Valdefling raddarinnar Birna Varðardóttir skrifar 6. mars 2021 08:00 Grein þessi er skrifuð í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars, og til að vekja athygli á mikilvægi greiðs aðgengis að talmeinafræðingum. Ég skaust í heiminn árið 1994 og þar var komin kraftmikil og ákveðin stúlka. Að öllu leyti heilbrigð og augnayndi foreldra sinna. Nema hvað, ég fæddist með talmein og þurfti að gangast undir stóra og mikla aðgerð vegna þess þegar ég var 4 ára gömul. Svo stóra að strax eftir aðgerðina sagði læknirinn að ég væri komin framhjá mörgum skerjum en ég væri enn ekki sloppin. Það að ég sitji hér að verða 27 ára og skrifi um þetta gefur til kynna að þetta hafi allt gengið að óskum og vel það. Mér hefur alltaf legið mikið á hjarta og fram að þessari aðgerð mátti fólkið mitt hafa sig allt við að skilja hvað ég var að reyna að segja. Til að mynda var pabbi ,,ahmni“ og sjálf var ég ,,Bina“ því mörg hljóð gat ég bara ekki myndað. Með minn stutta góm átti ég sömuleiðis í töluverðum erfiðleikum með að blása frá og sjúga. Fyrir og eftir aðgerðina naut ég þjónustu yndislegs talmeinafræðings sem ég á minn málþroska að þakka. Hún var mikil vinkona mín og gerði þetta allt að mjög svo jákvæðri upplifun. Þegar ég byrjaði svo í skóla var ég líka löngu búin að læra alla stafina og gegnum allt haft sérstaklega gott vald á tungumálinu okkar. Ég get því kvittað fyrir það að aðgengi að þjónustu talmeinafræðinga er lífsgæðamál sem hefur líka með ýmsa þætti eins og almenna líðan, sjálfstraust og öryggi að gera. Það felast nefnilega heilmikil lífsgæði í því að geta tjáð sig og gert sig skiljanlegan... og þora því! Í dag starfa ég sem aðjunkt og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði. Á hverjum degi reynir því mjög á mína raddbeitingu, framkomu og samskipti svo ávinningur þeirrar aðstoðar sem ég fékk frá mínum talmeinafræðingi sem barn fylgir mér út lífið. Röddin okkar er jú vopn í svo mörgu og því er mikilvægt að hún sé valdefld eins og hægt er. Fyrir nokkru átti ég spjall við einstakling sem sagði að sér þætti svo ánægjulegt að hlusta á þessa sterku rödd í viðtölum og fyrirlestrum. Ég fór aðeins hjá mér enda oftar þótt nefmæltur undirhljómurinn hvimleiður í gegnum tíðina. Svo áttaði ég mig á því að þetta væri rétt hjá honum. Þetta er mín einstaka og sterka rödd sem aðeins ég get notað til að koma öllu mínu á framfæri. Það er svo óendanlega dýrmætt. Í mínu næringarfræðinámi kynntist ég sömuleiðis fleiri hlutverkum talmeinafræðinga. Það er nefnilega líka lífsgæðamál fyrir alla aldurshópa að geta t.d. bara kyngt og drukkið. Nú er það svo að fólk getur þurft að bíða mjög lengi eftir að komast að hjá talmeinafræðingi. Ein af ástæðum þessa er að nýútskrifaðir talmeinafræðingar komast ekki á samning Sjúkratrygginga Íslands fyrr en 2 árum eftir útskrift. Á þeim tíma hafa þeir úr fáum störfum að velja meðan þeirra væri svo sannarlega þörf inni á stofum þar sem biðlistarnir eru langir. Það er erfitt að vita af börnum og öðrum sem bíða svo mánuðum eða árum skiptir eftir þjónustu vegna skerðinga í kerfinu. Hefði ég ekki fengið þessa aðstoð í tíma.. tjahh ég bara get ekki leitt hugann þangað. Talmeinafræðingar eru ómissandi - þá og aðgengi að þeim má ekki skorta og við verðum að tryggja nýliðun í þeirra ágætu stétt. Höfundur er doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Fyrir er hún með BS gráðu í næringarfræði og MS gráðu í þjálffræðivísindum og íþróttanæringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Sjá meira
Grein þessi er skrifuð í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars, og til að vekja athygli á mikilvægi greiðs aðgengis að talmeinafræðingum. Ég skaust í heiminn árið 1994 og þar var komin kraftmikil og ákveðin stúlka. Að öllu leyti heilbrigð og augnayndi foreldra sinna. Nema hvað, ég fæddist með talmein og þurfti að gangast undir stóra og mikla aðgerð vegna þess þegar ég var 4 ára gömul. Svo stóra að strax eftir aðgerðina sagði læknirinn að ég væri komin framhjá mörgum skerjum en ég væri enn ekki sloppin. Það að ég sitji hér að verða 27 ára og skrifi um þetta gefur til kynna að þetta hafi allt gengið að óskum og vel það. Mér hefur alltaf legið mikið á hjarta og fram að þessari aðgerð mátti fólkið mitt hafa sig allt við að skilja hvað ég var að reyna að segja. Til að mynda var pabbi ,,ahmni“ og sjálf var ég ,,Bina“ því mörg hljóð gat ég bara ekki myndað. Með minn stutta góm átti ég sömuleiðis í töluverðum erfiðleikum með að blása frá og sjúga. Fyrir og eftir aðgerðina naut ég þjónustu yndislegs talmeinafræðings sem ég á minn málþroska að þakka. Hún var mikil vinkona mín og gerði þetta allt að mjög svo jákvæðri upplifun. Þegar ég byrjaði svo í skóla var ég líka löngu búin að læra alla stafina og gegnum allt haft sérstaklega gott vald á tungumálinu okkar. Ég get því kvittað fyrir það að aðgengi að þjónustu talmeinafræðinga er lífsgæðamál sem hefur líka með ýmsa þætti eins og almenna líðan, sjálfstraust og öryggi að gera. Það felast nefnilega heilmikil lífsgæði í því að geta tjáð sig og gert sig skiljanlegan... og þora því! Í dag starfa ég sem aðjunkt og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði. Á hverjum degi reynir því mjög á mína raddbeitingu, framkomu og samskipti svo ávinningur þeirrar aðstoðar sem ég fékk frá mínum talmeinafræðingi sem barn fylgir mér út lífið. Röddin okkar er jú vopn í svo mörgu og því er mikilvægt að hún sé valdefld eins og hægt er. Fyrir nokkru átti ég spjall við einstakling sem sagði að sér þætti svo ánægjulegt að hlusta á þessa sterku rödd í viðtölum og fyrirlestrum. Ég fór aðeins hjá mér enda oftar þótt nefmæltur undirhljómurinn hvimleiður í gegnum tíðina. Svo áttaði ég mig á því að þetta væri rétt hjá honum. Þetta er mín einstaka og sterka rödd sem aðeins ég get notað til að koma öllu mínu á framfæri. Það er svo óendanlega dýrmætt. Í mínu næringarfræðinámi kynntist ég sömuleiðis fleiri hlutverkum talmeinafræðinga. Það er nefnilega líka lífsgæðamál fyrir alla aldurshópa að geta t.d. bara kyngt og drukkið. Nú er það svo að fólk getur þurft að bíða mjög lengi eftir að komast að hjá talmeinafræðingi. Ein af ástæðum þessa er að nýútskrifaðir talmeinafræðingar komast ekki á samning Sjúkratrygginga Íslands fyrr en 2 árum eftir útskrift. Á þeim tíma hafa þeir úr fáum störfum að velja meðan þeirra væri svo sannarlega þörf inni á stofum þar sem biðlistarnir eru langir. Það er erfitt að vita af börnum og öðrum sem bíða svo mánuðum eða árum skiptir eftir þjónustu vegna skerðinga í kerfinu. Hefði ég ekki fengið þessa aðstoð í tíma.. tjahh ég bara get ekki leitt hugann þangað. Talmeinafræðingar eru ómissandi - þá og aðgengi að þeim má ekki skorta og við verðum að tryggja nýliðun í þeirra ágætu stétt. Höfundur er doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Fyrir er hún með BS gráðu í næringarfræði og MS gráðu í þjálffræðivísindum og íþróttanæringarfræði.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun