Tæknirisar horfa til Íslands í baráttunni gegn hamfarahlýnun Edda Sif Aradóttir og Jan Wurzbacher skrifa 2. mars 2021 07:31 Að snúa við hamfarahlýnun er stærsta áskorun sem mannkyn hefur staðið frammi fyrir. Ríki heims, fyrirtæki og einstaklingar hafa sett sér metnaðarfull markmið og nú reynir á að fylgja þeim eftir með áræðnum aðgerðum. Við vitum hvað þarf að gera og allar lausnirnar sem þarf að innleiða og skala upp hafa þegar verið þróaðar. Gróft á litið fela loftslagsaðgerðir í sér að annars vegar stöðva útblástur gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að hreinsa til eftir síðustu áratugi – þ.e. að fanga það koldíoxíð sem þegar hefur verið losað í andrúmsloftið og binda varanlega. Aragrúi lausna er til í hvorum flokki fyrir sig en mikilvægt er að velja hagkvæmustu lausnina á hverjum stað fyrir sig til að hámarka áhrif loftslagsaðgerða. Alþjóðlegt stórfyrirtæki taka þátt Undanfarin misseri hafa alþjóðlegir tæknirisar gerst virkir þátttakendur í loftslagsaðgerðum. Amazon, líkt og Ísland, stefnir t.a.m. á kolefnishlutleysi ekki síðar en 2040 en Apple ætlar að ná því markmiði áratug fyrr. Microsoft er með enn framsæknari loftslagsmarkmið sem fela í sér að fyrirtækið verði með neikvætt kolefnisspor árið 2030 og að árið 2050 hafi öll losun félagsins frá stofnun þess verið endurheimt. Það er virkilega jákvætt að sjá nokkur af stærstu og efnuðustu fyrirtækjum heims ganga fram fyrir skjöldu með þessum hætti enda mikilvægt að fordæmið fyrir loftslagsvænni og arðbærri starfsemi stórfyrirtækja sé sett sem fyrst. Microsoft fjárfestir á Hellisheiði Nokkur þessara fyrirtækja hafa horft til íslenskra verkefna og tæknilausna í sínum loftslagsaðgerðum og hefur samþætt tækni Carbfix og svissneska fyrirtækisins Climeworks líklega vakið hvað mesta athygli en hún felur í sér að fanga koldíoxíð úr andrúmslofti, leysa það upp í vatni og dæla djúpt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Aðgangur að grænni orku er forsenda hámarksávinnings fyrir loftslagið af slíkum lausnum enda felst stærsta spor kolefnisföngunar og -förgunar í orkunotkun. Nú er unnið að því að skala upp starfsemi Carbfix og Climeworks í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði og mun afkastagetan aukast margfalt í sumarbyrjun. Til marks um alþjóðlegan áhuga á starfseminni á Hellisheiði er fjöldi aðila í áskrift hjá Climeworks að varanlegri hreinsun og förgun á sínu kolefnisspori þ.á.m. stórfyrirtækin Microsoft og Stripe. Þá mun loftslagssjóður Microsoft einnig fjárfesta beint í loftsugunum á Hellisheiði. Loftslagsvænn iðnaður á Íslandi Ljóst er að byggja þarf upp innviði til föngunar og förgunar koldíoxiðs á stórum skala til að loftslagsmarkmið náist og mun slík uppbygging leiða af sér nýjan loftslagsvænan iðnað. Einnig má gera ráð fyrir að annars konar iðnaði verði í auknum mæli valinn staður í námunda við slíka starfsemi. Ísland hefur skapað sér forskot á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu kolefnisneikvæðra tæknilausna – hvergi annars staðar í heiminum er verið að endurfanga koldíoxíð og breyta varanlega í stein. Áhugi alþjóðlegra tæknirisa á starfseminni er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Spilum sóknarleik til að undirbyggja stærsta sigur mannkyns - að stöðva hamfarahlýnun. Edda Sif Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix. Jan Wurzbacher annar forstjóri og meðstofnandi Climeworks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Jarðhiti Edda Sif Aradóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að snúa við hamfarahlýnun er stærsta áskorun sem mannkyn hefur staðið frammi fyrir. Ríki heims, fyrirtæki og einstaklingar hafa sett sér metnaðarfull markmið og nú reynir á að fylgja þeim eftir með áræðnum aðgerðum. Við vitum hvað þarf að gera og allar lausnirnar sem þarf að innleiða og skala upp hafa þegar verið þróaðar. Gróft á litið fela loftslagsaðgerðir í sér að annars vegar stöðva útblástur gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að hreinsa til eftir síðustu áratugi – þ.e. að fanga það koldíoxíð sem þegar hefur verið losað í andrúmsloftið og binda varanlega. Aragrúi lausna er til í hvorum flokki fyrir sig en mikilvægt er að velja hagkvæmustu lausnina á hverjum stað fyrir sig til að hámarka áhrif loftslagsaðgerða. Alþjóðlegt stórfyrirtæki taka þátt Undanfarin misseri hafa alþjóðlegir tæknirisar gerst virkir þátttakendur í loftslagsaðgerðum. Amazon, líkt og Ísland, stefnir t.a.m. á kolefnishlutleysi ekki síðar en 2040 en Apple ætlar að ná því markmiði áratug fyrr. Microsoft er með enn framsæknari loftslagsmarkmið sem fela í sér að fyrirtækið verði með neikvætt kolefnisspor árið 2030 og að árið 2050 hafi öll losun félagsins frá stofnun þess verið endurheimt. Það er virkilega jákvætt að sjá nokkur af stærstu og efnuðustu fyrirtækjum heims ganga fram fyrir skjöldu með þessum hætti enda mikilvægt að fordæmið fyrir loftslagsvænni og arðbærri starfsemi stórfyrirtækja sé sett sem fyrst. Microsoft fjárfestir á Hellisheiði Nokkur þessara fyrirtækja hafa horft til íslenskra verkefna og tæknilausna í sínum loftslagsaðgerðum og hefur samþætt tækni Carbfix og svissneska fyrirtækisins Climeworks líklega vakið hvað mesta athygli en hún felur í sér að fanga koldíoxíð úr andrúmslofti, leysa það upp í vatni og dæla djúpt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Aðgangur að grænni orku er forsenda hámarksávinnings fyrir loftslagið af slíkum lausnum enda felst stærsta spor kolefnisföngunar og -förgunar í orkunotkun. Nú er unnið að því að skala upp starfsemi Carbfix og Climeworks í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði og mun afkastagetan aukast margfalt í sumarbyrjun. Til marks um alþjóðlegan áhuga á starfseminni á Hellisheiði er fjöldi aðila í áskrift hjá Climeworks að varanlegri hreinsun og förgun á sínu kolefnisspori þ.á.m. stórfyrirtækin Microsoft og Stripe. Þá mun loftslagssjóður Microsoft einnig fjárfesta beint í loftsugunum á Hellisheiði. Loftslagsvænn iðnaður á Íslandi Ljóst er að byggja þarf upp innviði til föngunar og förgunar koldíoxiðs á stórum skala til að loftslagsmarkmið náist og mun slík uppbygging leiða af sér nýjan loftslagsvænan iðnað. Einnig má gera ráð fyrir að annars konar iðnaði verði í auknum mæli valinn staður í námunda við slíka starfsemi. Ísland hefur skapað sér forskot á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu kolefnisneikvæðra tæknilausna – hvergi annars staðar í heiminum er verið að endurfanga koldíoxíð og breyta varanlega í stein. Áhugi alþjóðlegra tæknirisa á starfseminni er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Spilum sóknarleik til að undirbyggja stærsta sigur mannkyns - að stöðva hamfarahlýnun. Edda Sif Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix. Jan Wurzbacher annar forstjóri og meðstofnandi Climeworks.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar