Atvinnuleysi „eitur í beinum Íslendinga“ Sylvía Hall skrifar 18. febrúar 2021 23:04 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir hlutfallslegt vægi ferðaþjónustu hér á landi skýra að vissu marki hvers vegna atvinnuleysi er hærra hér á landi en á Norðurlöndunum. Allar spár geri þó ráð fyrir því að greinin nái vopnum sínum fljótt aftur þegar kórónuveirufaraldrinum lýkur, sem komi til með að hafa jákvæð áhrif á atvinnustig í landinu. „Ég var á fundi Þjóðhagsráðs í gær og þar var meðal annars verið að ræða stöðuna í atvinnumálum og það eru allir aðilar sem að þessu koma sammála um það að atvinnuleysi sé algjört eitur í beinum Íslendinga og að það hljóti að vera sameiginlegt markmið okkar núna á næstu vikum, mánuðum og misserum að draga verulega úr þessu atvinnuleysi samhliða hækkandi sól,“ segir Halldór, en hann ræddi stöðuna á vinnumarkaði í Reykjavík síðdegis í dag. Atvinnuleysið er sögulega hátt um þessar mundir og segir Halldór margar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að sporna gegn frekara atvinnuleysi. Til að mynda bjóðist fyrirtækjum svokallaður ráðningastyrkur til þess að ráða inn fólk af atvinnuleysisskrá sem ella yrði ekki ráðið. Íslenskt hagkerfi fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr Halldór segir enga furðu vekja að ferðaþjónustan sé fyrirferðarmikil í umræðunni enda hafi vöxtur hennar verið mikill undanfarin ár. Íslenskt hagkerfi, sem áður hafi verið nokkuð einsleitt, sé þó fjölbreyttara nú en nokkru sinni fyrr. „Við getum farið aftur um fimmtíu ár, þegar stóriðjan var að hasla sér völl. Núna eru þessar stoðir undir útflutningsgreinarnar okkar orðnar þrjár, fjórar hið minnsta. Þær hafa líka tekið miklum breytingum á undanförnum árum,“ segir Halldór, sem er þó bjartsýnn á framhaldið. „Allar spár gera ráð fyrir því að ferðaþjónustan verði tiltölulega fljót að ná vopnum sínum á nýjan leik þegar kófinu lýkur. Það má rekja lungann af þessu atvinnuleysi sem við erum að horfa á núna til nákvæmlega þessa.“ „Afskaplega óskynsamlegt“ að hækka laun við núverandi aðstæður Nýir kjarasamningar tóku gildi um áramótin með tilheyrandi launahækkunum og segir Halldór Ísland ganga lengst í þeim efnum af nágrannalöndunum. Að hans mati sé það óskynsamleg ráðstöfun þegar atvinnuleysi er svo hátt. „Ég hef sagt að það sé afskaplega óskynsamleg ráðstöfun og það er ekki verið að gera það annars staðar í kringum okkur í þeim mæli sem við erum að gera. Enda hef ég, og Samtök atvinnulífsins, reynt að leggja ríka áherslu á það að þetta sé beinlínis óskynsamlegt í þessu árferði og að það sé mikilvægara að reyna að tryggja sem flestum vinnu.“ Aðspurður hvort það sé áhyggjuefni að fólk, sem áður starfaði í greinum sem nú eiga undir högg að sækja, hafi farið í önnur störf segist hann ekki vera þeirrar skoðunar. Það sé mun frekar jákvætt. „Þetta er einn af göldrum þessa frjálsa markaðshagkerfis sem við búum í, það er hreyfanleiki milli starfa og á milli atvinnugreina. Þegar vel gengur í einni grein, þá kemur fólk úr öðrum atvinnugreinum og haslar sér völl í þeirri grein og öfugt; þegar harðnar á dalnum þá eru einhverjir sem fara úr þeirri atvinnugrein sem þeir stunduðu áður og freista gæfunnar á öðrum vettvangi. Ég lít ekki á þetta sem veikleika eða vandamál, heldur styrkleika markaðshagkerfisins og ástæðu þess að hagkerfið er í raun svo lífvænlegt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Halldór Benjamín. Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Ég var á fundi Þjóðhagsráðs í gær og þar var meðal annars verið að ræða stöðuna í atvinnumálum og það eru allir aðilar sem að þessu koma sammála um það að atvinnuleysi sé algjört eitur í beinum Íslendinga og að það hljóti að vera sameiginlegt markmið okkar núna á næstu vikum, mánuðum og misserum að draga verulega úr þessu atvinnuleysi samhliða hækkandi sól,“ segir Halldór, en hann ræddi stöðuna á vinnumarkaði í Reykjavík síðdegis í dag. Atvinnuleysið er sögulega hátt um þessar mundir og segir Halldór margar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að sporna gegn frekara atvinnuleysi. Til að mynda bjóðist fyrirtækjum svokallaður ráðningastyrkur til þess að ráða inn fólk af atvinnuleysisskrá sem ella yrði ekki ráðið. Íslenskt hagkerfi fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr Halldór segir enga furðu vekja að ferðaþjónustan sé fyrirferðarmikil í umræðunni enda hafi vöxtur hennar verið mikill undanfarin ár. Íslenskt hagkerfi, sem áður hafi verið nokkuð einsleitt, sé þó fjölbreyttara nú en nokkru sinni fyrr. „Við getum farið aftur um fimmtíu ár, þegar stóriðjan var að hasla sér völl. Núna eru þessar stoðir undir útflutningsgreinarnar okkar orðnar þrjár, fjórar hið minnsta. Þær hafa líka tekið miklum breytingum á undanförnum árum,“ segir Halldór, sem er þó bjartsýnn á framhaldið. „Allar spár gera ráð fyrir því að ferðaþjónustan verði tiltölulega fljót að ná vopnum sínum á nýjan leik þegar kófinu lýkur. Það má rekja lungann af þessu atvinnuleysi sem við erum að horfa á núna til nákvæmlega þessa.“ „Afskaplega óskynsamlegt“ að hækka laun við núverandi aðstæður Nýir kjarasamningar tóku gildi um áramótin með tilheyrandi launahækkunum og segir Halldór Ísland ganga lengst í þeim efnum af nágrannalöndunum. Að hans mati sé það óskynsamleg ráðstöfun þegar atvinnuleysi er svo hátt. „Ég hef sagt að það sé afskaplega óskynsamleg ráðstöfun og það er ekki verið að gera það annars staðar í kringum okkur í þeim mæli sem við erum að gera. Enda hef ég, og Samtök atvinnulífsins, reynt að leggja ríka áherslu á það að þetta sé beinlínis óskynsamlegt í þessu árferði og að það sé mikilvægara að reyna að tryggja sem flestum vinnu.“ Aðspurður hvort það sé áhyggjuefni að fólk, sem áður starfaði í greinum sem nú eiga undir högg að sækja, hafi farið í önnur störf segist hann ekki vera þeirrar skoðunar. Það sé mun frekar jákvætt. „Þetta er einn af göldrum þessa frjálsa markaðshagkerfis sem við búum í, það er hreyfanleiki milli starfa og á milli atvinnugreina. Þegar vel gengur í einni grein, þá kemur fólk úr öðrum atvinnugreinum og haslar sér völl í þeirri grein og öfugt; þegar harðnar á dalnum þá eru einhverjir sem fara úr þeirri atvinnugrein sem þeir stunduðu áður og freista gæfunnar á öðrum vettvangi. Ég lít ekki á þetta sem veikleika eða vandamál, heldur styrkleika markaðshagkerfisins og ástæðu þess að hagkerfið er í raun svo lífvænlegt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Halldór Benjamín.
Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira