Ekki sjálfgefið að innbúið sé tryggt fyrir tjóni sem verður í náttúruhamförum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 13:15 Stórir jarðskjálftar riðu yfir Reykjanesið í gær í skjálftahrinu sem hófst fyrir nokkrum dögum í Krýsuvík. Vísir/Vilhelm Lauslega áætlað er talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. Ástæðan er sú að heimilin og fyrirtækin hafa ekki brunatryggt innbú og lausafé en slík brunatrygging er almennt innifalin í innbús- og heimilistryggingum tryggingafélaganna. Ekki er lögbundið að brunatryggja innbú og lausafé, líkt og er raunin með húseignina sjálfa, heldur er það valkvætt. Sé maður hins vegar ekki með slíka brunatryggingu og innbúið verður svo fyrir tjóni, til dæmis í jarðskjálfta, á maður ekki rétt á því að fá tjónið bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. „Reynslan okkar úr atburðum er að það er mjög oft vantryggt eða ótryggt, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum, innbú og lausafé og býsna algengt með heimili fólks að þá hefur það ekki gert ráðstafanir varðandi innbús- eða heimilistryggingu, sem bruni er innifalinn í, vegna þess að það er fast í að brunatryggingin sé skylda og því sé allt í góðu lagi,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Eigin áhætta í náttúruhamfaratryggingum nokkuð há Sé maður með viðeigandi tryggingu fyrir innbúi og lausafé sér tryggingafélagið um að innheimta tiltekið iðgjald sem rennur til Náttúruhamfaratryggingar. Þá á maður rétt á að fá tjónið bætt en Hulda Ragnheiður bendir á að eigin áhætta í náttúruhamfaratryggingum sé nokkuð há eða 200 þúsund krónur fyrir innbú og 400 þúsund krónur fyrir húseignir. Hún kveðst ekki vita til þess að svo mikið tjón hafi orðið í skjálftunum sem riðu yfir Reykjanesið í gær en bendir á að í Suðurlandsskjálftanum árið 2008, sem var 6,3 að stærð, hafi orðið mikið tjón á húseignum. Vísindamenn hafa varað við því að almenningur eigi að vera undir það búinn að stór skjálfti allt að 6,5 geti orðið í Brennisteinsfjöllum sem liggja á milli Kleifarvatns og Bláfjalla. „Þannig að við vitum alveg að í skjálfta sem er á bilinu 6,3 til 6,5 þá munum við að líkindum sjá verulegt tjón á húsum en þau eru hins vegar almennt ágætlega tryggð vegna skyldutryggingar á þeim,“ segir Hulda Ragnheiður. Nánari upplýsingar um náttúruhamfaratryggingar má nálgast hér á heimasíðu Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Ástæðan er sú að heimilin og fyrirtækin hafa ekki brunatryggt innbú og lausafé en slík brunatrygging er almennt innifalin í innbús- og heimilistryggingum tryggingafélaganna. Ekki er lögbundið að brunatryggja innbú og lausafé, líkt og er raunin með húseignina sjálfa, heldur er það valkvætt. Sé maður hins vegar ekki með slíka brunatryggingu og innbúið verður svo fyrir tjóni, til dæmis í jarðskjálfta, á maður ekki rétt á því að fá tjónið bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. „Reynslan okkar úr atburðum er að það er mjög oft vantryggt eða ótryggt, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum, innbú og lausafé og býsna algengt með heimili fólks að þá hefur það ekki gert ráðstafanir varðandi innbús- eða heimilistryggingu, sem bruni er innifalinn í, vegna þess að það er fast í að brunatryggingin sé skylda og því sé allt í góðu lagi,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Eigin áhætta í náttúruhamfaratryggingum nokkuð há Sé maður með viðeigandi tryggingu fyrir innbúi og lausafé sér tryggingafélagið um að innheimta tiltekið iðgjald sem rennur til Náttúruhamfaratryggingar. Þá á maður rétt á að fá tjónið bætt en Hulda Ragnheiður bendir á að eigin áhætta í náttúruhamfaratryggingum sé nokkuð há eða 200 þúsund krónur fyrir innbú og 400 þúsund krónur fyrir húseignir. Hún kveðst ekki vita til þess að svo mikið tjón hafi orðið í skjálftunum sem riðu yfir Reykjanesið í gær en bendir á að í Suðurlandsskjálftanum árið 2008, sem var 6,3 að stærð, hafi orðið mikið tjón á húseignum. Vísindamenn hafa varað við því að almenningur eigi að vera undir það búinn að stór skjálfti allt að 6,5 geti orðið í Brennisteinsfjöllum sem liggja á milli Kleifarvatns og Bláfjalla. „Þannig að við vitum alveg að í skjálfta sem er á bilinu 6,3 til 6,5 þá munum við að líkindum sjá verulegt tjón á húsum en þau eru hins vegar almennt ágætlega tryggð vegna skyldutryggingar á þeim,“ segir Hulda Ragnheiður. Nánari upplýsingar um náttúruhamfaratryggingar má nálgast hér á heimasíðu Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira