum 30-27 sigur þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. 18. febrúar 2021 21:00 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Grótta er nýliði í Olís-deildinni og hinn 28 ára gamli Arnar Daði að þreyta frumraun sína sem þjálfari í efstu deild. Liðið tapaði fyrir hinum nýliðunum, Þór, í algjörum lykilleik á Akureyri á sunnudaginn en svaraði því með 30-27 sigri á Fram í kvöld, sem kom liðinu á ný í þriggja stiga fjarlægð frá Þór í fallbaráttunni. Fyrir fólk sem kann að lifa sig inn í íþróttir er því ekki að undra að það hafi glatt þjálfarann unga mikið að sjá frammistöðu sinna manna í kvöld, eftir að hann gagnrýndi lið sitt umbúðalaust eftir tapið á Akureyri. Geðshræringin var mikil: „Maður lifir og deyr fyrir þetta sport. Þó að það sé ekkert að því að tapa einum leik á móti Þór þá var þetta mikið áfall fyrir okkur, ég get alveg viðurkennt það. En hvernig strákarnir svöruðu þessu og hafa svarað mörgum orustum í vetur… þetta er ólýsanlegt,“ segir Arnar Daði. Skulduðum Stebba þennan sigur „Þetta er búin að vera erfið vika, en svarið hjá strákunum var óaðfinnanlegt. Þó að við fáum á okkur 27 mörk þá var varnarleikurinn frábær – Stebbi (Stefán Huldar Stefánsson) með 22 varin skot í markinu. Miðað við hans frammistöðu í vetur þá skulduðum við honum þennan sigur. Við áttum svör við nánast öllu sóknarlega, nema þá helst undir lokin þegar menn urðu eitthvað stressaðir. Við hljótum að læra af því. Við höfum verið í spennutrylli leik eftir leik í vetur, og loksins unnum við þá baráttu,“ segir Arnar Daði. Staðan var 15-10, Fram í vil, eftir tuttugu mínútna leik en það sló Gróttu ekki út af laginu. „Nei, sem betur fer ekki. Það hefði auðvitað alveg getað gerst. Við fórum í 7 á 6 í sóknarleiknum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum búnir að æfa það mikið núna. Þó að við höfum notað 7 á 6 talsvert í leikjum þá höfum við ekki lagt mikið upp með það á æfingum, en það var meðvituð ákvörðun að nota þetta í þessum leik. Svo var Gunni Dan skiljanlega sprunginn í seinni hálfleik, eftir alla þessa baráttu varnarlega og sóknarlega, svo við þurftum að fara úr því um miðbik seinni hálfleiks en þá stigu menn bara upp,“ segir Arnar Daði.
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Fram 30-27 | Grótta nálgast Fram eftir sterkan sigur Grótta lenti 15-10 undir gegn Fram en vann að lokum 30-27 sigur þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. 18. febrúar 2021 21:00 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Fram 30-27 | Grótta nálgast Fram eftir sterkan sigur Grótta lenti 15-10 undir gegn Fram en vann að lokum 30-27 sigur þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. 18. febrúar 2021 21:00