Frábær endurkoma Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arsenal sótti þrjú stig til Leciester í dag.
Arsenal sótti þrjú stig til Leciester í dag. Rui Vieira/Getty

Arsenal gerði sér lítið fyrir og sótti þrjú sig á King Power leikvanginn í dag er liðið vann 3-1 sigur á heimamönnum í Leicester eftir að hafa lent 1-0 undir.

Það voru heimamenn sem, eins og áður segir, komust yfir á sjöttu mínútu en Youri Tielemans skoraði þá með laglegu skoti úr þröngu færi.

Arsenal snéri þó við taflinu fyrir hlé. David Luiz jafnaði á 39. mínútu eftir hornspyrnu Willian og í uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu.

Boltinn fór í hönd Wilfried Ndidi og Paul Tierney benti á punktinn eftir að hafa skoðað atvikið í skjánum. Alexandre Lacazette steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Nicolas Pepe skoraði svo þriðja mark Arsenal á sjöundu mínútu síðari hálfleiks en markið var einkar fallegt. Góður útisigur Arsenal eftir að hafa komist áfram á dramatískan hátt í Evrópudeildinni í vikunni.

Leicester er í þriðja sætinu með 49 stig en Arsenal er nú með 37 stig í níunda sætinu.

Crystal Palace og Fulham gerðu svo markalaust jafntefli í hinum leik dagsins. Palace er í þrettánda sæti með 33 stig en Fulham er í því átjánda, þremur stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira