Skilinn eftir í lífshættulegu ástandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2021 09:01 Karlmaðurinn var skilinn eftir í lífshættulegu ástandi á heimili sínu í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Tæplega fimmtugur karlmaður búsettur í Kópavogi hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás fimmtudagskvöldið 23. apríl í fyrra. Árásin átti sér stað utan við og inni í húsnæði í bæjarfélaginu þar sem fórnarlambið bjó. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa veist að öðrum karlmanni á fimmtugsaldri, veitt honum að minnsta kosti eitt högg í höfuð og hrint. Afleiðingarnar voru þær að karlmaðurinn féll aftur fyrir sig og skall í gólfið. Hlaut hann stóra níu millímetra blæðingu hægra megin í höfði, litlar blæðingar í heilavef framan til og litla blæðingu ásamt fjölda brota í höfuðkúpunni og nefbeinabrot. Brotið telst varða við aðra málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjallar um alvarlegar líkamsárásir en brot á lögunum varða allt að sextán ára fangelsi. Tvö vitni sökuð um að gera ekki neitt Rúmlega sextugur karlmaður, búsettur í Reykjavík, sem varð vitni að átökunum er ákærður fyrir að hafa látið farast fyrir að koma manninum til bjargar. Þannig hafi hann í kjölfar atlögunnar skilið karlmanninn eftir liggjandi frammi á gangi húsnæðisins og yfirgefið hann ósjálfbjarga og lífshættulega slasaðan án þess að koma honum til bjargar. Þriðji maður varð sömuleiðis vitni að atlögunni en ákæra á hendur honum var látin niður falla þar sem hann féll frá á meðan meðferð málsins stóð. Farið er fram á sjö milljónir króna í miskabætur til mannsins sem slasaðist lífshættulega í árásinni. Í lífshættu eftir árásina Fjallað var um árásina í fjölmiðlum í apríl í fyrra í samhengi við að önnur alvarleg líkamsárás var gerð í Breiðholti í Reykjavík sama kvöld. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn sagði fórnarlambið í málinu í lífshættu daginn eftir árásina. Vikurnar á undan hefðu verið óvenju margar árásir á höfuðborgarsvæðinu og útilokaði hann ekki að það tengdist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ sagði Karl Steinar. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Karlmaðurinn er sakaður um að hafa veist að öðrum karlmanni á fimmtugsaldri, veitt honum að minnsta kosti eitt högg í höfuð og hrint. Afleiðingarnar voru þær að karlmaðurinn féll aftur fyrir sig og skall í gólfið. Hlaut hann stóra níu millímetra blæðingu hægra megin í höfði, litlar blæðingar í heilavef framan til og litla blæðingu ásamt fjölda brota í höfuðkúpunni og nefbeinabrot. Brotið telst varða við aðra málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjallar um alvarlegar líkamsárásir en brot á lögunum varða allt að sextán ára fangelsi. Tvö vitni sökuð um að gera ekki neitt Rúmlega sextugur karlmaður, búsettur í Reykjavík, sem varð vitni að átökunum er ákærður fyrir að hafa látið farast fyrir að koma manninum til bjargar. Þannig hafi hann í kjölfar atlögunnar skilið karlmanninn eftir liggjandi frammi á gangi húsnæðisins og yfirgefið hann ósjálfbjarga og lífshættulega slasaðan án þess að koma honum til bjargar. Þriðji maður varð sömuleiðis vitni að atlögunni en ákæra á hendur honum var látin niður falla þar sem hann féll frá á meðan meðferð málsins stóð. Farið er fram á sjö milljónir króna í miskabætur til mannsins sem slasaðist lífshættulega í árásinni. Í lífshættu eftir árásina Fjallað var um árásina í fjölmiðlum í apríl í fyrra í samhengi við að önnur alvarleg líkamsárás var gerð í Breiðholti í Reykjavík sama kvöld. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn sagði fórnarlambið í málinu í lífshættu daginn eftir árásina. Vikurnar á undan hefðu verið óvenju margar árásir á höfuðborgarsvæðinu og útilokaði hann ekki að það tengdist ástandinu vegna kórónuveirunnar. „Ég verð bara að segja að við höfum talsverðar áhyggjur af þessari þróun sem er að birtast í okkar tölum og okkar verkefnum. Hvort við getum endilega tengt það við Covid eða það ástand sem er í þjófélaginu í dag, það kannski treystum við okkur ekki til að fullyrða akkúrat núna, eða hvort það ástand sé að leysa úr læðingi þá þróun sem okkur sýnist að hafa verið að byrja um áramótin,“ sagði Karl Steinar.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?