Ímyndum okkur að ég starfi á hönnunarstofu Hjördís Albersdóttir skrifar 1. mars 2021 17:30 Stofan er ein sú virtasta á landinu og hjá henni starfa um 100 hönnuðir. Viðskiptavinir stofunnar eru af öllum þjóðfélagsgerðum og -stigum og biðja um allskonar hönnun, allt frá hnífapörum og skóreimum til klósettseta og hringstiga. Beiðnum viðskiptavina er deilt til starfsfólks eftir sérhæfingu og áhuga hvers og eins. Aldrei hefur komið upp sú fyrirspurn sem ekki hefur verið hægt að leysa enda býr stofan yfir einstaklega jákvæðu, lausnamiðuðu og fjölhæfu starfsfólki. Aldrei hefur viðskiptavinur gengið óánægður út af stofunni því hönnun telst ekki klár fyrr en bæði viðskiptavinur og hönnuður eru sáttir við útkomu hennar. Yfirmaður minn leggur mikla áherslu á sjálfstæða og skapandi hugsun, hvetur mig til að hugsa út fyrir kassann og leita leiða sem ekki endilega eru augljósar eða fyrirfram ákveðnar. Á daglegum örfundi starfsmanna á kaffistofunni tekur hann ávallt fram að það sé kostur að hafa kjark og þor til breytinga og umbóta. Ég fæ allt það frelsi sem mér hugnast og eru allir vegir færir í listsköpun minni, hugmyndavinnu og útfærslu svo lengi sem viðskiptavinurinn er sáttur. „Erfiðir“ viðskiptavinir og sveigjanleiki Að sjálfsögðu eru til þeir viðskiptavinir sem hafa fastmótaðar, óhagganlegar og fyrirfram ákveðnar hugmyndir eða koma með gamlan hlut og vilja nánast eftirmynd af honum. Þau verkefni er ég fljót að vinna og ég geri af illri nauðsyn, ég kýs frekar að skapa sjálf, ögra sjálfri mér og viðskiptavininum. Ég legg mig alla fram um að tengjast viðkomandi og ræði mikið við hann og um hann. Í nær öllum tilfellum er viðskiptavinurinn jákvæður gagnvart oft glæfralegri hönnun minni enda finnur hann tengingu milli hönnunarinnar og eigin sjálfs. Við sem vinnum á stofunni erum ekki öll eins, sem er aldeilis frábært. Viðskiptavinir hafa misjafnar þarfir og því er hægt að beina þeim nákvæmlega þangað sem fyrirsjánlegt er að þeir verði ánægðastir með útkomuna. Einn samstarfsfélagi minn hefur sérhæft sig í hönnun timburhúsgagna, annar hannar aðallega hluti úr málmi og sá þriðji vill helst eingöngu notast við form náttúrunnar í sinni sköpun. Ég hef lagt mig fram um alhliða hönnun, ég legg meiri áherslu á viðskiptavininn en sérstakan efnivið eða stíl. Erfiðu viðskiptavinirnir eru oft sendir til mín, nema hvað mér finnst þeir ekki erfiðir. Mér finnst þeir auðga hugmyndaflæði mitt. Ég fæ stanslaust nýjar hugmyndir og finnst nauðsynlegt í mínu starfi að geta verið sveigjanleg og ekki föst í fyrirfram ákveðnum hugmyndum. Stólar í hinum ýmsu stærðum og gerðum eru um fimmtungur umbeðinna hönnunarverkefna stofunnar, sem er hæsta hlutfall hönnunarbeiðna fyrir ákveðinn hlut, enda eru stólar notaðir hvarvetna í þjóðfélaginu. Sex hönnuðir innan stofunnar hafa sérhæft sig í stólahönnun og taka eingöngu að sér slíka hönnun. Mun fleiri hafa þó tekið að sér einstök stólaverkefni og jafnvel unnið til hönnunarverðlauna fyrir þá hönnun sína. Ég hef hins vegar aldrei haft sérlegan áhuga á stólahönnun og hef því helst vísað þeim verkefnum frá mér enda nóg annað fyrir mig að gera. Hönnunarráð til bjargar stofunni… Stjórn stofunnar hefur skipað hönnunarráð. Hlutverk hönnunarráðs er að meta hvernig starfsfólkið heldur sér við í starfi og hvort úrbóta sé þörf innan stofunnar. Þar sem stólahönnun er stór partur af hönnunarbeiðnum til stofunnar þarf hver einasti starfsmaður í mars ár hvert að skila inn hönnun að stól til hönnunarráðs. Einu skilyrðin eru þau að stóllinn þarf að vera með baki og leðuráklæði, önnur hönnun er frjáls. Þetta hefur haft þau áhrif að í mínu daglega lífi er ég alltaf með augun opin fyrir stólum og hönnun þeirra, þrátt fyrir að hafa lítinn sem engan áhuga á þeim (mér þykja líka baklausir stólar fallegastir og vil sjálf helst sitja á kollum). Það hefur komið fyrir að ég er svo upptekin af því að horfa á hinar ýmsu gerðir stóla hvar sem ég fer að ég missi af öðrum meira spennandi og skemmtilegri hlutum í kringum mig. Ég eyði líka, að því er mér finnst, of miklum tíma af árinu í að undirbúa hönnunina sem ég á að skila inn í mars. Strax er líða tekur á haustið er ég ósjálfrátt farin að láta hugmyndir að stólahönnun trufla aðra hönnunarvinnu og einhvern veginn er krafa hönnunarráðs alltaf bak við eyrað. Megnið af febrúar fer svo í að fínpússa hönnunina og annað situr á hakanum. Þetta fer oft í taugarnar á viðskiptavinum þar sem hönnunin þeirra gengur ekki jafn hratt fyrir sig og þeir myndu kjósa. Ég er alltaf með hnút í maganum þegar ég stend fyrir framan hönnunarráð með stólahönnunina mína og upplifi mig sem ómögulegan hönnuð. Í október s.l. hannaði ég þó bæði vínstand sem komst í hönnunarkafla Vogue og handklæðaofn sem vann til verðlauna á alþjóðlegri hönnunarhátíð. Að auki hef ég verið tilnefnd til hönnunarverðlauna Kjarksins þrisvar sinnun, hönnunarráð fékk aldrei að vita af þessum viðurkenningum á störfum mínum. Þrátt fyrir þessar viðurkenningar hefur þetta haft þau áhrif að yfirmaður minn hvetur mig til að undirbúa mig vel fyrir fundinn með hönnunarráði og ég skuli nýta allan tíma sem ég mögulega hafi aflögu til að æfa mig í stólahönnun. Hann gerir sér samt grein fyrir því að ég hef lítinn sem engan áhuga á því og það tekur tíma frá minni eigin hönnun og raunverulegum viðskiptavinum. Ímyndum okkur nú að hönnunarstofan sé skóli. Ímyndum okkur líka að starfsfólkið séu nemendur. Ímyndum okkur enn frekar að viðskiptavinirnir séu það sem tekur við nemendum að skóla loknum. Ímyndum okkur að yfirmaðurinn sé blanda af kennurum og Aðalnámskrá. Ímyndum okkur að stjórnin sé menntayfirvöld. Ímyndum okkur að stólahönnun sé íslenska og stærðfræði. Ímyndum okkur að hönnunarráð sé samræmdu prófin. Að lokum skulum við ímynda okkur að hönnunarráð segi mér að stólahönnunin mín sé alls ekki nógu góð og ég þurfi heldur betur að taka mig saman í andlitinu ætli ég að halda vinnunni við stofuna. Þarf að segja meira? Höfundur er grunnskólakennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Stofan er ein sú virtasta á landinu og hjá henni starfa um 100 hönnuðir. Viðskiptavinir stofunnar eru af öllum þjóðfélagsgerðum og -stigum og biðja um allskonar hönnun, allt frá hnífapörum og skóreimum til klósettseta og hringstiga. Beiðnum viðskiptavina er deilt til starfsfólks eftir sérhæfingu og áhuga hvers og eins. Aldrei hefur komið upp sú fyrirspurn sem ekki hefur verið hægt að leysa enda býr stofan yfir einstaklega jákvæðu, lausnamiðuðu og fjölhæfu starfsfólki. Aldrei hefur viðskiptavinur gengið óánægður út af stofunni því hönnun telst ekki klár fyrr en bæði viðskiptavinur og hönnuður eru sáttir við útkomu hennar. Yfirmaður minn leggur mikla áherslu á sjálfstæða og skapandi hugsun, hvetur mig til að hugsa út fyrir kassann og leita leiða sem ekki endilega eru augljósar eða fyrirfram ákveðnar. Á daglegum örfundi starfsmanna á kaffistofunni tekur hann ávallt fram að það sé kostur að hafa kjark og þor til breytinga og umbóta. Ég fæ allt það frelsi sem mér hugnast og eru allir vegir færir í listsköpun minni, hugmyndavinnu og útfærslu svo lengi sem viðskiptavinurinn er sáttur. „Erfiðir“ viðskiptavinir og sveigjanleiki Að sjálfsögðu eru til þeir viðskiptavinir sem hafa fastmótaðar, óhagganlegar og fyrirfram ákveðnar hugmyndir eða koma með gamlan hlut og vilja nánast eftirmynd af honum. Þau verkefni er ég fljót að vinna og ég geri af illri nauðsyn, ég kýs frekar að skapa sjálf, ögra sjálfri mér og viðskiptavininum. Ég legg mig alla fram um að tengjast viðkomandi og ræði mikið við hann og um hann. Í nær öllum tilfellum er viðskiptavinurinn jákvæður gagnvart oft glæfralegri hönnun minni enda finnur hann tengingu milli hönnunarinnar og eigin sjálfs. Við sem vinnum á stofunni erum ekki öll eins, sem er aldeilis frábært. Viðskiptavinir hafa misjafnar þarfir og því er hægt að beina þeim nákvæmlega þangað sem fyrirsjánlegt er að þeir verði ánægðastir með útkomuna. Einn samstarfsfélagi minn hefur sérhæft sig í hönnun timburhúsgagna, annar hannar aðallega hluti úr málmi og sá þriðji vill helst eingöngu notast við form náttúrunnar í sinni sköpun. Ég hef lagt mig fram um alhliða hönnun, ég legg meiri áherslu á viðskiptavininn en sérstakan efnivið eða stíl. Erfiðu viðskiptavinirnir eru oft sendir til mín, nema hvað mér finnst þeir ekki erfiðir. Mér finnst þeir auðga hugmyndaflæði mitt. Ég fæ stanslaust nýjar hugmyndir og finnst nauðsynlegt í mínu starfi að geta verið sveigjanleg og ekki föst í fyrirfram ákveðnum hugmyndum. Stólar í hinum ýmsu stærðum og gerðum eru um fimmtungur umbeðinna hönnunarverkefna stofunnar, sem er hæsta hlutfall hönnunarbeiðna fyrir ákveðinn hlut, enda eru stólar notaðir hvarvetna í þjóðfélaginu. Sex hönnuðir innan stofunnar hafa sérhæft sig í stólahönnun og taka eingöngu að sér slíka hönnun. Mun fleiri hafa þó tekið að sér einstök stólaverkefni og jafnvel unnið til hönnunarverðlauna fyrir þá hönnun sína. Ég hef hins vegar aldrei haft sérlegan áhuga á stólahönnun og hef því helst vísað þeim verkefnum frá mér enda nóg annað fyrir mig að gera. Hönnunarráð til bjargar stofunni… Stjórn stofunnar hefur skipað hönnunarráð. Hlutverk hönnunarráðs er að meta hvernig starfsfólkið heldur sér við í starfi og hvort úrbóta sé þörf innan stofunnar. Þar sem stólahönnun er stór partur af hönnunarbeiðnum til stofunnar þarf hver einasti starfsmaður í mars ár hvert að skila inn hönnun að stól til hönnunarráðs. Einu skilyrðin eru þau að stóllinn þarf að vera með baki og leðuráklæði, önnur hönnun er frjáls. Þetta hefur haft þau áhrif að í mínu daglega lífi er ég alltaf með augun opin fyrir stólum og hönnun þeirra, þrátt fyrir að hafa lítinn sem engan áhuga á þeim (mér þykja líka baklausir stólar fallegastir og vil sjálf helst sitja á kollum). Það hefur komið fyrir að ég er svo upptekin af því að horfa á hinar ýmsu gerðir stóla hvar sem ég fer að ég missi af öðrum meira spennandi og skemmtilegri hlutum í kringum mig. Ég eyði líka, að því er mér finnst, of miklum tíma af árinu í að undirbúa hönnunina sem ég á að skila inn í mars. Strax er líða tekur á haustið er ég ósjálfrátt farin að láta hugmyndir að stólahönnun trufla aðra hönnunarvinnu og einhvern veginn er krafa hönnunarráðs alltaf bak við eyrað. Megnið af febrúar fer svo í að fínpússa hönnunina og annað situr á hakanum. Þetta fer oft í taugarnar á viðskiptavinum þar sem hönnunin þeirra gengur ekki jafn hratt fyrir sig og þeir myndu kjósa. Ég er alltaf með hnút í maganum þegar ég stend fyrir framan hönnunarráð með stólahönnunina mína og upplifi mig sem ómögulegan hönnuð. Í október s.l. hannaði ég þó bæði vínstand sem komst í hönnunarkafla Vogue og handklæðaofn sem vann til verðlauna á alþjóðlegri hönnunarhátíð. Að auki hef ég verið tilnefnd til hönnunarverðlauna Kjarksins þrisvar sinnun, hönnunarráð fékk aldrei að vita af þessum viðurkenningum á störfum mínum. Þrátt fyrir þessar viðurkenningar hefur þetta haft þau áhrif að yfirmaður minn hvetur mig til að undirbúa mig vel fyrir fundinn með hönnunarráði og ég skuli nýta allan tíma sem ég mögulega hafi aflögu til að æfa mig í stólahönnun. Hann gerir sér samt grein fyrir því að ég hef lítinn sem engan áhuga á því og það tekur tíma frá minni eigin hönnun og raunverulegum viðskiptavinum. Ímyndum okkur nú að hönnunarstofan sé skóli. Ímyndum okkur líka að starfsfólkið séu nemendur. Ímyndum okkur enn frekar að viðskiptavinirnir séu það sem tekur við nemendum að skóla loknum. Ímyndum okkur að yfirmaðurinn sé blanda af kennurum og Aðalnámskrá. Ímyndum okkur að stjórnin sé menntayfirvöld. Ímyndum okkur að stólahönnun sé íslenska og stærðfræði. Ímyndum okkur að hönnunarráð sé samræmdu prófin. Að lokum skulum við ímynda okkur að hönnunarráð segi mér að stólahönnunin mín sé alls ekki nógu góð og ég þurfi heldur betur að taka mig saman í andlitinu ætli ég að halda vinnunni við stofuna. Þarf að segja meira? Höfundur er grunnskólakennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun