Segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín og lögreglustjóra Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 25. febrúar 2021 19:32 Dómsmálaráðherra segir ekkert hafa verið óeðlilegt við símtöl hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. Í reglulegri dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að liðinni Þorláksmessu, sem send var fjölmiðlum, kom fram að Bjarni Benediktsson hefði verið meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur um samkomutakmarkanir hafi verið brotnar. Eftir það átti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra símtöl við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu um verklagsreglur lögreglunnar. Var það eðlilegt að ráðherra hringi í lögreglustjóra um þetta mál? „Ég á mikil samskipti við lögregluna. Samtalið snerist ekki um þetta mál, heldur verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglunnar, sem ég fékk miklar spurningar um, meðal annars frá fjölmiðlum. Það er nú ég sem þarf að svara fyrir lögregluna oft á tíðum og þekkja hennar mál. Ég á, sem betur fer, í góðum samskiptum við lögregluna,“ sagði Áslaug Arna. En tilefnið var kannski vissulega þetta mál? „Tilefnið var dagbókarfærslan sem vakti athygli. Fjölmiðlar fjölluðu um að hún hefði verið sérstök, og því vildi ég vita áður en ég tjáði mig um það hvernig verklagsreglur um dagbókarfærslur væru.“ Áslaug kveðst þá ekki sjá líkindi milli málsins og máls Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem sagði af sér í kjölfar Lekamálsins. Þar hafði hún meðal annars samskipti við lögreglustjóra vegna máls sem var til meðferðar hjá lögreglu. „Ég hef engin afskipti af nokkrum málum sem eru á borðum lögreglunnar,“ segir Áslaug sem kveðst ekki hafa haft skoðun á dagbókarfærslunni sem slíkri. Hún hafi aðeins verið að óska eftir upplýsingum. Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Lögreglan Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Í reglulegri dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að liðinni Þorláksmessu, sem send var fjölmiðlum, kom fram að Bjarni Benediktsson hefði verið meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur um samkomutakmarkanir hafi verið brotnar. Eftir það átti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra símtöl við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu um verklagsreglur lögreglunnar. Var það eðlilegt að ráðherra hringi í lögreglustjóra um þetta mál? „Ég á mikil samskipti við lögregluna. Samtalið snerist ekki um þetta mál, heldur verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglunnar, sem ég fékk miklar spurningar um, meðal annars frá fjölmiðlum. Það er nú ég sem þarf að svara fyrir lögregluna oft á tíðum og þekkja hennar mál. Ég á, sem betur fer, í góðum samskiptum við lögregluna,“ sagði Áslaug Arna. En tilefnið var kannski vissulega þetta mál? „Tilefnið var dagbókarfærslan sem vakti athygli. Fjölmiðlar fjölluðu um að hún hefði verið sérstök, og því vildi ég vita áður en ég tjáði mig um það hvernig verklagsreglur um dagbókarfærslur væru.“ Áslaug kveðst þá ekki sjá líkindi milli málsins og máls Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem sagði af sér í kjölfar Lekamálsins. Þar hafði hún meðal annars samskipti við lögreglustjóra vegna máls sem var til meðferðar hjá lögreglu. „Ég hef engin afskipti af nokkrum málum sem eru á borðum lögreglunnar,“ segir Áslaug sem kveðst ekki hafa haft skoðun á dagbókarfærslunni sem slíkri. Hún hafi aðeins verið að óska eftir upplýsingum.
Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Lögreglan Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira