Vanhugsuð tillaga um afslátt af sköttum fyrir ferðamenn Þórir Garðarsson skrifar 22. febrúar 2021 11:31 Kosningabarátta stjórnmálaflokkana er að fara af stað og áhugavert verður að fylgjast með hvað stefnu þeir hafa í málefnum ferðaþjónustunnar. Ég tel mjög mikilvægt fyrir ríkissjóð og almenning í landinu að ferðaþjónustufyrirtækin komist hratt upp úr þeim hamförum sem fylgt hafa Covid-19 veirunni og verði aftur sterk. Ferðaþjónustufyrirtækin munu draga vagninn þegar kemur að því sækja ferðamenn til landsins en þau eru orðin mjög löskuð. Skuldavandi þeirra eftir rúmlega eins árs tekjuleysi dregur út getu þeirra til að sækja fram á erlendum mörkuðum og keppa þar við fjölda annarra áfangastaða. Afsláttarhugmynd Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kom með þá hugmynd að ríkið myndi veita ferðaþjónustufyrirtækjum tímabundinn afslátt af gjöldum og lækka virðisaukaskatt til erlendra ferðamanna tímabundið. Þetta er í besta falli vanhugsuð aðgerð og það læðist að manni sá grunur að tilgangurinn sé í raun að hækka aftur gjöld um leið og sól rís og koma ferðaþjónustunni upp í hæsta virðisaukaskatts í þeim löndum sem við berum okkur saman við og erum í samkeppni við eins og var að stefnuskrá Viðreisnar fyrir örfáum árum. Hjálpar ekki fyrirtækjunum Ferðaþjónustan þarf ekki tímabundinn afslátt af sköttum og gjöldum á borð við þann sem Viðreisn boðar. Slíkur afsláttur hjálpar ekki fyrirtækjunum, heldur leiðir hann til verðlækkana og tekjutaps fyrir ríkissjóð með þeim afleiðingum að ferðamaðurinn skilur minna eftir sig. Ferðamenn munu koma hingað þrátt fyrir íslenskt verðlag. Þeir gerðu það fyrir Covid-19 og þeir munu gera það áfram ef rétt er að málum staðið og mun hraðar með fjárfestingu í öflugri markaðs- og kynningarstarfsemi. Gengi krónunnar er þar að auki hagstæðara í dag fyrir ferðamenn en áður. Það er ferðamaðurinn sem borgar skattinn Tímabundin lækkun virðisaukaskatts breytir litlu fyrir fyrirtækin því á endanum er það alltaf neytandinn – í þessu tilfelli erlendi ferðamaðurinn - sem borgar virðisaukaskattinn. Fyrirtækin gera það ekki, þau sjá aðeins um að innheimta skattinn fyrir ríkissjóð. Viðbúið er að tímabundin lækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu leiði til verðstríðs þegar fyrirtækin keppast um að ná viðskiptum. Erfiðlega mun ganga að hækka verð aftur þegar afsláttur rennur út. Verðstöðuleiki er mjög mikilvægur og við eigum ekki að setja Ísland á útsölu og fara að keppa á niðursettu verði. Fyrirtækin þurfa alvöru stuðning Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa allt aðra aðstoð en skattalækkun. Flest eru þau komin að fótum fram fjárhagslega, tekjulítil í heilt ár og skuldum vafin. Fyrirtækin þurfa ekki lán eða gjaldfresti. Þau glíma við skuldavanda. Þau þurfa hreina og klára styrki til að koma sér hratt í gang aftur, rekstrarlega og markaðslega. Allir eru sammála um að endurkoma erlendra ferðamanna í sumar eða haust skipti mestu máli til að þjóðarbúið rétti úr kútnum. En það gerist ekki með máttlausum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Besta fjárfestingin sem ríkissjóður getur ráðist í er að styðja fyrirtækin á fætur. Það skilar strax sköttum í ríkissjóð og dregur úr atvinnuleysi. Þeir takmörkuðu styrkir sem nú bjóðast gagnast aðeins litlum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þeir gera lítið fyrir stóru fyrirtækin sem hafa mestu afköstin. Þau lifa flest nú orðið aðeins á súrefninu, það er búið að skafa innan úr hverju einasta horni í „skápa skrapi“ eins og sagt er á mörgum heimilum þegar kreppir að. Viðspyrnustyrkir sem miðast við fimm starfsmenn nægja þessum fyrirtækjum engan veginn. Stjórnmálin þurfa hugsa stærra ef áhugi er á því að tryggja sem mestan og hraðastan ávinning af endurkomu erlendra ferðamanna. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningabarátta stjórnmálaflokkana er að fara af stað og áhugavert verður að fylgjast með hvað stefnu þeir hafa í málefnum ferðaþjónustunnar. Ég tel mjög mikilvægt fyrir ríkissjóð og almenning í landinu að ferðaþjónustufyrirtækin komist hratt upp úr þeim hamförum sem fylgt hafa Covid-19 veirunni og verði aftur sterk. Ferðaþjónustufyrirtækin munu draga vagninn þegar kemur að því sækja ferðamenn til landsins en þau eru orðin mjög löskuð. Skuldavandi þeirra eftir rúmlega eins árs tekjuleysi dregur út getu þeirra til að sækja fram á erlendum mörkuðum og keppa þar við fjölda annarra áfangastaða. Afsláttarhugmynd Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kom með þá hugmynd að ríkið myndi veita ferðaþjónustufyrirtækjum tímabundinn afslátt af gjöldum og lækka virðisaukaskatt til erlendra ferðamanna tímabundið. Þetta er í besta falli vanhugsuð aðgerð og það læðist að manni sá grunur að tilgangurinn sé í raun að hækka aftur gjöld um leið og sól rís og koma ferðaþjónustunni upp í hæsta virðisaukaskatts í þeim löndum sem við berum okkur saman við og erum í samkeppni við eins og var að stefnuskrá Viðreisnar fyrir örfáum árum. Hjálpar ekki fyrirtækjunum Ferðaþjónustan þarf ekki tímabundinn afslátt af sköttum og gjöldum á borð við þann sem Viðreisn boðar. Slíkur afsláttur hjálpar ekki fyrirtækjunum, heldur leiðir hann til verðlækkana og tekjutaps fyrir ríkissjóð með þeim afleiðingum að ferðamaðurinn skilur minna eftir sig. Ferðamenn munu koma hingað þrátt fyrir íslenskt verðlag. Þeir gerðu það fyrir Covid-19 og þeir munu gera það áfram ef rétt er að málum staðið og mun hraðar með fjárfestingu í öflugri markaðs- og kynningarstarfsemi. Gengi krónunnar er þar að auki hagstæðara í dag fyrir ferðamenn en áður. Það er ferðamaðurinn sem borgar skattinn Tímabundin lækkun virðisaukaskatts breytir litlu fyrir fyrirtækin því á endanum er það alltaf neytandinn – í þessu tilfelli erlendi ferðamaðurinn - sem borgar virðisaukaskattinn. Fyrirtækin gera það ekki, þau sjá aðeins um að innheimta skattinn fyrir ríkissjóð. Viðbúið er að tímabundin lækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu leiði til verðstríðs þegar fyrirtækin keppast um að ná viðskiptum. Erfiðlega mun ganga að hækka verð aftur þegar afsláttur rennur út. Verðstöðuleiki er mjög mikilvægur og við eigum ekki að setja Ísland á útsölu og fara að keppa á niðursettu verði. Fyrirtækin þurfa alvöru stuðning Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa allt aðra aðstoð en skattalækkun. Flest eru þau komin að fótum fram fjárhagslega, tekjulítil í heilt ár og skuldum vafin. Fyrirtækin þurfa ekki lán eða gjaldfresti. Þau glíma við skuldavanda. Þau þurfa hreina og klára styrki til að koma sér hratt í gang aftur, rekstrarlega og markaðslega. Allir eru sammála um að endurkoma erlendra ferðamanna í sumar eða haust skipti mestu máli til að þjóðarbúið rétti úr kútnum. En það gerist ekki með máttlausum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Besta fjárfestingin sem ríkissjóður getur ráðist í er að styðja fyrirtækin á fætur. Það skilar strax sköttum í ríkissjóð og dregur úr atvinnuleysi. Þeir takmörkuðu styrkir sem nú bjóðast gagnast aðeins litlum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þeir gera lítið fyrir stóru fyrirtækin sem hafa mestu afköstin. Þau lifa flest nú orðið aðeins á súrefninu, það er búið að skafa innan úr hverju einasta horni í „skápa skrapi“ eins og sagt er á mörgum heimilum þegar kreppir að. Viðspyrnustyrkir sem miðast við fimm starfsmenn nægja þessum fyrirtækjum engan veginn. Stjórnmálin þurfa hugsa stærra ef áhugi er á því að tryggja sem mestan og hraðastan ávinning af endurkomu erlendra ferðamanna. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun