Kristófer: Enginn að spila vörn og enginn á sömu blaðsíðu Smári Jökull Jónsson skrifar 1. mars 2021 21:29 Kristófer Acox sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 11 stig fyrir Valsmenn í tapi gegn Grindavík. vísir/vilhelm Kristófer Acox var ekki ánægður með leik Vals sem tapaði gegn Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld. „Aðallega var þetta varnarleikurinn, við fáum á okkur nærri 100 stig og vorum að spila mjög slappa vörn fannst mér alveg frá fyrstu mínútu. Við byrjum strax að elta og náum aldrei að komast yfir þennan múr að jafna eða komast yfir,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Valsliðið hafði aldrei forystuna í leiknum en héldu sig samt í námunda við heimamenn og virtust ætla að bíta frá sér í þriðja leikhluta þegar varnarleikurinn lagaðist. „Þeir eru þannig lið að þegar þeir byrja að setja þessi villtu og erfiðu skot er mjög erfitt að eiga við þá. Það er mjög erfitt að byrja á því að elta.“ „Það er svolítið okkar að við sýnum inn á milli hvað við getum verið öflugir og spilað góða vörn, sýnum það í 1-2 varnir og svo er þetta meira af því sama gamla. Enginn að spila vörn og enginn á sömu blaðsíðu. Við gefum of mikið af auðveldum stigum og það er eitthvað sem við eigum langt í land með.“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals sagði að það hefði verið eins og Valsliðið hefði verið að koma úr tveggja vikna fríi frekar en tveggja vikna æfingum. „Við nýttum þessa pásu eins og flestir, reynum að æfa en við erum að fá inn tvo nýja leikmenn. Ég náði ekkert að æfa í hléinu. Fyrir hlé vorum við ekkert á góðum stað sem lið en við erum með mikið af leikmönnum og þurfum að koma þeim öllum á sömu blaðsíðuna.“ „Menn þurfa að draga inn andann, róa sig niður og finna sjálfstraustið. Það eru mjög margir í liðinu okkar að spila töluvert undir getu en við höfum ekki tíma til að vera að gera mistök. Við höfum ekki þann lúxus að geta misst tvö eða fjögur stig hér og þar.“ Fyrir leikinn voru Valsarar tveimur stigum á eftir Grindavík í 9.sætinu en missa Suðurnesjaliðið fram úr sér núna. „Við erum ekki í sæti fyrir úrslitakeppni eins og er. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í þessu móti þá þurfum við að koma í alla leiki til að vinna og sækja tvö stig.“ Dominos-deild karla Valur UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 97-85 | Valsmenn höfðu ekki erindi sem erfiði í Grindavík Grindvíkingar unnu góðan sigur á liði Vals í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn leiddu allan leikinn og unnu að lokum 97-85 sigur. 1. mars 2021 20:50 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Sjá meira
„Aðallega var þetta varnarleikurinn, við fáum á okkur nærri 100 stig og vorum að spila mjög slappa vörn fannst mér alveg frá fyrstu mínútu. Við byrjum strax að elta og náum aldrei að komast yfir þennan múr að jafna eða komast yfir,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Valsliðið hafði aldrei forystuna í leiknum en héldu sig samt í námunda við heimamenn og virtust ætla að bíta frá sér í þriðja leikhluta þegar varnarleikurinn lagaðist. „Þeir eru þannig lið að þegar þeir byrja að setja þessi villtu og erfiðu skot er mjög erfitt að eiga við þá. Það er mjög erfitt að byrja á því að elta.“ „Það er svolítið okkar að við sýnum inn á milli hvað við getum verið öflugir og spilað góða vörn, sýnum það í 1-2 varnir og svo er þetta meira af því sama gamla. Enginn að spila vörn og enginn á sömu blaðsíðu. Við gefum of mikið af auðveldum stigum og það er eitthvað sem við eigum langt í land með.“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals sagði að það hefði verið eins og Valsliðið hefði verið að koma úr tveggja vikna fríi frekar en tveggja vikna æfingum. „Við nýttum þessa pásu eins og flestir, reynum að æfa en við erum að fá inn tvo nýja leikmenn. Ég náði ekkert að æfa í hléinu. Fyrir hlé vorum við ekkert á góðum stað sem lið en við erum með mikið af leikmönnum og þurfum að koma þeim öllum á sömu blaðsíðuna.“ „Menn þurfa að draga inn andann, róa sig niður og finna sjálfstraustið. Það eru mjög margir í liðinu okkar að spila töluvert undir getu en við höfum ekki tíma til að vera að gera mistök. Við höfum ekki þann lúxus að geta misst tvö eða fjögur stig hér og þar.“ Fyrir leikinn voru Valsarar tveimur stigum á eftir Grindavík í 9.sætinu en missa Suðurnesjaliðið fram úr sér núna. „Við erum ekki í sæti fyrir úrslitakeppni eins og er. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í þessu móti þá þurfum við að koma í alla leiki til að vinna og sækja tvö stig.“
Dominos-deild karla Valur UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 97-85 | Valsmenn höfðu ekki erindi sem erfiði í Grindavík Grindvíkingar unnu góðan sigur á liði Vals í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn leiddu allan leikinn og unnu að lokum 97-85 sigur. 1. mars 2021 20:50 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Valur 97-85 | Valsmenn höfðu ekki erindi sem erfiði í Grindavík Grindvíkingar unnu góðan sigur á liði Vals í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn leiddu allan leikinn og unnu að lokum 97-85 sigur. 1. mars 2021 20:50