Frelsi án ábyrgðar Högni Elfar Gylfason skrifar 6. mars 2021 10:31 Eftir lestur undanfarið um rekstrarvandræði Íslandspósts er ástæða til að staldra við og velta fyrir sér ástæðum og afleiðingum. Svona falla hvert vígið á fætur öðru. Á undanförnum árum hefur aðferð stjórnvalda við að koma rekstri grunnþjónustu landans í hendur einkarekinna fyrirtækja án þess að láta sig afleiðingarnar varða verið þessi: 1. Mikið harmakvein er stundað um að ríkið eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. 2. Lögum breytt svo fáeinir útvaldir geti hirt bestu bitana af ríkisfyrirtækjunum. 3. Ríkisfyrirtækin neydd til að skera niður grunnþjónustuna þar sem búið er að hirða bestu bitana. 4. Reglugerð breytt í því skyni að skera niður þjónustu við almenning og ábendingar um brot á lögum við þann gjörning hundsaðar. 5. Almenningur verður ósáttur við þjónustuna og reynir að einhverju leyti að komast hjá því að treysta á grunnþjónustu ríkisfyrirtækisins. 6. Ríkisfyrirtækið sker enn meira niður þjónustuna vegna minnkandi notkunar hennar sem er tilkomin vegna of hás verðs hennar. 7. Talsmenn óhefts frelsins án ábyrgðar krefjast stærri hluta af kökunni fyrir sína fáeinu útvöldu félaga. 8. Ríkisfyrirtækið tekur að mismuna þegnum landsins í verðlagningu og notar til þess reglur og afleiðingar “markaðarins” fremur en að miða við þá skyldu ríkisins að sjá öllum landsmönnum fyrir nauðsynlegri grunnþjónustu svo samfélagið gangi smurt fyrir sig. 9. Ríkisfyrirtækið er orðið órekstrarhæft og þarfnast greiðslna úr ríkissjóði til að fara ekki á hausinn. 10. Varðhundar frelsis án ábyrgðar reka upp ramakvein yfir ríkisstuðningi (sem er tilkominn vegna þess að þeir hirða sjálfir bestu bitana) og heimta stærri hluta kökunnar. 11. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar gefa eftir og afhenda “frelsispostulum” frelsis án ábyrgðar alla þá bita sem þá langar að hirða. 12. Ríkisfyrirtækið orðið algjörlega órekstrarhæft. 13. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar slá tvær flugur í einu höggi og niðurgreiða óarðbærasta hluta grunnþjónustunnar og þann eina sem eftir er með skattfé landsmanna. Þannig helst léleg lágmarksþjónusta vegna “góðvildar” ráðamanna og þeir fá atkvæði þrátt fyrir að bera sjálfir ábyrgð á eyðileggingu grunnþjónustunnar sem ríkisfyrirtækið veitti. 14. Þetta hefur verið algjört “win...win” dæmi fyrir ráðherra frelsis án ábyrgðar. Skoðanabræður þeirra eru komnir með arðbæran rekstur sem stolið var út úr grunnþjónustu ríkisfyrirtækis og þeir eru sjálfir “æðislegir” vegna þess að þeir styrkja ræflana sem þurfa á grunnþjónustunni að halda sem einkagróðafyrirtækin vildu ekki. Ef þetta er ekki uppskrift að frelsi án ábyrgðar ... 🤔🤔🤔. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Högni Elfar Gylfason Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eftir lestur undanfarið um rekstrarvandræði Íslandspósts er ástæða til að staldra við og velta fyrir sér ástæðum og afleiðingum. Svona falla hvert vígið á fætur öðru. Á undanförnum árum hefur aðferð stjórnvalda við að koma rekstri grunnþjónustu landans í hendur einkarekinna fyrirtækja án þess að láta sig afleiðingarnar varða verið þessi: 1. Mikið harmakvein er stundað um að ríkið eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. 2. Lögum breytt svo fáeinir útvaldir geti hirt bestu bitana af ríkisfyrirtækjunum. 3. Ríkisfyrirtækin neydd til að skera niður grunnþjónustuna þar sem búið er að hirða bestu bitana. 4. Reglugerð breytt í því skyni að skera niður þjónustu við almenning og ábendingar um brot á lögum við þann gjörning hundsaðar. 5. Almenningur verður ósáttur við þjónustuna og reynir að einhverju leyti að komast hjá því að treysta á grunnþjónustu ríkisfyrirtækisins. 6. Ríkisfyrirtækið sker enn meira niður þjónustuna vegna minnkandi notkunar hennar sem er tilkomin vegna of hás verðs hennar. 7. Talsmenn óhefts frelsins án ábyrgðar krefjast stærri hluta af kökunni fyrir sína fáeinu útvöldu félaga. 8. Ríkisfyrirtækið tekur að mismuna þegnum landsins í verðlagningu og notar til þess reglur og afleiðingar “markaðarins” fremur en að miða við þá skyldu ríkisins að sjá öllum landsmönnum fyrir nauðsynlegri grunnþjónustu svo samfélagið gangi smurt fyrir sig. 9. Ríkisfyrirtækið er orðið órekstrarhæft og þarfnast greiðslna úr ríkissjóði til að fara ekki á hausinn. 10. Varðhundar frelsis án ábyrgðar reka upp ramakvein yfir ríkisstuðningi (sem er tilkominn vegna þess að þeir hirða sjálfir bestu bitana) og heimta stærri hluta kökunnar. 11. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar gefa eftir og afhenda “frelsispostulum” frelsis án ábyrgðar alla þá bita sem þá langar að hirða. 12. Ríkisfyrirtækið orðið algjörlega órekstrarhæft. 13. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar slá tvær flugur í einu höggi og niðurgreiða óarðbærasta hluta grunnþjónustunnar og þann eina sem eftir er með skattfé landsmanna. Þannig helst léleg lágmarksþjónusta vegna “góðvildar” ráðamanna og þeir fá atkvæði þrátt fyrir að bera sjálfir ábyrgð á eyðileggingu grunnþjónustunnar sem ríkisfyrirtækið veitti. 14. Þetta hefur verið algjört “win...win” dæmi fyrir ráðherra frelsis án ábyrgðar. Skoðanabræður þeirra eru komnir með arðbæran rekstur sem stolið var út úr grunnþjónustu ríkisfyrirtækis og þeir eru sjálfir “æðislegir” vegna þess að þeir styrkja ræflana sem þurfa á grunnþjónustunni að halda sem einkagróðafyrirtækin vildu ekki. Ef þetta er ekki uppskrift að frelsi án ábyrgðar ... 🤔🤔🤔. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun