Eftirlit Alþingis virkar, þrátt fyrir árásir Jón Þór Ólafsson skrifar 5. mars 2021 13:31 Höfum eitt á kristaltæru: Eftirlit Alþingis með ákvörðunum og verklagi ráðherra er stjórnarskrárbundin skylda. Í Lekamálinu skipti dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sér af lögreglurannsókn á aðstoðarmanni hennar. Í Landsréttarmálinu braut dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lög til að skipa aðila tengda sér í Landsdóm. Á aðfangdag hringdi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tvisvar í lögreglustjóra, sem var þá og er yfirmaður rannsóknar á mögulegu sóttvarnabroti annars ráðherra í sama flokki. Eftirlitsnefnd Alþingis hóf samkvæmt lögum og skyldum athugun á öllum málunum. Í öllum tilfellum hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni lagst gegn eftirlitinu eða ráðist á þá sem að hafa sinnt eftirlitinu. Það er grafalvarlegt að standa í vegi fyrir eða trufla stjórnarskrárbundna eftirlitsskyldu þingmanna og þingnefnda. Ítrekuð og alvarleg aðför að eftirliti Nýjasta dæmið eru ósannindi Brynjars Níelssonar og Óla Björns Kárasonar, þingmanna Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Þeir segja mig hafa brotið trúnað og farið með „dylgjur og rangfærslur“ þegar ég sagði í kvöldfréttum RÚV að: „Þær upplýsingar sem við fengum bæði hjá dómsmálaráðherra og lögreglustjóranum gefa tilefni til þess að við þurfum að athuga þetta nánar, til þess að sinna okkar eftirlitshlutverki.“ Þingskaparlög segja: „[...] Óheimilt er að vitna til orða nefndarmanna eða gesta sem falla á lokuðum nefndarfundi nema með leyfi viðkomandi [...]” Ég var mjög orðvar í kvöldfréttum RÚV og vitnaði ekki til orða þeirra sem komu fyrir nefndina. Ég sagði aðeins að fram hefðu komið nýjar upplýsingar sem gefa tilefni til þess að athuga þetta nánar. Fáum úr þessu skorið Þetta tel ég að geti varla talist trúnaðarbrestur. Ég hef engu að síður óskað eftir því að skrifstofa Alþingis kanni hvort, og þá hvar, formleg mörk liggja í þessum málum. Hvenær trúnaður sé rofinn og hvenær ekki. Jafnframt hef ég upplýst forseta Alþingis um málið og mikilvægi þess að fá úr þessu skorið. Ef að hófstilltu ummælin mín í gær teljast sem trúnaðarbrestur þá held ég að Alþingi sé vandi á höndum - því að það myndi binda hendur alþingismanna nokkuð svakalega ef þeir mega ekki tala á almennum nótum um störf þingnefnda Alþingis. Ég hef stjórnarskrárbundna eftirlitsskyldu sem þingmaður, nefndarmaður og formaður eftirlitsnefndar Alþingis til að upplýsa hvort dómsmálaráðherra hafi haft óeðlileg afskipti af lögreglurannsókn. Meðan ég sit í eftirlitsnefnd Alþingis mun hún sinna stjórnarskrárbundnum eftirlitsskyldu sínum gagnvart ráðherrum. Eftirlit með valdi er nauðsynlegt, bæði því sem ég fer með sem og valdi dómsmálaráðherra. Höfundur er þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Píratar Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Höfum eitt á kristaltæru: Eftirlit Alþingis með ákvörðunum og verklagi ráðherra er stjórnarskrárbundin skylda. Í Lekamálinu skipti dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sér af lögreglurannsókn á aðstoðarmanni hennar. Í Landsréttarmálinu braut dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lög til að skipa aðila tengda sér í Landsdóm. Á aðfangdag hringdi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tvisvar í lögreglustjóra, sem var þá og er yfirmaður rannsóknar á mögulegu sóttvarnabroti annars ráðherra í sama flokki. Eftirlitsnefnd Alþingis hóf samkvæmt lögum og skyldum athugun á öllum málunum. Í öllum tilfellum hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni lagst gegn eftirlitinu eða ráðist á þá sem að hafa sinnt eftirlitinu. Það er grafalvarlegt að standa í vegi fyrir eða trufla stjórnarskrárbundna eftirlitsskyldu þingmanna og þingnefnda. Ítrekuð og alvarleg aðför að eftirliti Nýjasta dæmið eru ósannindi Brynjars Níelssonar og Óla Björns Kárasonar, þingmanna Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Þeir segja mig hafa brotið trúnað og farið með „dylgjur og rangfærslur“ þegar ég sagði í kvöldfréttum RÚV að: „Þær upplýsingar sem við fengum bæði hjá dómsmálaráðherra og lögreglustjóranum gefa tilefni til þess að við þurfum að athuga þetta nánar, til þess að sinna okkar eftirlitshlutverki.“ Þingskaparlög segja: „[...] Óheimilt er að vitna til orða nefndarmanna eða gesta sem falla á lokuðum nefndarfundi nema með leyfi viðkomandi [...]” Ég var mjög orðvar í kvöldfréttum RÚV og vitnaði ekki til orða þeirra sem komu fyrir nefndina. Ég sagði aðeins að fram hefðu komið nýjar upplýsingar sem gefa tilefni til þess að athuga þetta nánar. Fáum úr þessu skorið Þetta tel ég að geti varla talist trúnaðarbrestur. Ég hef engu að síður óskað eftir því að skrifstofa Alþingis kanni hvort, og þá hvar, formleg mörk liggja í þessum málum. Hvenær trúnaður sé rofinn og hvenær ekki. Jafnframt hef ég upplýst forseta Alþingis um málið og mikilvægi þess að fá úr þessu skorið. Ef að hófstilltu ummælin mín í gær teljast sem trúnaðarbrestur þá held ég að Alþingi sé vandi á höndum - því að það myndi binda hendur alþingismanna nokkuð svakalega ef þeir mega ekki tala á almennum nótum um störf þingnefnda Alþingis. Ég hef stjórnarskrárbundna eftirlitsskyldu sem þingmaður, nefndarmaður og formaður eftirlitsnefndar Alþingis til að upplýsa hvort dómsmálaráðherra hafi haft óeðlileg afskipti af lögreglurannsókn. Meðan ég sit í eftirlitsnefnd Alþingis mun hún sinna stjórnarskrárbundnum eftirlitsskyldu sínum gagnvart ráðherrum. Eftirlit með valdi er nauðsynlegt, bæði því sem ég fer með sem og valdi dómsmálaráðherra. Höfundur er þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun