Lakers enn eitt liðið sem brennir sig á sjóðheitu liði Phoenix Suns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 07:32 Chris Paul hefur breytt miklu fyrir lið Phoenix Suns sem var ungt og efnilegt lið en þurfti leiðtoga eins og hann. Hér er Paul í leiknum á móti Lakers í nótt. AP/Mark J. Terrill Besti leikmaður Phoenix Suns var rekinn út úr húsi en það dugði ekki Los Angeles Lakers til að stoppa heitasta lið NBA-deildarinnar. Phoenix Suns vann sinn fimmtánda sigur í síðustu átján leikjum þegar liðið sótti sigur í Staples Center í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Suns vann þá 114-104 sigur á Lakers. Suns liðið þurfti að klára leikinn án stjörnuleikmanns síns Devin Booker sem lét reka sig út í þriðja leikhlutanum eftir að hafa fengið tvær tæknivillur í röð. Phoenix var þá sjö stigum yfir. LeBron James skilaði sínu og skoraði 38 stig og gaf 6 stoðsendingar en hann þurfti meiri hjálp sem kom ekki. Talen Horton-Tucker skoraði reyndar 16 stig á 19 mínútum og Dennis Schröder var með 17 stig og 6 stoðsendingar. Dario Saric kom með 21 stig inn af bekknum og Mikal Bridges skoraði 19 stig fyrir Phoenix Suns. Devin Booker var með 17 stig og 6 stoðsendingar áður en hann var rekinn út úr húsi.. Chris Paul gaf 10 stoðsendingar og skoraði 8 stig. Nikola Jokic becomes the third-fastest player in NBA history to reach 50 career triple-doubles!37 PTS | 10 REB | 11 AST | @nuggets W pic.twitter.com/tFCXMlTWPO— NBA (@NBA) March 3, 2021 Nikola Jokic var með níundu þrennu sína á tímabilinu og þá fimmtugustu á ferlinum þegar Denver Nuggets vann 128-97 sigur á Milwaukee Bucks en með því endaði fimm leikja sigurganga Milwaukee liðsins. Jokic endaði leikinn með 37 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst en Jamal Murray skoraði síðan 24 stig í þessum þriðja sigri Denver í röð. Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 8 fráköst fyrir Bucks og Khris Middleton skoraði 20 stig. Kemba (25 PTS, 6 3PM), @celtics (3 straight Ws) stay hot! pic.twitter.com/WwuFgts9ir— NBA (@NBA) March 3, 2021 Kemba Walker skoraði 25 stig og gaf 6 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 117-112 sigur á Los Angeles Clippers en Clippers menn léku án Kawhi Leonard í leiknum. Jaylen Brown skoraði 18 stig fyrir Boston sem vann sinn þriðja leik í röð sem hafði ekki gerst síðan í janúar. 3 s from Trae to put the @ATLHawks up late on NBA LP! pic.twitter.com/AZUPEeagpV— NBA (@NBA) March 3, 2021 Atlanta Hawks vann 94-80 sigur á Miami Heat í fyrsta leik sínum undir stjórn nýja þjálfarans Nate McMillan. Trae Young tók yfir leikinn í lokin og skoraði 13 af 18 stigum sínum í fjórða leikhluta auk þess að gefa 10 stoðsendingar. Miami vann leik liðanna á sunnudaginn og Atlanta rak þá þjálfarann sinn Lloyd Pierce daginn eftir. Miami Heat liðið var búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn en skoraði nú aðeins 80 stig. Duncan Robinson og Goran Dragic voru stigahæstir með 14 stig hvor en liðið hitti ekki aðeins illa heldur tapaði fráköstunum 47-26. 35 PTS 10 AST@JaMorant scoring & distributing in the @memgrizz win! pic.twitter.com/SdEujH1nHh— NBA (@NBA) March 3, 2021 Ja Morant skoraði 35 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 125-111 sigur á Washington Wizards en De'Anthony Melton og Dillon Brooks voru líka báðir með 20 stig. Russell Westbrook skoraði 23 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Wizards og Bradley Beal skoraði líka 23 stig. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 104-114 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 111-125 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 117-112 Miami Heat - Atlanta Hawks 80-94 San Antonio Spurs - New York Knicks 119-93 Millwaukee Bucks - Denver Nuggets 97-128 NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Phoenix Suns vann sinn fimmtánda sigur í síðustu átján leikjum þegar liðið sótti sigur í Staples Center í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Suns vann þá 114-104 sigur á Lakers. Suns liðið þurfti að klára leikinn án stjörnuleikmanns síns Devin Booker sem lét reka sig út í þriðja leikhlutanum eftir að hafa fengið tvær tæknivillur í röð. Phoenix var þá sjö stigum yfir. LeBron James skilaði sínu og skoraði 38 stig og gaf 6 stoðsendingar en hann þurfti meiri hjálp sem kom ekki. Talen Horton-Tucker skoraði reyndar 16 stig á 19 mínútum og Dennis Schröder var með 17 stig og 6 stoðsendingar. Dario Saric kom með 21 stig inn af bekknum og Mikal Bridges skoraði 19 stig fyrir Phoenix Suns. Devin Booker var með 17 stig og 6 stoðsendingar áður en hann var rekinn út úr húsi.. Chris Paul gaf 10 stoðsendingar og skoraði 8 stig. Nikola Jokic becomes the third-fastest player in NBA history to reach 50 career triple-doubles!37 PTS | 10 REB | 11 AST | @nuggets W pic.twitter.com/tFCXMlTWPO— NBA (@NBA) March 3, 2021 Nikola Jokic var með níundu þrennu sína á tímabilinu og þá fimmtugustu á ferlinum þegar Denver Nuggets vann 128-97 sigur á Milwaukee Bucks en með því endaði fimm leikja sigurganga Milwaukee liðsins. Jokic endaði leikinn með 37 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst en Jamal Murray skoraði síðan 24 stig í þessum þriðja sigri Denver í röð. Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 8 fráköst fyrir Bucks og Khris Middleton skoraði 20 stig. Kemba (25 PTS, 6 3PM), @celtics (3 straight Ws) stay hot! pic.twitter.com/WwuFgts9ir— NBA (@NBA) March 3, 2021 Kemba Walker skoraði 25 stig og gaf 6 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 117-112 sigur á Los Angeles Clippers en Clippers menn léku án Kawhi Leonard í leiknum. Jaylen Brown skoraði 18 stig fyrir Boston sem vann sinn þriðja leik í röð sem hafði ekki gerst síðan í janúar. 3 s from Trae to put the @ATLHawks up late on NBA LP! pic.twitter.com/AZUPEeagpV— NBA (@NBA) March 3, 2021 Atlanta Hawks vann 94-80 sigur á Miami Heat í fyrsta leik sínum undir stjórn nýja þjálfarans Nate McMillan. Trae Young tók yfir leikinn í lokin og skoraði 13 af 18 stigum sínum í fjórða leikhluta auk þess að gefa 10 stoðsendingar. Miami vann leik liðanna á sunnudaginn og Atlanta rak þá þjálfarann sinn Lloyd Pierce daginn eftir. Miami Heat liðið var búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn en skoraði nú aðeins 80 stig. Duncan Robinson og Goran Dragic voru stigahæstir með 14 stig hvor en liðið hitti ekki aðeins illa heldur tapaði fráköstunum 47-26. 35 PTS 10 AST@JaMorant scoring & distributing in the @memgrizz win! pic.twitter.com/SdEujH1nHh— NBA (@NBA) March 3, 2021 Ja Morant skoraði 35 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 125-111 sigur á Washington Wizards en De'Anthony Melton og Dillon Brooks voru líka báðir með 20 stig. Russell Westbrook skoraði 23 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Wizards og Bradley Beal skoraði líka 23 stig. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 104-114 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 111-125 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 117-112 Miami Heat - Atlanta Hawks 80-94 San Antonio Spurs - New York Knicks 119-93 Millwaukee Bucks - Denver Nuggets 97-128
Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 104-114 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 111-125 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 117-112 Miami Heat - Atlanta Hawks 80-94 San Antonio Spurs - New York Knicks 119-93 Millwaukee Bucks - Denver Nuggets 97-128
NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum