Frelsi án ábyrgðar Högni Elfar Gylfason skrifar 6. mars 2021 10:31 Eftir lestur undanfarið um rekstrarvandræði Íslandspósts er ástæða til að staldra við og velta fyrir sér ástæðum og afleiðingum. Svona falla hvert vígið á fætur öðru. Á undanförnum árum hefur aðferð stjórnvalda við að koma rekstri grunnþjónustu landans í hendur einkarekinna fyrirtækja án þess að láta sig afleiðingarnar varða verið þessi: 1. Mikið harmakvein er stundað um að ríkið eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. 2. Lögum breytt svo fáeinir útvaldir geti hirt bestu bitana af ríkisfyrirtækjunum. 3. Ríkisfyrirtækin neydd til að skera niður grunnþjónustuna þar sem búið er að hirða bestu bitana. 4. Reglugerð breytt í því skyni að skera niður þjónustu við almenning og ábendingar um brot á lögum við þann gjörning hundsaðar. 5. Almenningur verður ósáttur við þjónustuna og reynir að einhverju leyti að komast hjá því að treysta á grunnþjónustu ríkisfyrirtækisins. 6. Ríkisfyrirtækið sker enn meira niður þjónustuna vegna minnkandi notkunar hennar sem er tilkomin vegna of hás verðs hennar. 7. Talsmenn óhefts frelsins án ábyrgðar krefjast stærri hluta af kökunni fyrir sína fáeinu útvöldu félaga. 8. Ríkisfyrirtækið tekur að mismuna þegnum landsins í verðlagningu og notar til þess reglur og afleiðingar “markaðarins” fremur en að miða við þá skyldu ríkisins að sjá öllum landsmönnum fyrir nauðsynlegri grunnþjónustu svo samfélagið gangi smurt fyrir sig. 9. Ríkisfyrirtækið er orðið órekstrarhæft og þarfnast greiðslna úr ríkissjóði til að fara ekki á hausinn. 10. Varðhundar frelsis án ábyrgðar reka upp ramakvein yfir ríkisstuðningi (sem er tilkominn vegna þess að þeir hirða sjálfir bestu bitana) og heimta stærri hluta kökunnar. 11. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar gefa eftir og afhenda “frelsispostulum” frelsis án ábyrgðar alla þá bita sem þá langar að hirða. 12. Ríkisfyrirtækið orðið algjörlega órekstrarhæft. 13. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar slá tvær flugur í einu höggi og niðurgreiða óarðbærasta hluta grunnþjónustunnar og þann eina sem eftir er með skattfé landsmanna. Þannig helst léleg lágmarksþjónusta vegna “góðvildar” ráðamanna og þeir fá atkvæði þrátt fyrir að bera sjálfir ábyrgð á eyðileggingu grunnþjónustunnar sem ríkisfyrirtækið veitti. 14. Þetta hefur verið algjört “win...win” dæmi fyrir ráðherra frelsis án ábyrgðar. Skoðanabræður þeirra eru komnir með arðbæran rekstur sem stolið var út úr grunnþjónustu ríkisfyrirtækis og þeir eru sjálfir “æðislegir” vegna þess að þeir styrkja ræflana sem þurfa á grunnþjónustunni að halda sem einkagróðafyrirtækin vildu ekki. Ef þetta er ekki uppskrift að frelsi án ábyrgðar ... 🤔🤔🤔. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Högni Elfar Gylfason Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Eftir lestur undanfarið um rekstrarvandræði Íslandspósts er ástæða til að staldra við og velta fyrir sér ástæðum og afleiðingum. Svona falla hvert vígið á fætur öðru. Á undanförnum árum hefur aðferð stjórnvalda við að koma rekstri grunnþjónustu landans í hendur einkarekinna fyrirtækja án þess að láta sig afleiðingarnar varða verið þessi: 1. Mikið harmakvein er stundað um að ríkið eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. 2. Lögum breytt svo fáeinir útvaldir geti hirt bestu bitana af ríkisfyrirtækjunum. 3. Ríkisfyrirtækin neydd til að skera niður grunnþjónustuna þar sem búið er að hirða bestu bitana. 4. Reglugerð breytt í því skyni að skera niður þjónustu við almenning og ábendingar um brot á lögum við þann gjörning hundsaðar. 5. Almenningur verður ósáttur við þjónustuna og reynir að einhverju leyti að komast hjá því að treysta á grunnþjónustu ríkisfyrirtækisins. 6. Ríkisfyrirtækið sker enn meira niður þjónustuna vegna minnkandi notkunar hennar sem er tilkomin vegna of hás verðs hennar. 7. Talsmenn óhefts frelsins án ábyrgðar krefjast stærri hluta af kökunni fyrir sína fáeinu útvöldu félaga. 8. Ríkisfyrirtækið tekur að mismuna þegnum landsins í verðlagningu og notar til þess reglur og afleiðingar “markaðarins” fremur en að miða við þá skyldu ríkisins að sjá öllum landsmönnum fyrir nauðsynlegri grunnþjónustu svo samfélagið gangi smurt fyrir sig. 9. Ríkisfyrirtækið er orðið órekstrarhæft og þarfnast greiðslna úr ríkissjóði til að fara ekki á hausinn. 10. Varðhundar frelsis án ábyrgðar reka upp ramakvein yfir ríkisstuðningi (sem er tilkominn vegna þess að þeir hirða sjálfir bestu bitana) og heimta stærri hluta kökunnar. 11. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar gefa eftir og afhenda “frelsispostulum” frelsis án ábyrgðar alla þá bita sem þá langar að hirða. 12. Ríkisfyrirtækið orðið algjörlega órekstrarhæft. 13. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar slá tvær flugur í einu höggi og niðurgreiða óarðbærasta hluta grunnþjónustunnar og þann eina sem eftir er með skattfé landsmanna. Þannig helst léleg lágmarksþjónusta vegna “góðvildar” ráðamanna og þeir fá atkvæði þrátt fyrir að bera sjálfir ábyrgð á eyðileggingu grunnþjónustunnar sem ríkisfyrirtækið veitti. 14. Þetta hefur verið algjört “win...win” dæmi fyrir ráðherra frelsis án ábyrgðar. Skoðanabræður þeirra eru komnir með arðbæran rekstur sem stolið var út úr grunnþjónustu ríkisfyrirtækis og þeir eru sjálfir “æðislegir” vegna þess að þeir styrkja ræflana sem þurfa á grunnþjónustunni að halda sem einkagróðafyrirtækin vildu ekki. Ef þetta er ekki uppskrift að frelsi án ábyrgðar ... 🤔🤔🤔. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun