Tugir látnir vegna kuldakastsins og marga skortir neysluvatn Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 10:19 Íbúar Houston bíða í röð eftir gastönkum. AP/David J. Phillip Minnst 56 Bandaríkjamenn hafa dáið í vikunni vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir mið- og suðurríki Bandaríkjanna. Þar af bjuggu minnst þrjátíu í Texas, þar sem rafmagnsleysi hefur leikið íbúa grátt. Rafmagn er nú að mestu komið á aftur. Um 325 þúsund heimili og fyrirtæki voru án rafmagns í gærkvöldi en daginn áður var þessi tala þrjár milljónir. Þó segja embættismenn að enn gæti rafmagnsnotkun verið takmörkuðu, reynist álagið á kerfið of mikið. Hundruð þúsunda eru einnig án rafmagns í öðrum ríkjum og þar á meðal hundrað þúsund manns í Oregon, sem hafa búið við rafmagnsleysi alla vikuna vegna gífurlegrar snjókomu þar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Íbúar Texas þurfa að takast á við annað vandamál þar sem veðrið hefur valdið skaða á vatnskerfum ríkisins. Leiðslur hafa sprungið víða og vatn hefur flætt inn í fjölda húsa og um götur. Þá hefur vatnsþrýtingur lækkað víða einnig og þá oftast vegna sprunginna leiðsla. Sú lækkun hefur komið niður á störfum slökkviliðsmanna. Þeir hafa víða staðið í ströngu þar sem margir hafa kveikt elda á heimilum sínum til að halda á sér hita. Ráðlagt að sjóða neysluvatn Um sjö milljónum manna, um fjórðungi íbúa Texas, hefur verið gert að sjóða neysluvatn sitt. Fólki hefur í vikunni einnig verið ráðlagt að slökkva á flæði vatns til húsa sinna til að koma í veg fyrir að leiðslur springi. AP segir forsvarsmenn vatnshreinsunarstöðva víða um Texas hafa tilkynnt veðurtengd vandræði eða í rúmlega þúsund stöðvum í 177 af 254 sýslum ríkisins. Svipaða sögu er að segja frá öðrum ríkjum eins og Mississippi og Tennessee þar sem fjölmörgum íbúum hefur einnig verið ráðlagt að sjóða neysluvatn og skemmdir hafa orðið á leiðslum. Óttast að fleiri hafi dáið Þó vitað sé að tugir hafi látið lífið vegna kuldakastsins og óveðra er óttast að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Í frétt Washingtno Post er haft eftir viðbragðsaðilum í Texas að þeir óttist hvað nánari kannanir munu leiða í ljós. Fógeti einnar sýslu í Texas segir að starfsmenn sínir hafi heimsótt fjölmarga íbúa og kannað ástand þeirra. Þeir hafi fundið þrjá látna aðila og óttast fógetinn að þeir verði fleiri á næstu dögum. Fjölmargir hafa orðið fyrir eitrunum eftir að hafa kveikt elda á heimilum sínum, eða jafnvel kveikt á bílum til að hita bílskúra, og er óttast að fleiri hafi kafnað en vitað sé. Þá er sömuleiðis óttast að kuldinn hafi dregið fólk til dauða. Ljósavélar hafa rokið úr hillum verslana í Texas og víðar.AP/Rogelio V. Solis Bandaríkin Veður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Rafmagn er nú að mestu komið á aftur. Um 325 þúsund heimili og fyrirtæki voru án rafmagns í gærkvöldi en daginn áður var þessi tala þrjár milljónir. Þó segja embættismenn að enn gæti rafmagnsnotkun verið takmörkuðu, reynist álagið á kerfið of mikið. Hundruð þúsunda eru einnig án rafmagns í öðrum ríkjum og þar á meðal hundrað þúsund manns í Oregon, sem hafa búið við rafmagnsleysi alla vikuna vegna gífurlegrar snjókomu þar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Íbúar Texas þurfa að takast á við annað vandamál þar sem veðrið hefur valdið skaða á vatnskerfum ríkisins. Leiðslur hafa sprungið víða og vatn hefur flætt inn í fjölda húsa og um götur. Þá hefur vatnsþrýtingur lækkað víða einnig og þá oftast vegna sprunginna leiðsla. Sú lækkun hefur komið niður á störfum slökkviliðsmanna. Þeir hafa víða staðið í ströngu þar sem margir hafa kveikt elda á heimilum sínum til að halda á sér hita. Ráðlagt að sjóða neysluvatn Um sjö milljónum manna, um fjórðungi íbúa Texas, hefur verið gert að sjóða neysluvatn sitt. Fólki hefur í vikunni einnig verið ráðlagt að slökkva á flæði vatns til húsa sinna til að koma í veg fyrir að leiðslur springi. AP segir forsvarsmenn vatnshreinsunarstöðva víða um Texas hafa tilkynnt veðurtengd vandræði eða í rúmlega þúsund stöðvum í 177 af 254 sýslum ríkisins. Svipaða sögu er að segja frá öðrum ríkjum eins og Mississippi og Tennessee þar sem fjölmörgum íbúum hefur einnig verið ráðlagt að sjóða neysluvatn og skemmdir hafa orðið á leiðslum. Óttast að fleiri hafi dáið Þó vitað sé að tugir hafi látið lífið vegna kuldakastsins og óveðra er óttast að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Í frétt Washingtno Post er haft eftir viðbragðsaðilum í Texas að þeir óttist hvað nánari kannanir munu leiða í ljós. Fógeti einnar sýslu í Texas segir að starfsmenn sínir hafi heimsótt fjölmarga íbúa og kannað ástand þeirra. Þeir hafi fundið þrjá látna aðila og óttast fógetinn að þeir verði fleiri á næstu dögum. Fjölmargir hafa orðið fyrir eitrunum eftir að hafa kveikt elda á heimilum sínum, eða jafnvel kveikt á bílum til að hita bílskúra, og er óttast að fleiri hafi kafnað en vitað sé. Þá er sömuleiðis óttast að kuldinn hafi dregið fólk til dauða. Ljósavélar hafa rokið úr hillum verslana í Texas og víðar.AP/Rogelio V. Solis
Bandaríkin Veður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18
Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01
Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55