Óskar Örn með þrennu í stórsigri KR og Víkingur skoraði sex gegn FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2021 13:15 Óskar Örn kann vel við sig í ljósbláu. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur þrjú í dag. Vísir/Daniel Thor Tveimur leikjum í riðli 2 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu er nú lokið, báðir voru þeir í riðli 2 í A-deild. KR vann 8-2 sigur á sínum fornu fjendum í Fram. Þá vann Víkingur öruggan 6-1 sigur á FH í Skessunni í Hafnafirði. KR-ingar slökuðu á undir lok leiks Segja má að leikur KR og Fram hafi verið leikur kattarins að músinni en gestirnir voru hársbreidd frá því að vinna sér inn sæti í Pepsi Max deild karla á síðustu leiktíð, þeir áttu hins vegar ekki roð í KR í dag. Staðan var 2-0 í hálfleik en í síðari hálfleik skoruðu KR-ingar að vild. Komust þeir í 7-0 áður en Haraldur Einar Ásgrímsson og Aron Þórður Albertsson minnkuðu muninn fyrir gestina undir lok leiks. Hinn 37 ára gamli Óskar Örn Hauksson skoraði þrennu í liði KR. Hans önnur á undirbúningstímabilinu en hann skoraði einnig þrennu gegn Fjölni á Reykjavíkurmótinu. Þá lagði Óskar Örn einnig upp tvö mörk í liði KR. Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk í liði KR og átti skot í stöng. Hin þrjú mörkin skoruðu Pálmi Rafn Pálmason úr vítaspyrnu, Atli Sigurjónsson með skoti af löngu færi í autt markið eftir að uppspil Fram misheppnaðist og Oddur Ingi Bjarnason skoraði svo í uppbótartíma leiksins. Skömmu áður hafði varamaðurinn Gunnar Gunnarsson fékk beint rautt spjald í liði Fram fyrir slæma tæklingu á Oddi Inga. Lokatölur 8-2 og KR komnir með fjögur stig að loknum tveimur leikjum en liðið gerði 1-1 jafntefli við Víking í fyrstu umferð riðilsins. Fram er með þrjú stig eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Þór Akureyri á sama tíma. Erlingur Agnarsson var frábær í liði Víkings í dag.Vísir/Bára Víkingar með sýningu í Skessunni Vuk Oskar Dimitrijevic kom heimamönnum í FH yfir snemma leiks eftir undirbúning Jónatans Inga Jónssonar en svo pökkuðu heimamenn einfaldlega í töskur og héldu heim. Karl Friðleifur Gunnarsson jafnaði metin fyrir Víking eftir aukaspyrnu og Erlingur Agnarsson kom gestunum yfir áður en fyrri hálfleikur var úti. Síðari hálfleikur var einkaeign Víkings. Erlingur bætti við þriðja markinu úr vítaspyrnu og í kjölfarið bætti Nikolaj Hansen við fjórða markinu áður en Helgi Guðjónsson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir gestina, lokatölur því 1-6 í Skessunni í dag. Víkingur einnig með fjögur stig – líkt og KR – á meðan FH er með þrjú stig eftir sigur á Kórdrengjum í fyrstu umferð riðilsins. Fótbolti Íslenski boltinn KR FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
KR-ingar slökuðu á undir lok leiks Segja má að leikur KR og Fram hafi verið leikur kattarins að músinni en gestirnir voru hársbreidd frá því að vinna sér inn sæti í Pepsi Max deild karla á síðustu leiktíð, þeir áttu hins vegar ekki roð í KR í dag. Staðan var 2-0 í hálfleik en í síðari hálfleik skoruðu KR-ingar að vild. Komust þeir í 7-0 áður en Haraldur Einar Ásgrímsson og Aron Þórður Albertsson minnkuðu muninn fyrir gestina undir lok leiks. Hinn 37 ára gamli Óskar Örn Hauksson skoraði þrennu í liði KR. Hans önnur á undirbúningstímabilinu en hann skoraði einnig þrennu gegn Fjölni á Reykjavíkurmótinu. Þá lagði Óskar Örn einnig upp tvö mörk í liði KR. Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk í liði KR og átti skot í stöng. Hin þrjú mörkin skoruðu Pálmi Rafn Pálmason úr vítaspyrnu, Atli Sigurjónsson með skoti af löngu færi í autt markið eftir að uppspil Fram misheppnaðist og Oddur Ingi Bjarnason skoraði svo í uppbótartíma leiksins. Skömmu áður hafði varamaðurinn Gunnar Gunnarsson fékk beint rautt spjald í liði Fram fyrir slæma tæklingu á Oddi Inga. Lokatölur 8-2 og KR komnir með fjögur stig að loknum tveimur leikjum en liðið gerði 1-1 jafntefli við Víking í fyrstu umferð riðilsins. Fram er með þrjú stig eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Þór Akureyri á sama tíma. Erlingur Agnarsson var frábær í liði Víkings í dag.Vísir/Bára Víkingar með sýningu í Skessunni Vuk Oskar Dimitrijevic kom heimamönnum í FH yfir snemma leiks eftir undirbúning Jónatans Inga Jónssonar en svo pökkuðu heimamenn einfaldlega í töskur og héldu heim. Karl Friðleifur Gunnarsson jafnaði metin fyrir Víking eftir aukaspyrnu og Erlingur Agnarsson kom gestunum yfir áður en fyrri hálfleikur var úti. Síðari hálfleikur var einkaeign Víkings. Erlingur bætti við þriðja markinu úr vítaspyrnu og í kjölfarið bætti Nikolaj Hansen við fjórða markinu áður en Helgi Guðjónsson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir gestina, lokatölur því 1-6 í Skessunni í dag. Víkingur einnig með fjögur stig – líkt og KR – á meðan FH er með þrjú stig eftir sigur á Kórdrengjum í fyrstu umferð riðilsins.
Fótbolti Íslenski boltinn KR FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira