Mikilvægt að auka jafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2021 21:01 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG og formaður starfshóps menntamálaráðherra um RÚV segir mikilvægt að bregðast við ójafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Formaður nýskipaðs starfshóps stjórnarþingmanna um Ríkisútvarpið segir að áhrif erlendra efnisveitna verði sérstaklega könnuð í vinnunni framundan. Mikilvægt sé að auka jafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla. Menntamálaráðherra hefur falið þremur stjórnarþingmönnum að sætta ólík sjónarmið um Ríkisútvarpið. Í hópnum sitja þingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki, Páll Magnússon Sjálfstæðisflokki og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrir hönd VG. Kolbeinn segir að markmiðið sé m.a. að rýna í núverandi skilgreiningu á hlutverki RÚV . „Þetta er gert svona að þessu sinni sem er mjög gott. Það þarf að kanna til hlýtar hvort að stjórnmálaflokkarnir nái saman niðurstöðu fyrir ráðherra. Svo ef það næst lending um þau flóknu og stóru mál sem þarna eru undir þá vinnur ráðherra væntanlega þingmál sem fer í hefðbundna þinglega meðferð í framhaldinu,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn segir að tekist hafi verið á um fjölmarga þætti Ríkisútvarpsins um langa hríð. Dreifikerfið, almannaþjónustuhlutverkið, fjármögnun stofnunarinnar og hvort hún eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. „Ég hef alltaf sagt við þá sem vilja taka miðilinn af auglýsingamarkaði hvað það þýði. Ég er ekki talsmaður auglýsinga í ríkisfjölmiðli, ég vil bara að við setjumst yfir þetta og skoðum hvernig við tryggjum RÚV tekjur til að sinna mikilvægu hlutverki sínu, sem verða æ mikilvægari einkum þegar kemur að menningarhlutverki stofnunarinnar,“ segir Kolbeinn. Fjölmiðlar á Íslandi hafa misst auglýsingatekjur til erlendra samfélagsmiðla og þá er mikil samkeppni við erlendar efnisveitur á borð við Netflix, Hulu og Amazon Prime. Kolbeinn segir að þetta verið einnig skoðað. „Það er eitt af verkefnum hópsins að skoða áhrif erlendra efnisveitna og samfélagsmiðla á Ríkisútvarpið og um leið á íslenskan fjölmiðlamarkað. Við förum t.d. yfir hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á tekjustreymi þeirra. Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra hafa verið að skoða þetta. Þetta er eitt af stórum málunum sem hópurinn á að kanna. Og jafnvel að leggja fram einhverjar tillögur um hvernig á að bregðast við. Því geta niðurstöður hópsins verið mjög víðfemar, þær geta teygt sig inní skattalög, lög um RÚV og fjölmiðlalög almennt. Ég tel að bregðast þurfi við. Það er ójafnt gefið þegar auglýsingar í innlendum fjölmiðlum kosta töluvert meira út af skattaumhverfi en í erlendum efnisveitum sem skila litlu sem engu til samfélagsins,“ segir Kolbeinn. Starfshópurinn á að skila niðurstöðu fyrir 3. mars. Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Netflix Google Facebook Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur falið þremur stjórnarþingmönnum að sætta ólík sjónarmið um Ríkisútvarpið. Í hópnum sitja þingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki, Páll Magnússon Sjálfstæðisflokki og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrir hönd VG. Kolbeinn segir að markmiðið sé m.a. að rýna í núverandi skilgreiningu á hlutverki RÚV . „Þetta er gert svona að þessu sinni sem er mjög gott. Það þarf að kanna til hlýtar hvort að stjórnmálaflokkarnir nái saman niðurstöðu fyrir ráðherra. Svo ef það næst lending um þau flóknu og stóru mál sem þarna eru undir þá vinnur ráðherra væntanlega þingmál sem fer í hefðbundna þinglega meðferð í framhaldinu,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn segir að tekist hafi verið á um fjölmarga þætti Ríkisútvarpsins um langa hríð. Dreifikerfið, almannaþjónustuhlutverkið, fjármögnun stofnunarinnar og hvort hún eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. „Ég hef alltaf sagt við þá sem vilja taka miðilinn af auglýsingamarkaði hvað það þýði. Ég er ekki talsmaður auglýsinga í ríkisfjölmiðli, ég vil bara að við setjumst yfir þetta og skoðum hvernig við tryggjum RÚV tekjur til að sinna mikilvægu hlutverki sínu, sem verða æ mikilvægari einkum þegar kemur að menningarhlutverki stofnunarinnar,“ segir Kolbeinn. Fjölmiðlar á Íslandi hafa misst auglýsingatekjur til erlendra samfélagsmiðla og þá er mikil samkeppni við erlendar efnisveitur á borð við Netflix, Hulu og Amazon Prime. Kolbeinn segir að þetta verið einnig skoðað. „Það er eitt af verkefnum hópsins að skoða áhrif erlendra efnisveitna og samfélagsmiðla á Ríkisútvarpið og um leið á íslenskan fjölmiðlamarkað. Við förum t.d. yfir hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á tekjustreymi þeirra. Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra hafa verið að skoða þetta. Þetta er eitt af stórum málunum sem hópurinn á að kanna. Og jafnvel að leggja fram einhverjar tillögur um hvernig á að bregðast við. Því geta niðurstöður hópsins verið mjög víðfemar, þær geta teygt sig inní skattalög, lög um RÚV og fjölmiðlalög almennt. Ég tel að bregðast þurfi við. Það er ójafnt gefið þegar auglýsingar í innlendum fjölmiðlum kosta töluvert meira út af skattaumhverfi en í erlendum efnisveitum sem skila litlu sem engu til samfélagsins,“ segir Kolbeinn. Starfshópurinn á að skila niðurstöðu fyrir 3. mars.
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Netflix Google Facebook Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira