Brady man ekki eftir því að hafa kastað bikarnum á milli báta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 10:31 Tom Brady með dóttur sinni Vivian á sigurhátíðinni. Hún reyndi að fá pabba sinn til að hætta við að kasta bikarnum og hann hrósaði átta ára dóttur sinni fyrir það. Getty/Mike Ehrmann Átta ára dóttir Tom Brady reyndi að fá hann til kasta ekki NFL bikarnum yfir á næsta bát í sigurhátíðinni á dögunum og hann þakkar fyrir það að innherjinn „greip frá honum „sendinguna“. NFL-meistarinn Tom Brady mætti í viðtalsþáttinn „The Late Late Show with James Corden“ í vikunni og fór meðal yfir þá ákvörðun sína að kasta Lombardi bikarnum yfir á næsta bát í sigurhátíð Tampa Bay Buccaneers liðsins. Þetta var fyrsta viðtal Brady frá atvikinu sem varð tveimur dögum eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Super Bowl sem var sjöundi meistaratitill Tom Brady á ferlinum. Tom Brady says he 'was not thinking' when he tossed Lombardi Trophy.https://t.co/2JTjk8KkAD— Adam Schefter (@AdamSchefter) March 3, 2021 Menn þóttust sjá nýja hlið á Brady í fögnuðinum en hann sleppti svo sannarlega af sér beltinu þennan sólríka dag á Hillsborough ánni sem rennur í gegnum miðbæ Tampa. Leikmenn Tampa Bay Buccaneers fögnuðu þá saman á nokkrum bátum og sigldu fram hjá stuðningsmönnum sem voru samankomnir á árbakkanum. Atvikið sem allir töluðu um var þó þegar Tom Brady kastaði hinum eftirsótta Lombardi bikar yfir á næsta bát. Brady viðurkenndi í viðtalinu að hann muni ekki almennilega eftir því að hafa gert þetta. Tom Brady says he doesn't remember Lombardi toss quite so well. https://t.co/v3rQS6IPQk— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) March 3, 2021 „Í fyrsta lagi þá var ég ekki að hugsa á þessari stundu. Þetta virtist bara vera eitthvað sem var gaman að gera, sagði Tom Brdy hlæjandi. „Við megum ekki gleyma því að það eru líka beittar brúnir á botni bikarsins og ég komst af því seinna að ef sendingin hefði ekki heppnast þá voru um 80 fet (rúmir 24 metrar) niður á botn. Ég er því mjög ánægður með að innherjinn Cam [Brate] greip bikarinn,“ sagði Brady. Brady talaði einnig um það að honum fyndist dóttir sín Vivi hafi verið stjarnan í myndbandinu. Rétt áður en Brady kastaði bikarnum þá kallaði hún: „Pabbi, nei“. „Þetta var litla átta ára dóttir mín. Hver hefði getað ímyndað sér að átta ára stelpa sýndi mesta hyggjuvitið á svæðinu. Eins og ég segi hún er rödd skynseminnar,“ sagði Brady. Hér fyrir neðan má sjá atvikið með bikarinn. watch on YouTube NFL Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
NFL-meistarinn Tom Brady mætti í viðtalsþáttinn „The Late Late Show with James Corden“ í vikunni og fór meðal yfir þá ákvörðun sína að kasta Lombardi bikarnum yfir á næsta bát í sigurhátíð Tampa Bay Buccaneers liðsins. Þetta var fyrsta viðtal Brady frá atvikinu sem varð tveimur dögum eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Super Bowl sem var sjöundi meistaratitill Tom Brady á ferlinum. Tom Brady says he 'was not thinking' when he tossed Lombardi Trophy.https://t.co/2JTjk8KkAD— Adam Schefter (@AdamSchefter) March 3, 2021 Menn þóttust sjá nýja hlið á Brady í fögnuðinum en hann sleppti svo sannarlega af sér beltinu þennan sólríka dag á Hillsborough ánni sem rennur í gegnum miðbæ Tampa. Leikmenn Tampa Bay Buccaneers fögnuðu þá saman á nokkrum bátum og sigldu fram hjá stuðningsmönnum sem voru samankomnir á árbakkanum. Atvikið sem allir töluðu um var þó þegar Tom Brady kastaði hinum eftirsótta Lombardi bikar yfir á næsta bát. Brady viðurkenndi í viðtalinu að hann muni ekki almennilega eftir því að hafa gert þetta. Tom Brady says he doesn't remember Lombardi toss quite so well. https://t.co/v3rQS6IPQk— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) March 3, 2021 „Í fyrsta lagi þá var ég ekki að hugsa á þessari stundu. Þetta virtist bara vera eitthvað sem var gaman að gera, sagði Tom Brdy hlæjandi. „Við megum ekki gleyma því að það eru líka beittar brúnir á botni bikarsins og ég komst af því seinna að ef sendingin hefði ekki heppnast þá voru um 80 fet (rúmir 24 metrar) niður á botn. Ég er því mjög ánægður með að innherjinn Cam [Brate] greip bikarinn,“ sagði Brady. Brady talaði einnig um það að honum fyndist dóttir sín Vivi hafi verið stjarnan í myndbandinu. Rétt áður en Brady kastaði bikarnum þá kallaði hún: „Pabbi, nei“. „Þetta var litla átta ára dóttir mín. Hver hefði getað ímyndað sér að átta ára stelpa sýndi mesta hyggjuvitið á svæðinu. Eins og ég segi hún er rödd skynseminnar,“ sagði Brady. Hér fyrir neðan má sjá atvikið með bikarinn. watch on YouTube
NFL Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira