Hálfníu og níu hjá Borginni Jóhanna Thorsteinson skrifar 19. febrúar 2021 08:01 Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. Veit raunar að nágrannar mínir á níræðisaldri hafa það fyrir sið að taka það verk sér fyrir hendi í daglegum göngutúrum sínum þegar þeim ofbýður. Um leið eru þeir að tína upp sígarettustubbana neðan við blokkina okkar, en þeir eru ófáir. Auðvitað eigum við íbúðaeigendurnir að þrífa okkar blett. Í gær,18. febrúar, var mikil veðurblíða í borginni. Ég fór í gönguferð um hverfið mitt. Mér blöskraði uppsafnaður haugur af haustlaufinu sem hægt og rólega var í sínu eðlilega ferli að rotna niður og verða hægt og bítandi að gróðurmold. Af þessu er sjónmengun og sóðaskapur, auk þess sem svona rotnandi lanir af gróðri er mjög hálar og sleipar ef stigið er á þær. Ég hringdi því í borgina 411 1000 og bað um samtal við umhverfisfulltrúa. „Hvern þeirra?” svaraði stúlkan á skiptiborðinu. „Þann sem fer fyrir þessum málaflokki” svara ég. „Þeir eru svo margir” svarar stúlkan. „Nú?” spyr ég. „Er enginn sem er yfir þessum málaflokki?” „Ja, það er þá……” svarar stúlkan. Ég hugsa með mér, hvað ætli vinni margir í þessum málaflokki? Og hvað ætli séu margir fulltrúarnir? Upphátt spyr ég hvort ég geti þá ekki fengið að tala við einhvern þessarra fullrúa. Nei, er svarað hinum megin á línunni. Þeir taka bara símann á milli half níu og níu. Nú? Spyr ég… er allur þessi hópur þá við símann bara í hálftíma á dag? Já svarar stúlkan, en þú getur sent inn erindi og þeir svara venjulega mjög fljótt. Stundum hringja þeir í folk…. Og eru þið sem starfið við skiptiborð allan daginn að upplýsa folk um að fulltrúarnir séu bara við milli hálfníu og níu? Já svaraði blessuð stúlkan. Mér verður orða vant. Veiztu segi ég, það er sem sagt auðveldara að ná í borgarfulltrúa en embættismenn og starfsfólk og fulltrúa í vinnu hjá Reykjavíkurborg. Þeir svara nefnilega símanum yfirleitt alla daga og öll kvöld. Stúlkunni á línu borgarinnar verður svarafátt. Já það getur kannski verið… Sennilega hefði ég átt að hringja í hverfamiðstöðina í mínu hverfi. En, ég geri ráð fyrir að þar sé bara unnið eftir fyrirmælum að ofan…og í toppinn er ekki hægt að ná nema á milli hálfníu og níu á daginn. Óski borgarbúi eftir fundi með borgarstjóranum sínum, þá er ekki á vísan að róa með slíkt erindi. Í fyrsta lagi þarf að biðja um samtal. Sennilega í gegnum ritara hans. Síðan velur hann úr þau símtöl eða fundi með borgarbúanum eftir því hvort hann vill svara eða ekki. Eða hann vísar erindinu áfram á viðeigandi “fulltrúa” innan borgarkerfisins. Ætli starfsmannafjöldinn á launaskrá hjá Reykjavíkurborg nemi ekki nærri tíuþúsund manns. En aðgengi að þessu ágæta fólki virðist vera milli hálfníu og níu…. Ætli svo taki ekki við snöggur kaffitími og þá fundir frá kl. 10:00?? Hádegisverður og síðan taki fleiri fundir við, fram eftir degi. Hver er framlegðin í þessu hafi starfsfólks? Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. Veit raunar að nágrannar mínir á níræðisaldri hafa það fyrir sið að taka það verk sér fyrir hendi í daglegum göngutúrum sínum þegar þeim ofbýður. Um leið eru þeir að tína upp sígarettustubbana neðan við blokkina okkar, en þeir eru ófáir. Auðvitað eigum við íbúðaeigendurnir að þrífa okkar blett. Í gær,18. febrúar, var mikil veðurblíða í borginni. Ég fór í gönguferð um hverfið mitt. Mér blöskraði uppsafnaður haugur af haustlaufinu sem hægt og rólega var í sínu eðlilega ferli að rotna niður og verða hægt og bítandi að gróðurmold. Af þessu er sjónmengun og sóðaskapur, auk þess sem svona rotnandi lanir af gróðri er mjög hálar og sleipar ef stigið er á þær. Ég hringdi því í borgina 411 1000 og bað um samtal við umhverfisfulltrúa. „Hvern þeirra?” svaraði stúlkan á skiptiborðinu. „Þann sem fer fyrir þessum málaflokki” svara ég. „Þeir eru svo margir” svarar stúlkan. „Nú?” spyr ég. „Er enginn sem er yfir þessum málaflokki?” „Ja, það er þá……” svarar stúlkan. Ég hugsa með mér, hvað ætli vinni margir í þessum málaflokki? Og hvað ætli séu margir fulltrúarnir? Upphátt spyr ég hvort ég geti þá ekki fengið að tala við einhvern þessarra fullrúa. Nei, er svarað hinum megin á línunni. Þeir taka bara símann á milli half níu og níu. Nú? Spyr ég… er allur þessi hópur þá við símann bara í hálftíma á dag? Já svarar stúlkan, en þú getur sent inn erindi og þeir svara venjulega mjög fljótt. Stundum hringja þeir í folk…. Og eru þið sem starfið við skiptiborð allan daginn að upplýsa folk um að fulltrúarnir séu bara við milli hálfníu og níu? Já svaraði blessuð stúlkan. Mér verður orða vant. Veiztu segi ég, það er sem sagt auðveldara að ná í borgarfulltrúa en embættismenn og starfsfólk og fulltrúa í vinnu hjá Reykjavíkurborg. Þeir svara nefnilega símanum yfirleitt alla daga og öll kvöld. Stúlkunni á línu borgarinnar verður svarafátt. Já það getur kannski verið… Sennilega hefði ég átt að hringja í hverfamiðstöðina í mínu hverfi. En, ég geri ráð fyrir að þar sé bara unnið eftir fyrirmælum að ofan…og í toppinn er ekki hægt að ná nema á milli hálfníu og níu á daginn. Óski borgarbúi eftir fundi með borgarstjóranum sínum, þá er ekki á vísan að róa með slíkt erindi. Í fyrsta lagi þarf að biðja um samtal. Sennilega í gegnum ritara hans. Síðan velur hann úr þau símtöl eða fundi með borgarbúanum eftir því hvort hann vill svara eða ekki. Eða hann vísar erindinu áfram á viðeigandi “fulltrúa” innan borgarkerfisins. Ætli starfsmannafjöldinn á launaskrá hjá Reykjavíkurborg nemi ekki nærri tíuþúsund manns. En aðgengi að þessu ágæta fólki virðist vera milli hálfníu og níu…. Ætli svo taki ekki við snöggur kaffitími og þá fundir frá kl. 10:00?? Hádegisverður og síðan taki fleiri fundir við, fram eftir degi. Hver er framlegðin í þessu hafi starfsfólks? Höfundur er Reykvíkingur.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun