Flugu nýrri tegund dróna sem eiga að vinna með mönnuðum orrustuþotum Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2021 14:27 Boeing segir að allt að sextán drónar muni geta flogið með mönnuðum orrustuþotum í framtíðinni. Boeing Starfsmenn Boeing flugu um helgina nýrri frumgerð dróna í fyrsta sinn. Þetta er í fyrsta sinn sem herflugvél er þróuð og framleidd í Ástralíu í meira en 50 ár. Yfirvöld í Ástralíu vilja nota dróna sem þennan, sem eru á stærð við orrustuþotur, til að auka getu mannaðra orrustuþota. Dróninn, Loyal Wingman, er 11,6 metra langur og dregur allt að um 3.700 kílómetra. Dróninn getur borið ýmsar tegundir skynjara og þannig væri hann að mestu nýtanlegur í að styðja við flugmenn í orrustu. Það væri þó einnig hægt að koma fyrir vopnum á drónanum og nota hann til að verja mannaðar orrustuþotur, samkvæmt frétt Reuters. Haft er eftir Cath Roberts, einum yfirmanna flughers Ástralíu, í tilkynningu frá Boeing að flug helgarinnar sé fyrsta skrefið í þróun nýs kerfis sem samtvinni sjálfvirk kerfi og gervigreind til að búa til teymi mannaðra og ómannaðra orrustuþota. Dróninn Lonely Wingman á flugbraut í Ástralíu um helgina.Boeing Tilraunaflugið í Ástralíu um helgina fól í sér að dróninn tók sjálfur á loft og flaug á mismiklum hraða í mismikilli hæð. Þannig var sannað að hönnunin virkaði sem skyldi. Seinna á árinu stendur til að fljúga þemur drónum saman og reyna á getu þeirra til að vinna saman. Boeing segir að hægt væri að fljúga allt að sextán drónum með mönnuðum orrustuþotum. Tilraunaflug með drónum og flugmönnum á samkvæmt áætlun að fara fram á næstu þremur árum. First #LoyalWingman flight: Watch as our smart uncrewed aircraft developed with @AusAirForce makes its maiden voyage in Australia for the first time. #AirpowerTeaming pic.twitter.com/e4XUgXNoEt— Boeing Defense (@BoeingDefense) March 2, 2021 Boeing mun einnig nota Loyal Wingman við þróun Skyborg-áætlunarinnar í Bandaríkjunum en Bandaríkin og Ástralía eru nánir bandamenn. Fyrir áramót gerði Flugher Bandaríkjanna samninga við þrjú fyrirtæki vegna þeirrar áætlunar. Við erum Skyborg Markmið Skyborg-áætlunarinnar er ekki að búa til nýja tegund vélmenna sem reyna að leggja undir sig alla stjörnuþokuna, eins og og nafnið gefur til kynna, heldur að búa til tiltölulega ódýra dróna sem hægt væri að nota í orrustu. Dróna sem hægt væri að nota í verkefni sem talin eru of hættuleg fyrir flugmenn. Verkefnið gengur sömuleiðis út á að þróa dróna sem geta Þrjú fyrirtæki hafa unnið að frumgerðum fyrir áætlunina, þau Boeing, General Atomics Aeronautical Systems og Kratos Defense and Security Solutions. Fyrstu tilraunaflug Skyborg eiga að fara fram í sumar. Í samtali við Reuters segir einn yfirmanna Boeing að það sé mikilvægt fyrirtækinu að ná samningum við herafla Bandaríkjanna. Það sé markmið vinnu fyrirtækisins í Ástralíu, því markaðurinn í Bandaríkjunum sé svo stór. Þá segir fréttaveitan að sífellt fleiri vopnaframleiðendur beini sjónum sínum að drónum, samhliða því að forsvarsmenn herafla heimsins leita leiða til að draga úr kostnaði og auka getu. Fréttir af flugi Ástralía Bandaríkin Hernaður Boeing Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira
Yfirvöld í Ástralíu vilja nota dróna sem þennan, sem eru á stærð við orrustuþotur, til að auka getu mannaðra orrustuþota. Dróninn, Loyal Wingman, er 11,6 metra langur og dregur allt að um 3.700 kílómetra. Dróninn getur borið ýmsar tegundir skynjara og þannig væri hann að mestu nýtanlegur í að styðja við flugmenn í orrustu. Það væri þó einnig hægt að koma fyrir vopnum á drónanum og nota hann til að verja mannaðar orrustuþotur, samkvæmt frétt Reuters. Haft er eftir Cath Roberts, einum yfirmanna flughers Ástralíu, í tilkynningu frá Boeing að flug helgarinnar sé fyrsta skrefið í þróun nýs kerfis sem samtvinni sjálfvirk kerfi og gervigreind til að búa til teymi mannaðra og ómannaðra orrustuþota. Dróninn Lonely Wingman á flugbraut í Ástralíu um helgina.Boeing Tilraunaflugið í Ástralíu um helgina fól í sér að dróninn tók sjálfur á loft og flaug á mismiklum hraða í mismikilli hæð. Þannig var sannað að hönnunin virkaði sem skyldi. Seinna á árinu stendur til að fljúga þemur drónum saman og reyna á getu þeirra til að vinna saman. Boeing segir að hægt væri að fljúga allt að sextán drónum með mönnuðum orrustuþotum. Tilraunaflug með drónum og flugmönnum á samkvæmt áætlun að fara fram á næstu þremur árum. First #LoyalWingman flight: Watch as our smart uncrewed aircraft developed with @AusAirForce makes its maiden voyage in Australia for the first time. #AirpowerTeaming pic.twitter.com/e4XUgXNoEt— Boeing Defense (@BoeingDefense) March 2, 2021 Boeing mun einnig nota Loyal Wingman við þróun Skyborg-áætlunarinnar í Bandaríkjunum en Bandaríkin og Ástralía eru nánir bandamenn. Fyrir áramót gerði Flugher Bandaríkjanna samninga við þrjú fyrirtæki vegna þeirrar áætlunar. Við erum Skyborg Markmið Skyborg-áætlunarinnar er ekki að búa til nýja tegund vélmenna sem reyna að leggja undir sig alla stjörnuþokuna, eins og og nafnið gefur til kynna, heldur að búa til tiltölulega ódýra dróna sem hægt væri að nota í orrustu. Dróna sem hægt væri að nota í verkefni sem talin eru of hættuleg fyrir flugmenn. Verkefnið gengur sömuleiðis út á að þróa dróna sem geta Þrjú fyrirtæki hafa unnið að frumgerðum fyrir áætlunina, þau Boeing, General Atomics Aeronautical Systems og Kratos Defense and Security Solutions. Fyrstu tilraunaflug Skyborg eiga að fara fram í sumar. Í samtali við Reuters segir einn yfirmanna Boeing að það sé mikilvægt fyrirtækinu að ná samningum við herafla Bandaríkjanna. Það sé markmið vinnu fyrirtækisins í Ástralíu, því markaðurinn í Bandaríkjunum sé svo stór. Þá segir fréttaveitan að sífellt fleiri vopnaframleiðendur beini sjónum sínum að drónum, samhliða því að forsvarsmenn herafla heimsins leita leiða til að draga úr kostnaði og auka getu.
Fréttir af flugi Ástralía Bandaríkin Hernaður Boeing Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira