Aðstoðarmaður Lady Gaga tjáir sig um skotárásina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2021 23:20 Önnur myndanna sem Fischer birti á Instagram. Búist er við að hann nái fullum bata. Instagram/@valleyofthedogs Ryan Fischer, aðstoðarmaður söngkonunnar Lady Gaga, er á batavegi eftir að hann var skotinn í síðustu viku þegar hann var á gangi með hunda söngkonunnar. Tveimur hundanna var stolið en þeim var komið aftur til söngkonunnar á föstudag. Fischer var á gangi með hundana í Los Angeles síðastliðið miðvikudagskvöld þegar tveir menn réðust að honum og skutu hann einu skoti í bringuna. Því næst námu þeir tvo hunda Gaga á brott, þá Koji og Gustav. Þriðji hundurinn, Miss Asia, varð eftir hjá Fischer. Það segir hann að hafi orðið honum til happs. „Angistaróp mín róuðust þegar ég horfði á hana, þó ég hafi áttað mig á því að blóðið sem umlauk hana hafi verið mitt eigið,“ sagði Fischer í annari af tveimur Instagram-færslum sem hann birti um árásina í dag. View this post on Instagram A post shared by Valley of the Dogs (@valleyofthedogs) „Ég hélt utan um hana eins og ég gat, þakkaði henni fyrir öll ævintýrin okkar, bað hana afsökunar á að hafa ekki getað passað upp á bræður hennar og lofaði svo að ég myndi reyna að bjarga þeim, og sjálfum mér,“ skrifaði Fischer í færslunni. Færslunni fylgdi mynd af Fischer á spítalanum en gert er ráð fyrir að hann nái sér að fullu af sárum sínum. Hundar Lady Gaga skiluðu sér til söngkonunnar á föstudag. Kona sem kveðst hafa fundið hundana kom þeim til lögreglunnar í Los Angeles, sem kom þeim síðan á réttan stað. Þá liggur ekki fyrir hvort konan fær í sinn hlut þá hálfa milljón dollara sem Gaga hafði heitið hundaræningjunum ef þeir skiluðu Koji og Gustav. Gaga hét því þó í tísti að hver sem skilaði hundunum fengi verðlaunin, sem nema rúmlega 63 milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Valley of the Dogs (@valleyofthedogs) Hollywood Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Fischer var á gangi með hundana í Los Angeles síðastliðið miðvikudagskvöld þegar tveir menn réðust að honum og skutu hann einu skoti í bringuna. Því næst námu þeir tvo hunda Gaga á brott, þá Koji og Gustav. Þriðji hundurinn, Miss Asia, varð eftir hjá Fischer. Það segir hann að hafi orðið honum til happs. „Angistaróp mín róuðust þegar ég horfði á hana, þó ég hafi áttað mig á því að blóðið sem umlauk hana hafi verið mitt eigið,“ sagði Fischer í annari af tveimur Instagram-færslum sem hann birti um árásina í dag. View this post on Instagram A post shared by Valley of the Dogs (@valleyofthedogs) „Ég hélt utan um hana eins og ég gat, þakkaði henni fyrir öll ævintýrin okkar, bað hana afsökunar á að hafa ekki getað passað upp á bræður hennar og lofaði svo að ég myndi reyna að bjarga þeim, og sjálfum mér,“ skrifaði Fischer í færslunni. Færslunni fylgdi mynd af Fischer á spítalanum en gert er ráð fyrir að hann nái sér að fullu af sárum sínum. Hundar Lady Gaga skiluðu sér til söngkonunnar á föstudag. Kona sem kveðst hafa fundið hundana kom þeim til lögreglunnar í Los Angeles, sem kom þeim síðan á réttan stað. Þá liggur ekki fyrir hvort konan fær í sinn hlut þá hálfa milljón dollara sem Gaga hafði heitið hundaræningjunum ef þeir skiluðu Koji og Gustav. Gaga hét því þó í tísti að hver sem skilaði hundunum fengi verðlaunin, sem nema rúmlega 63 milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Valley of the Dogs (@valleyofthedogs)
Hollywood Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06