Haukar „lúffa“ í máli Hjálmars Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2021 10:00 Hjálmar Stefánsson, landsliðsmaðurinn öflugi, er orðinn leikmaður Vals eftir að hafa allan sinn feril hér á landi leikið með Haukum. vísir/bára Haukar munu ekkert aðhafast frekar vegna vistaskipta Hjálmars Stefánssonar, landsliðsmanns í körfubolta, til Vals. „Við erum búnir að reikna það út að það hefur ekkert upp á sig og bara áfram með smjörið,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. Samningur Hjálmars við Hauka, sem staðfestur var af KKÍ, gilti til næsta sumars. Í samningnum var klásúla sem gerði honum kleyft að fara til erlends félags og það nýtti Hjálmar sér í ágúst síðastliðnum til að fara í atvinnumennsku, hjá Carabajosa á Spáni. Hjálmar sneri hins vegar aftur til Íslands á dögunum og gekk þá í raðir Vals. Hann spilaði 10 mínútur í fyrsta leik sínum fyrir liðið, á mánudag, skoraði 3 stig og tók 3 fráköst, og verður væntanlega með gegn Stjörnunni annað kvöld. Geri fastlega ráð fyrir að okkur yrði dæmt í vil Haukar, sem sitja á botni Dominos-deildarinnar, sjá á eftir uppöldum, öflugum leikmanni en ætla ekki með málið fyrir héraðsdóm, öfugt við fyrri yfirlýsingar. „Þetta er tvískipt. Annars vegar eru reglur FIBA og svo íslensk lög. Hann er með löglegan samning við okkur sem gildir til maí 2021. Gagnvart FIBA er það hins vegar þannig að þegar við samþykkjum félagskiptin til Spánar þá skrifum við undir bréf þess efnis að Hjálmar hafi engar skuldbindingar til okkar, körfuboltalega séð. Þess vegna geta félagaskiptin gengið í gegn, þó hann sé samt sem áður með samning við okkur. FIBA tekur ekki tillit til þess,“ segir Bragi. „Ef að við færum í hart, með málið fyrir héraðsdóm, geri ég fastlega ráð fyrir því að okkur yrði dæmt í vil. Það myndi hins vegar ekki hafa neitt upp á sig. Héraðsdómur væri örugglega ekki búinn að dæma í því fyrr en við værum komin lengst inn í næsta tímabil. Það myndi hugsanlega hafa í för með sér einhver viðurlög gagnvart Hjálmari sjálfum, en hefði enga þýðingu fyrir okkur. Við munum því lúffa fyrir þessu,“ segir Bragi. Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Samningur Hjálmars við Hauka, sem staðfestur var af KKÍ, gilti til næsta sumars. Í samningnum var klásúla sem gerði honum kleyft að fara til erlends félags og það nýtti Hjálmar sér í ágúst síðastliðnum til að fara í atvinnumennsku, hjá Carabajosa á Spáni. Hjálmar sneri hins vegar aftur til Íslands á dögunum og gekk þá í raðir Vals. Hann spilaði 10 mínútur í fyrsta leik sínum fyrir liðið, á mánudag, skoraði 3 stig og tók 3 fráköst, og verður væntanlega með gegn Stjörnunni annað kvöld. Geri fastlega ráð fyrir að okkur yrði dæmt í vil Haukar, sem sitja á botni Dominos-deildarinnar, sjá á eftir uppöldum, öflugum leikmanni en ætla ekki með málið fyrir héraðsdóm, öfugt við fyrri yfirlýsingar. „Þetta er tvískipt. Annars vegar eru reglur FIBA og svo íslensk lög. Hann er með löglegan samning við okkur sem gildir til maí 2021. Gagnvart FIBA er það hins vegar þannig að þegar við samþykkjum félagskiptin til Spánar þá skrifum við undir bréf þess efnis að Hjálmar hafi engar skuldbindingar til okkar, körfuboltalega séð. Þess vegna geta félagaskiptin gengið í gegn, þó hann sé samt sem áður með samning við okkur. FIBA tekur ekki tillit til þess,“ segir Bragi. „Ef að við færum í hart, með málið fyrir héraðsdóm, geri ég fastlega ráð fyrir því að okkur yrði dæmt í vil. Það myndi hins vegar ekki hafa neitt upp á sig. Héraðsdómur væri örugglega ekki búinn að dæma í því fyrr en við værum komin lengst inn í næsta tímabil. Það myndi hugsanlega hafa í för með sér einhver viðurlög gagnvart Hjálmari sjálfum, en hefði enga þýðingu fyrir okkur. Við munum því lúffa fyrir þessu,“ segir Bragi.
Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira