Enski boltinn

Abramo­vich sagður búinn að gefa Chelsea grænt ljós á að kaupa Håland

Anton Ingi Leifsson skrifar
Håland hefur dregið Dortmund á herðum sér það sem af er leiktíð.
Håland hefur dregið Dortmund á herðum sér það sem af er leiktíð. Nico Vereecken/Getty

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur gefið félaginu grænt ljós á að kaupa norska framherjann Erling Braut Håland næsta sumar en Norðmaðurinn gæti yfirgefið Dortmund í sumar.

Hinn tvítugi Norðmaður hefur farið á kostum undanfarin ár. Hann skipti frá RB Salzburg til Dortmund í janúar og hefur haldið áfram að raða inn mörkum þar í Þýskalandi sem og Meistaradeild Evrópu.

Samkvæmt heimildum þýska blaðsins BILD segir að Chelsea vilji kaupa framherjann, eins og mörg önnur stórlið, en blaðið hefur það eftir heimildum sínum að eigandinn hafi gefið grænt ljós á að kaupa Håland.

Það verður þó ekki ódýrt. Håland mun kosta rúmlega hundrað milljónir punda en Thomas Tuchel, núverandi stjóri Chelsea, þjálfaði Dortmund á árunum 2015 til 2017 og er því enn með góð sambönd inn í félagið. Hvort að það hjálpi til er óvíst.

Ekki vantar peningana hjá hinum rússneska Abramovich en baráttan verður mikil. Mino Raiola, umboðsmaður Håland, segir að um tíu lið hafi efni á Håland en hann segir að fjögur félög í ensku úrvalsdeildinni fylgist náið með framherjanum.

Håland hefur skorað 26 mörk á leiktíðinni. Hann hefur þar af skorað sautján mörk í sautján leikjum í Bundesligunni og er Chelsea, eins og áður segir, einungis eitt af mörgum liðum sem er talið fylgjast með framvindu mála hjá Norðmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×