Malasískur prins vill kaupa Valencia Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 12:01 Johor prins við hlið frönsku goðsagnarinnar Robert Pires eftir góðgerðaleik árið 2019. Getty/Allsport Stuðningsmenn spænska fótboltafélagsins vilja fá nýjan eiganda til að rífa upp félagið og sá gæti komið úr einni af konungsfjölskyldum heimsins. Malasíski prinsinn Johor Tunku Ismail ibni Sultan Ibrahim virðist hafa mikinn áhuga á framtíð eigandahóps Valenica ef marka má færslur hans á Instagram. Hinn 36 ára gamli prins deildi þá mörgum skjáskotum af fréttum um Valencia og af netsíðu þar sem kemur fram að Valencia sé metið á 498 milljónir evra. Hann hafði áður lýst því yfir að hann hefði áhuga á því að kaupa félagið. Malaysian prince @HRHJohorII hints at takeover of Valencia CF from Singapore billionaireThe prince of the Malaysian state of Johor, 36-year-old Prince Tunku Ismail is the owner of 7-time defending Malaysia Super League champions Johor Darul Ta'zim.@OfficialJohor @valenciacf pic.twitter.com/h3w3OSTBSz— CGTN Sports Scene (@CGTNSportsScene) March 3, 2021 Johor prins á þegar fótboltafélagið JDTFC en það spilar í súperdeildinni í heimalandinu. Johor prins segir að peningar drífi hann ekki áfram heldur frekar að öðlast virðingu og að skrifa söguna. „Ég er ekki nýkominn í fótboltann. Ég hef búið til félag sem undir minni stjórn fór frá því að vera í fallbaráttu á hverju ári í að vinna meistaratitilinn sannfærandi. Ég hef unnið sextán titla á átta árum. Við erum stærsta félagið í suðaustur Asíu og eitt af því stærsta í allra Asíu,“ sagði Johor prins í viðtali við ESPN. 750m, a golden Boeing and The Flintstones: The Prince of Johor who wants Valencia https://t.co/Ly6p32YxGT— footballespana (@footballespana_) March 2, 2021 „Ég vil stækka veldi mitt, prófa eitthvað nýtt og takast á við nýjar áskoranir,“ sagði Johor. Peter Lim, viðskiptamaður frá Singapúr, á Valencia og hefur ekki látið það í ljós að hann vilji selja félagið. Hann eignaðist félagið mjög skuldugt árið 2014 en hefur ekki unnið sér inn vinsældir með því að selja alla bestu leikmenn liðsins til að greiða þær niður. Spænski boltinn Malasía Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Sjá meira
Malasíski prinsinn Johor Tunku Ismail ibni Sultan Ibrahim virðist hafa mikinn áhuga á framtíð eigandahóps Valenica ef marka má færslur hans á Instagram. Hinn 36 ára gamli prins deildi þá mörgum skjáskotum af fréttum um Valencia og af netsíðu þar sem kemur fram að Valencia sé metið á 498 milljónir evra. Hann hafði áður lýst því yfir að hann hefði áhuga á því að kaupa félagið. Malaysian prince @HRHJohorII hints at takeover of Valencia CF from Singapore billionaireThe prince of the Malaysian state of Johor, 36-year-old Prince Tunku Ismail is the owner of 7-time defending Malaysia Super League champions Johor Darul Ta'zim.@OfficialJohor @valenciacf pic.twitter.com/h3w3OSTBSz— CGTN Sports Scene (@CGTNSportsScene) March 3, 2021 Johor prins á þegar fótboltafélagið JDTFC en það spilar í súperdeildinni í heimalandinu. Johor prins segir að peningar drífi hann ekki áfram heldur frekar að öðlast virðingu og að skrifa söguna. „Ég er ekki nýkominn í fótboltann. Ég hef búið til félag sem undir minni stjórn fór frá því að vera í fallbaráttu á hverju ári í að vinna meistaratitilinn sannfærandi. Ég hef unnið sextán titla á átta árum. Við erum stærsta félagið í suðaustur Asíu og eitt af því stærsta í allra Asíu,“ sagði Johor prins í viðtali við ESPN. 750m, a golden Boeing and The Flintstones: The Prince of Johor who wants Valencia https://t.co/Ly6p32YxGT— footballespana (@footballespana_) March 2, 2021 „Ég vil stækka veldi mitt, prófa eitthvað nýtt og takast á við nýjar áskoranir,“ sagði Johor. Peter Lim, viðskiptamaður frá Singapúr, á Valencia og hefur ekki látið það í ljós að hann vilji selja félagið. Hann eignaðist félagið mjög skuldugt árið 2014 en hefur ekki unnið sér inn vinsældir með því að selja alla bestu leikmenn liðsins til að greiða þær niður.
Spænski boltinn Malasía Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Sjá meira