Segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín og lögreglustjóra Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 25. febrúar 2021 19:32 Dómsmálaráðherra segir ekkert hafa verið óeðlilegt við símtöl hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. Í reglulegri dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að liðinni Þorláksmessu, sem send var fjölmiðlum, kom fram að Bjarni Benediktsson hefði verið meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur um samkomutakmarkanir hafi verið brotnar. Eftir það átti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra símtöl við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu um verklagsreglur lögreglunnar. Var það eðlilegt að ráðherra hringi í lögreglustjóra um þetta mál? „Ég á mikil samskipti við lögregluna. Samtalið snerist ekki um þetta mál, heldur verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglunnar, sem ég fékk miklar spurningar um, meðal annars frá fjölmiðlum. Það er nú ég sem þarf að svara fyrir lögregluna oft á tíðum og þekkja hennar mál. Ég á, sem betur fer, í góðum samskiptum við lögregluna,“ sagði Áslaug Arna. En tilefnið var kannski vissulega þetta mál? „Tilefnið var dagbókarfærslan sem vakti athygli. Fjölmiðlar fjölluðu um að hún hefði verið sérstök, og því vildi ég vita áður en ég tjáði mig um það hvernig verklagsreglur um dagbókarfærslur væru.“ Áslaug kveðst þá ekki sjá líkindi milli málsins og máls Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem sagði af sér í kjölfar Lekamálsins. Þar hafði hún meðal annars samskipti við lögreglustjóra vegna máls sem var til meðferðar hjá lögreglu. „Ég hef engin afskipti af nokkrum málum sem eru á borðum lögreglunnar,“ segir Áslaug sem kveðst ekki hafa haft skoðun á dagbókarfærslunni sem slíkri. Hún hafi aðeins verið að óska eftir upplýsingum. Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Lögreglan Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Sjá meira
Í reglulegri dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að liðinni Þorláksmessu, sem send var fjölmiðlum, kom fram að Bjarni Benediktsson hefði verið meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur um samkomutakmarkanir hafi verið brotnar. Eftir það átti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra símtöl við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu um verklagsreglur lögreglunnar. Var það eðlilegt að ráðherra hringi í lögreglustjóra um þetta mál? „Ég á mikil samskipti við lögregluna. Samtalið snerist ekki um þetta mál, heldur verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglunnar, sem ég fékk miklar spurningar um, meðal annars frá fjölmiðlum. Það er nú ég sem þarf að svara fyrir lögregluna oft á tíðum og þekkja hennar mál. Ég á, sem betur fer, í góðum samskiptum við lögregluna,“ sagði Áslaug Arna. En tilefnið var kannski vissulega þetta mál? „Tilefnið var dagbókarfærslan sem vakti athygli. Fjölmiðlar fjölluðu um að hún hefði verið sérstök, og því vildi ég vita áður en ég tjáði mig um það hvernig verklagsreglur um dagbókarfærslur væru.“ Áslaug kveðst þá ekki sjá líkindi milli málsins og máls Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem sagði af sér í kjölfar Lekamálsins. Þar hafði hún meðal annars samskipti við lögreglustjóra vegna máls sem var til meðferðar hjá lögreglu. „Ég hef engin afskipti af nokkrum málum sem eru á borðum lögreglunnar,“ segir Áslaug sem kveðst ekki hafa haft skoðun á dagbókarfærslunni sem slíkri. Hún hafi aðeins verið að óska eftir upplýsingum.
Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Lögreglan Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Sjá meira