Hvar eru brýrnar á evruseðlunum? Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2021 09:01 Þegar peningaseðlarnir hverfa munu fá okkar væntanlega sakna þeirra vegna fagurfræðilegra sjónarmiða. Í þau örfáu skipti sem ég dreg fram brakandi Brynjólf Sveinsson gef ég mér sjaldan tíma til að virða seðilinn sérstaklega fyrir mér og hugsa um í hvað í ósköpunum maðurinn er klæddur. Á seðlum má þó oft finna áhugavert myndefni og fá jafnvel tilfinningu fyrir hvernig útgáfulöndin kjósa að birtast umheiminum. Það er því engin tilviljun að Jónas Hallgrímsson og lóan sjálf prýði nýjasta seðilinn okkar, 10.000 krónurnar frá árinu 2013. Hefði hann verið gefinn út þremur árum síðar mætti færa rök fyrir því að smella fúlskeggjuðum Aroni Einari Gunnarssyni með upprétta arma í miðju klappi á seðilinn. Það er svo sem ekki of seint ef Seðlabankinn hefur áhuga á að bæta við flóruna. Annað slagið eru seðlar endurhannaðir, hvort sem tilefnið er að auka varnir gegn peningafölsun eða laga myndefni að nútímanum og tíðarandanum. Nú stendur sem dæmi til að endurhanna 20 dollara seðil Bandaríkjanna og verður mynd af Andrew Jackson, sjöunda forseta landsins, skipt út fyrir mannréttindafrömuðinn Harriet Tubman. Við sjálfstæði Lýðveldisins Kongó á sínum tíma var andliti einræðisherrans Mobutu Sese Seko ekki skipt út fyrir sjálfstæðishetju eða heppilegra myndefni heldur bókstaflega fjarlægt. Andlit hans var klippt af seðlunum og sat eftir stórt og myndarlegt gat. Bakhlið tuttugu evru seðils.Getty Evran Þegar ný mynt er gefin út gefst þó færi til að hanna herlegheitin frá grunni. Árið 2002 voru fyrstu evruseðlarnir gefnir út og þá þurfti eðlilega að finna hentugt myndefni. Aftan á seðlana hafði austurríski listamaðurinn Robert Kalina teiknað fallegar brýr héðan og þaðan úr álfunni, til dæmis frá Ítalíu og Frakklandi. Það dugði þó aldeilis ekki til annars en að valda ósætti meðal þeirra sem ekki áttu fulltrúa á seðlunum sjö. Því voru nýjar brýr teiknaðar, ímyndaðar brýr úr kollinum á Kalina, sem endurspegla áttu hina ýmsu byggingarstíla. Til að slá í gegn í góðu samkvæmi má því draga fram evruseðil, benda á brúna á bakhliðinni og ljóstra því upp að viðkomandi brú sé ekki til. Svo teygar maður góðan sopa rétt á meðan veislugestir grípa andköf af hrifningu. En eru brýrnar í alvörunni ekki til? Meistari Robin Stam Mér er nokk sama hvaða listafólk þið nefnið og hversu virt það er. Fyrir mér er Hollendingurinn Robin Stam hinn eini og sanni meistari. Ég viðurkenni þó að hér nota ég orðið „meistari“ heldur í því samhengi sem knattspyrnuáhugafólk notar um gamlan skólafélaga í hálfleik. Árið 2011 plataði Stam þessi fulltrúa hollenska bæjarins Spijkenisse með sér í að reisa allar brýrnar sjö í bænum. Allar voru þær málaðar sömu litum og viðkomandi seðlar og geta áhugasamir ferðalangar nú virt fyrir sér brýrnar frægu, sem þeir héldu væntanlega áður að væru gamlar og merkilegar brýr víða um álfuna eða hugarburður Robert Kalina. Þetta kalla ég nýsköpun í ferðaþjónustu. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenska krónan Evrópusambandið Myndlist Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Skoðun Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þegar peningaseðlarnir hverfa munu fá okkar væntanlega sakna þeirra vegna fagurfræðilegra sjónarmiða. Í þau örfáu skipti sem ég dreg fram brakandi Brynjólf Sveinsson gef ég mér sjaldan tíma til að virða seðilinn sérstaklega fyrir mér og hugsa um í hvað í ósköpunum maðurinn er klæddur. Á seðlum má þó oft finna áhugavert myndefni og fá jafnvel tilfinningu fyrir hvernig útgáfulöndin kjósa að birtast umheiminum. Það er því engin tilviljun að Jónas Hallgrímsson og lóan sjálf prýði nýjasta seðilinn okkar, 10.000 krónurnar frá árinu 2013. Hefði hann verið gefinn út þremur árum síðar mætti færa rök fyrir því að smella fúlskeggjuðum Aroni Einari Gunnarssyni með upprétta arma í miðju klappi á seðilinn. Það er svo sem ekki of seint ef Seðlabankinn hefur áhuga á að bæta við flóruna. Annað slagið eru seðlar endurhannaðir, hvort sem tilefnið er að auka varnir gegn peningafölsun eða laga myndefni að nútímanum og tíðarandanum. Nú stendur sem dæmi til að endurhanna 20 dollara seðil Bandaríkjanna og verður mynd af Andrew Jackson, sjöunda forseta landsins, skipt út fyrir mannréttindafrömuðinn Harriet Tubman. Við sjálfstæði Lýðveldisins Kongó á sínum tíma var andliti einræðisherrans Mobutu Sese Seko ekki skipt út fyrir sjálfstæðishetju eða heppilegra myndefni heldur bókstaflega fjarlægt. Andlit hans var klippt af seðlunum og sat eftir stórt og myndarlegt gat. Bakhlið tuttugu evru seðils.Getty Evran Þegar ný mynt er gefin út gefst þó færi til að hanna herlegheitin frá grunni. Árið 2002 voru fyrstu evruseðlarnir gefnir út og þá þurfti eðlilega að finna hentugt myndefni. Aftan á seðlana hafði austurríski listamaðurinn Robert Kalina teiknað fallegar brýr héðan og þaðan úr álfunni, til dæmis frá Ítalíu og Frakklandi. Það dugði þó aldeilis ekki til annars en að valda ósætti meðal þeirra sem ekki áttu fulltrúa á seðlunum sjö. Því voru nýjar brýr teiknaðar, ímyndaðar brýr úr kollinum á Kalina, sem endurspegla áttu hina ýmsu byggingarstíla. Til að slá í gegn í góðu samkvæmi má því draga fram evruseðil, benda á brúna á bakhliðinni og ljóstra því upp að viðkomandi brú sé ekki til. Svo teygar maður góðan sopa rétt á meðan veislugestir grípa andköf af hrifningu. En eru brýrnar í alvörunni ekki til? Meistari Robin Stam Mér er nokk sama hvaða listafólk þið nefnið og hversu virt það er. Fyrir mér er Hollendingurinn Robin Stam hinn eini og sanni meistari. Ég viðurkenni þó að hér nota ég orðið „meistari“ heldur í því samhengi sem knattspyrnuáhugafólk notar um gamlan skólafélaga í hálfleik. Árið 2011 plataði Stam þessi fulltrúa hollenska bæjarins Spijkenisse með sér í að reisa allar brýrnar sjö í bænum. Allar voru þær málaðar sömu litum og viðkomandi seðlar og geta áhugasamir ferðalangar nú virt fyrir sér brýrnar frægu, sem þeir héldu væntanlega áður að væru gamlar og merkilegar brýr víða um álfuna eða hugarburður Robert Kalina. Þetta kalla ég nýsköpun í ferðaþjónustu. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun