Ísland langefst á lista Riot Games Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2021 14:59 Kynningarmynd um mótin sem haldin verða hér á landi í maí. Forsvarsmenn fyrirtækisins Riot Games lögðu áherslu á að vel væri haldið á sóttvörnum í landinu þar sem eitt stærsta rafíþróttamót yrði hýst. Starfsmenn Riot litu einnig til netaðstöðu enda væri það gífurlega mikilvægt fyrir mót af þessu tagi. Mótið verður haldið í Laugardalshöll í maí. Ráðgjafar Riot skrifuðu upp lista af borgum þar sem skilyrðum fyrirtækisins væri náð. Hægt og rólega síuðu þeir borgir úr þessum lista og að endingu voru nokkrar eftir. Þar á meðal var Reykjavík. Í samtali við blaðamann Washington Post segir Nick Troop, sem stýrir rafíþróttaviðburðum í leiknum League of Legends hjá Riot Games, að Ísland hafi verið öðrum ríkjum framar. Sérstaklega þegar komi að vörnum gegn Covid-19 en sömuleiðis varðandi internetið og aðstöðu. „Það sem við viljum veita keppendum okkar og áhorfendum er eðal samkeppni og hún næst best þar sem við getum náð saman liðunum og leyft þeim að spila í LAN umhverfi þar sem engar kerfistruflanir koma niður á keppni þeirra,“ sagði Nick Troop. Íslandsstofa hafði milligöngu um að koma Riot Games í samband við Reykjavíkurborg og aðra þjónustuaðila sem koma að undirbúning mótsins. Riot og Íslendingar hafa unnið að því að stilla saman strengi sína frá því í janúar og Troop segir viðtökurnar meðal Íslendinga hafa verið verulega góðar. League of Legends er einn vinsælasti tölvuleikur heims og áhorf á beinar útsendingar frá keppnum atvinnumanna njóta gríðarlegra vinsælda. Alls horfðu um 23 milljónir manns á beina útsendingu frá úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í leiknum sem fram fór í Shanghaí í desember síðastliðnum, og um hundrað milljón einstakir áhorfendur fylgdust með útsendingum frá heimsmeistaramótinu 2019. Meira er í húfi varðandi leikinn Valorant, samkvæmt frétt Washington Post. Leikurinn var gefinn út um það leiti sem heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar var að hefjast og verður þetta í fyrsta sinn sem lið frá mismunandi svæðum heimsins koma saman og keppa í leiknum. Keppendur munu þurfa í sex daga einangrun við komuna til Íslands og þar að auki þurfa þeir að hafa farið í PCR próf innan við þremur sólarhringum fyrir komuna til landsins. Riot segir viðbúnaðinn varðandi sóttvarnir vera mjög svipaðan þeim sem var í Shanghaí þegar fyrirtækið hélt mót þar í september. Rafíþróttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Mótið verður haldið í Laugardalshöll í maí. Ráðgjafar Riot skrifuðu upp lista af borgum þar sem skilyrðum fyrirtækisins væri náð. Hægt og rólega síuðu þeir borgir úr þessum lista og að endingu voru nokkrar eftir. Þar á meðal var Reykjavík. Í samtali við blaðamann Washington Post segir Nick Troop, sem stýrir rafíþróttaviðburðum í leiknum League of Legends hjá Riot Games, að Ísland hafi verið öðrum ríkjum framar. Sérstaklega þegar komi að vörnum gegn Covid-19 en sömuleiðis varðandi internetið og aðstöðu. „Það sem við viljum veita keppendum okkar og áhorfendum er eðal samkeppni og hún næst best þar sem við getum náð saman liðunum og leyft þeim að spila í LAN umhverfi þar sem engar kerfistruflanir koma niður á keppni þeirra,“ sagði Nick Troop. Íslandsstofa hafði milligöngu um að koma Riot Games í samband við Reykjavíkurborg og aðra þjónustuaðila sem koma að undirbúning mótsins. Riot og Íslendingar hafa unnið að því að stilla saman strengi sína frá því í janúar og Troop segir viðtökurnar meðal Íslendinga hafa verið verulega góðar. League of Legends er einn vinsælasti tölvuleikur heims og áhorf á beinar útsendingar frá keppnum atvinnumanna njóta gríðarlegra vinsælda. Alls horfðu um 23 milljónir manns á beina útsendingu frá úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í leiknum sem fram fór í Shanghaí í desember síðastliðnum, og um hundrað milljón einstakir áhorfendur fylgdust með útsendingum frá heimsmeistaramótinu 2019. Meira er í húfi varðandi leikinn Valorant, samkvæmt frétt Washington Post. Leikurinn var gefinn út um það leiti sem heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar var að hefjast og verður þetta í fyrsta sinn sem lið frá mismunandi svæðum heimsins koma saman og keppa í leiknum. Keppendur munu þurfa í sex daga einangrun við komuna til Íslands og þar að auki þurfa þeir að hafa farið í PCR próf innan við þremur sólarhringum fyrir komuna til landsins. Riot segir viðbúnaðinn varðandi sóttvarnir vera mjög svipaðan þeim sem var í Shanghaí þegar fyrirtækið hélt mót þar í september.
Rafíþróttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira