Rektor MH: „Auðvitað er manni brugðið að fá svona tölvupóst“ Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2021 10:14 Steinn Jóhannsson er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. „Auðvitað er manni brugðið að sjá svona tölvupóst,“ segir Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð um sprengjuhótunina sem send var á skólann í nótt. Lögregla var með mikinn viðbúnað við skólann í morgun vegna málsins, en nú hefur verið greint frá því að sambærilegar hótanir hafi verið sendar á þrjár stofnanir til viðbótar í nótt og gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki þessum hótunum. Steinn segir að hótunin hafi borist á netfang skólans. „Tölvupósturinn var á ensku og þar var sagt að það væri sprengja í skólanum sem myndi springa í dag. Við vöknum greinilega snemma í MH, því ég fæ póstinn frá skrifstofunni rétt fyrir sjö, er svo sestur við mitt skrifborð um 7:20. Við vorum þrír starfsmenn í húsi svo við þurfum ekkert að rýma skólann. Við lokum skólanum strax og á meðan verið er að loka skólanum þá er haft samband við lögreglu sem er mætt um tíu mínútum síðar. Þeir voru bara komnir á staðinn um hálf átta. Þetta gekk mjög vel og lán að við skyldum geta brugðist við áður en einhver var kominn í bygginguna.“ Þekkir ekki til sendandans Steinn segist ekki þekkja til þess einstaklings sem sendi hótunina. „Ég hef aldrei séð þetta nafn áður sem kom fyrir í tölvupóstinum.“ Hann segir að auðvitað er manni brugðið að sjá tölvupóst sem þennan. „Maður tekur þetta alvarlega. Ég tel að við brugðust hárrétt við, það er ákveðin viðbragðsáætlun í gildi þegar svona kemur upp sem framhaldsskólar fylgja.“ Kennsla hefst á ný í skólanum 12:55 og segist Steinn gera ráð fyrir að nemendur mæti af fullum krafti í skólann. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Lögregla var með mikinn viðbúnað við skólann í morgun vegna málsins, en nú hefur verið greint frá því að sambærilegar hótanir hafi verið sendar á þrjár stofnanir til viðbótar í nótt og gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki þessum hótunum. Steinn segir að hótunin hafi borist á netfang skólans. „Tölvupósturinn var á ensku og þar var sagt að það væri sprengja í skólanum sem myndi springa í dag. Við vöknum greinilega snemma í MH, því ég fæ póstinn frá skrifstofunni rétt fyrir sjö, er svo sestur við mitt skrifborð um 7:20. Við vorum þrír starfsmenn í húsi svo við þurfum ekkert að rýma skólann. Við lokum skólanum strax og á meðan verið er að loka skólanum þá er haft samband við lögreglu sem er mætt um tíu mínútum síðar. Þeir voru bara komnir á staðinn um hálf átta. Þetta gekk mjög vel og lán að við skyldum geta brugðist við áður en einhver var kominn í bygginguna.“ Þekkir ekki til sendandans Steinn segist ekki þekkja til þess einstaklings sem sendi hótunina. „Ég hef aldrei séð þetta nafn áður sem kom fyrir í tölvupóstinum.“ Hann segir að auðvitað er manni brugðið að sjá tölvupóst sem þennan. „Maður tekur þetta alvarlega. Ég tel að við brugðust hárrétt við, það er ákveðin viðbragðsáætlun í gildi þegar svona kemur upp sem framhaldsskólar fylgja.“ Kennsla hefst á ný í skólanum 12:55 og segist Steinn gera ráð fyrir að nemendur mæti af fullum krafti í skólann.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira