Ómetanlegt að geta þegið ráð frá sterkum leiðtogum Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 07:01 Sigyn Jónsdóttir hjá Men&Mice. Vísir/Vilhelm „Fræðslan nýttist mér beint inn í mín störf hjá Men&Mice þar sem ég fékk snemma tækifæri til að þróast í starfi og þar kom reynslan úr stjórnarstarfi félagsins ekki síður að góðum notum. Enn fremur gaf UAK mér sterkt tengslanet, sem hefur leitt af sér ýmis tækifæri sem ég efa að hefðu annars staðið mér til boða,“ segir Sigyn Jónsdóttir, VP of Customer Care hjá Men & Mice um það hvernig henni fannst félagsskapurinn UAK, Ungar athafnakonur, nýtast sér með beinum hætti á sinni framabraut. Sjálf var Sigyn formaður félagsins tímabilið 2017-2019. Það var þó af tilviljun sem hún dróst inn í félagsskapinn á sínum tíma. Sigyn er ein þeirra UAK kvenna sem mun taka þátt í ráðstefnu UAK sem haldin verður á laugardag í Hörpu. Í kjölfarið fylgja viðburðir í viku sem sérstaklega er ætlað ungum athafnakonum á framabraut. „Í UAK færðu tækifæri til að fræðast um atvinnulífið og fyrstu skrefin á vinnumarkaði, þú getur setið námskeið í samningatækni, fengið leiðtogaþjálfun og svo mætti lengi telja,“ segir Sigyn. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um málefni ungra kvenna í atvinnulífinu, tengt yfirskrift UAK ráðstefnunnar „Frá áhrifum til aðgerða – Vertu breytingin.“ Stjórnunarstarf og stjórnarseta Flestir viðskiptavinir hugbúnaðarfyrirtækisins Men&Mice eru í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu. Stöðuheiti Sigynjar hefur því ekki verið þýtt á íslensku, en erlend starfsheiti eru orðin æ algengari í íslensku atvinnulífi. Til skýringar á því í hverju starf Sigynjar felst, má segja að hennar helsta verkefni sé að leiða teymi sérfræðinga sem þjónusta viðskiptavini Men&Mice um allan heim, sbr. Vice President (VP) of Customer Care. Þá situr Sigyn í stjórn Tækniþróunarsjóðs, en það er sá sjóður Rannís sem veitir hvað hæstu styrkina fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Sigyn er með meistaragráðu í Management Science & Engineering frá Columbia University í Bandaríkjunum. Sigyn segir UAK hafa hjálpað sér mikið strax að loknu námi. Systir mín dró mig með sér á UAK fund fyrir nokkrum árum þegar ég var nýflutt heim frá New York þar sem ég hafði verið í meistaranámi. Það var einstök upplifun að mæta í fullan sal ungra kvenna með háleit markmið og skýra hugsjón og hlusta á sterkar kvenfyrirmyndir deila sinni reynslu,“ segir Sigyn. Á ráðstefnunni á laugardag mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður heimsráðs kvenleiðtoga flytja opnunarávarp. Meðal erlendra gesta eru Caritta Seppa, einn stofnenda og rekstrarstjóri Tespack, Emma Holten, aktavisti og pólitískur ráðgjafi Kvennaráðs Danmerkur og Salam Al-Nukta, aktavisti, frumkvöðull, stofnandi og framkvæmdastjóri ChangeMakers. Innlendir fyrirlesarar verða Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju, Birna Dröfn Birgisdóttir sköpunargleðifræðingur, María Bjarnadóttir lögfræðingur og doktorsnemi, Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu og Sigurlína Ingvarsdóttir sem starfar lengi starfaði hjá CCP en starfar nú hjá tölvuleikjafyrirtækinu Bonfire Studeos. Sigyn segir ungar konur geta fengið mikinn innblástur og stuðning með því að hlusta á og efla tengsl við aðrar konur í atvinnulífinu. Því var það þannig í hennar tilfelli, að strax á fyrsta fundi ákvað hún að taka þátt í UAK. „Ég man að á þessum fundi kviknaði hjá mér mikill áhugi á að taka þátt í starfsemi félagsins. Úr varð að ég sat í tvö ár sem formaður og leiddi starfsemi UAK ásamt framúrskarandi hópi kvenna sem ég á enn dýrmæt tengsl við í dag,“ segir Sigyn og bætir við: „En umfram allt er UAK mjög valdeflandi og hvetjandi félagsskapur sem gefur þér kraft og sjálfstraust í að takast á við krefjandi verkefni og láta gott af þér leiða.“ Sigyn segir það nýtast ungum konum vel að þiggja ráð frá eldri konum í atvinnulífinu og sterkum kvenfyrirmyndum.Vísir/Vilhelm Ungar konur sem vilja „vera“ breytingin Í kynningu UAK ráðstefnunnar segir meðal annars: Við erum ekki tilbúnar til þess að bíða eftir að hlutirnir breytist heldur ætlum við að taka virkan þátt í að skapa samfélagið sem við viljum búa í.“ Við spyrjum Sigyn, hvaða ráð hún geti gefið ungum konum í atvinnulífinu sem vilja ná því markmiði að vera sjálfar breytingin. „Til þess að vera breytingin þarftu að beita gagnrýnni hugsun og láta í þér heyra. Þú þarft að hugsa inn á við, og út á við. Hvernig beitir þú þér fyrir jafnrétti í nærumhverfinu og hvaða breytingar vilt þú sjá í samfélaginu? Það er svo mikilvægt að vita hvað þú stendur fyrir og vinna út frá því. Til að breyta hlutunum þarf svo að eiga samtal, og það er ekki einkasamtal kvenna því jafnréttismál varða okkur öll,“ segir Sigyn. Að sögn Sigynjar er hennar hlutverk á ráðstefnunni það að stýra spjalli við Sigríði Margréti Oddsdóttur framkvæmdastjóra Lyfju, um hvernig hægt er að nýta ástríðuna til að ná árangri í starfi. Í samtali sem þessu, segir Sigyn það nýtast ungum konum að þiggja ráð frá sér eldri konum. „Ég hlakka mjög mikið til að ræða við Siggu Möggu um hvernig ástríða knýr fram stærstu breytingarnar, í leik og starfi. Spjallið verður á léttu nótunum og ég ætla að sjálfsögðu að nýta mér aðstæður og þiggja ráð frá henni,“ segir Sigyn og bætir við: Það er ómetanlegt fyrir konu eins og mig, stjórnanda sem er að stíga sín fyrstu skref, að geta spurt sterka leiðtoga um aðferðir til árangurs, fórnir sem þarf að færa til að ná markmiðum sínum og hvernig sé hægt að takast á við þær daglegu áskoranir sem blasa við í teymisvinnu og fyrirtækjarekstri.“ Þetta er í fjórða sinn sem UAK stendur fyrir ráðstefnu og viðburðarviku sem þessari og segist Sigyn hafa trú á að stemningin verði góð. „Ég vona innilega að í framhaldinu skapist líflegar umræður með þátttöku áhorfenda, eins og vill oft verða á viðburðum UAK.“ Stjórnun Jafnréttismál Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 „Ég sæki kraft, hugmyndir og gleði“ Gestir Heimsþings kvenleiðtoga segja þingið afar mikilvægt fyrir stjórnendur í atvinnulífinu og alla umræðu um jafnréttismálin. Þangað sækja stjórnendur sér fræðslu, þekkingu, dæmisögur, niðurstöður rannsókna auk innblásturs, kraft og gleði. 12. nóvember 2020 12:26 Jafnréttismálin í útrás til Evrópu og Bandaríkjanna Þórey Vilhjálmsdóttir segir fyrirtækið Empower stefna á útrás með jafnréttismálin. Sérstaklega er horft til Evrópu og Bandaríkjanna. Í viðtali nefnir Þórey nokkur dæmi um algengar birtingarmyndir á kynbundnum fordómum á vinnustöðum. 11. nóvember 2020 12:22 „Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00 Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Sjálf var Sigyn formaður félagsins tímabilið 2017-2019. Það var þó af tilviljun sem hún dróst inn í félagsskapinn á sínum tíma. Sigyn er ein þeirra UAK kvenna sem mun taka þátt í ráðstefnu UAK sem haldin verður á laugardag í Hörpu. Í kjölfarið fylgja viðburðir í viku sem sérstaklega er ætlað ungum athafnakonum á framabraut. „Í UAK færðu tækifæri til að fræðast um atvinnulífið og fyrstu skrefin á vinnumarkaði, þú getur setið námskeið í samningatækni, fengið leiðtogaþjálfun og svo mætti lengi telja,“ segir Sigyn. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um málefni ungra kvenna í atvinnulífinu, tengt yfirskrift UAK ráðstefnunnar „Frá áhrifum til aðgerða – Vertu breytingin.“ Stjórnunarstarf og stjórnarseta Flestir viðskiptavinir hugbúnaðarfyrirtækisins Men&Mice eru í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu. Stöðuheiti Sigynjar hefur því ekki verið þýtt á íslensku, en erlend starfsheiti eru orðin æ algengari í íslensku atvinnulífi. Til skýringar á því í hverju starf Sigynjar felst, má segja að hennar helsta verkefni sé að leiða teymi sérfræðinga sem þjónusta viðskiptavini Men&Mice um allan heim, sbr. Vice President (VP) of Customer Care. Þá situr Sigyn í stjórn Tækniþróunarsjóðs, en það er sá sjóður Rannís sem veitir hvað hæstu styrkina fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Sigyn er með meistaragráðu í Management Science & Engineering frá Columbia University í Bandaríkjunum. Sigyn segir UAK hafa hjálpað sér mikið strax að loknu námi. Systir mín dró mig með sér á UAK fund fyrir nokkrum árum þegar ég var nýflutt heim frá New York þar sem ég hafði verið í meistaranámi. Það var einstök upplifun að mæta í fullan sal ungra kvenna með háleit markmið og skýra hugsjón og hlusta á sterkar kvenfyrirmyndir deila sinni reynslu,“ segir Sigyn. Á ráðstefnunni á laugardag mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður heimsráðs kvenleiðtoga flytja opnunarávarp. Meðal erlendra gesta eru Caritta Seppa, einn stofnenda og rekstrarstjóri Tespack, Emma Holten, aktavisti og pólitískur ráðgjafi Kvennaráðs Danmerkur og Salam Al-Nukta, aktavisti, frumkvöðull, stofnandi og framkvæmdastjóri ChangeMakers. Innlendir fyrirlesarar verða Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju, Birna Dröfn Birgisdóttir sköpunargleðifræðingur, María Bjarnadóttir lögfræðingur og doktorsnemi, Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu og Sigurlína Ingvarsdóttir sem starfar lengi starfaði hjá CCP en starfar nú hjá tölvuleikjafyrirtækinu Bonfire Studeos. Sigyn segir ungar konur geta fengið mikinn innblástur og stuðning með því að hlusta á og efla tengsl við aðrar konur í atvinnulífinu. Því var það þannig í hennar tilfelli, að strax á fyrsta fundi ákvað hún að taka þátt í UAK. „Ég man að á þessum fundi kviknaði hjá mér mikill áhugi á að taka þátt í starfsemi félagsins. Úr varð að ég sat í tvö ár sem formaður og leiddi starfsemi UAK ásamt framúrskarandi hópi kvenna sem ég á enn dýrmæt tengsl við í dag,“ segir Sigyn og bætir við: „En umfram allt er UAK mjög valdeflandi og hvetjandi félagsskapur sem gefur þér kraft og sjálfstraust í að takast á við krefjandi verkefni og láta gott af þér leiða.“ Sigyn segir það nýtast ungum konum vel að þiggja ráð frá eldri konum í atvinnulífinu og sterkum kvenfyrirmyndum.Vísir/Vilhelm Ungar konur sem vilja „vera“ breytingin Í kynningu UAK ráðstefnunnar segir meðal annars: Við erum ekki tilbúnar til þess að bíða eftir að hlutirnir breytist heldur ætlum við að taka virkan þátt í að skapa samfélagið sem við viljum búa í.“ Við spyrjum Sigyn, hvaða ráð hún geti gefið ungum konum í atvinnulífinu sem vilja ná því markmiði að vera sjálfar breytingin. „Til þess að vera breytingin þarftu að beita gagnrýnni hugsun og láta í þér heyra. Þú þarft að hugsa inn á við, og út á við. Hvernig beitir þú þér fyrir jafnrétti í nærumhverfinu og hvaða breytingar vilt þú sjá í samfélaginu? Það er svo mikilvægt að vita hvað þú stendur fyrir og vinna út frá því. Til að breyta hlutunum þarf svo að eiga samtal, og það er ekki einkasamtal kvenna því jafnréttismál varða okkur öll,“ segir Sigyn. Að sögn Sigynjar er hennar hlutverk á ráðstefnunni það að stýra spjalli við Sigríði Margréti Oddsdóttur framkvæmdastjóra Lyfju, um hvernig hægt er að nýta ástríðuna til að ná árangri í starfi. Í samtali sem þessu, segir Sigyn það nýtast ungum konum að þiggja ráð frá sér eldri konum. „Ég hlakka mjög mikið til að ræða við Siggu Möggu um hvernig ástríða knýr fram stærstu breytingarnar, í leik og starfi. Spjallið verður á léttu nótunum og ég ætla að sjálfsögðu að nýta mér aðstæður og þiggja ráð frá henni,“ segir Sigyn og bætir við: Það er ómetanlegt fyrir konu eins og mig, stjórnanda sem er að stíga sín fyrstu skref, að geta spurt sterka leiðtoga um aðferðir til árangurs, fórnir sem þarf að færa til að ná markmiðum sínum og hvernig sé hægt að takast á við þær daglegu áskoranir sem blasa við í teymisvinnu og fyrirtækjarekstri.“ Þetta er í fjórða sinn sem UAK stendur fyrir ráðstefnu og viðburðarviku sem þessari og segist Sigyn hafa trú á að stemningin verði góð. „Ég vona innilega að í framhaldinu skapist líflegar umræður með þátttöku áhorfenda, eins og vill oft verða á viðburðum UAK.“
Stjórnun Jafnréttismál Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 „Ég sæki kraft, hugmyndir og gleði“ Gestir Heimsþings kvenleiðtoga segja þingið afar mikilvægt fyrir stjórnendur í atvinnulífinu og alla umræðu um jafnréttismálin. Þangað sækja stjórnendur sér fræðslu, þekkingu, dæmisögur, niðurstöður rannsókna auk innblásturs, kraft og gleði. 12. nóvember 2020 12:26 Jafnréttismálin í útrás til Evrópu og Bandaríkjanna Þórey Vilhjálmsdóttir segir fyrirtækið Empower stefna á útrás með jafnréttismálin. Sérstaklega er horft til Evrópu og Bandaríkjanna. Í viðtali nefnir Þórey nokkur dæmi um algengar birtingarmyndir á kynbundnum fordómum á vinnustöðum. 11. nóvember 2020 12:22 „Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00 Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31
„Ég sæki kraft, hugmyndir og gleði“ Gestir Heimsþings kvenleiðtoga segja þingið afar mikilvægt fyrir stjórnendur í atvinnulífinu og alla umræðu um jafnréttismálin. Þangað sækja stjórnendur sér fræðslu, þekkingu, dæmisögur, niðurstöður rannsókna auk innblásturs, kraft og gleði. 12. nóvember 2020 12:26
Jafnréttismálin í útrás til Evrópu og Bandaríkjanna Þórey Vilhjálmsdóttir segir fyrirtækið Empower stefna á útrás með jafnréttismálin. Sérstaklega er horft til Evrópu og Bandaríkjanna. Í viðtali nefnir Þórey nokkur dæmi um algengar birtingarmyndir á kynbundnum fordómum á vinnustöðum. 11. nóvember 2020 12:22
„Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00
Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00