Áfengissalan gekk áfallalaust fyrir sig í Hlíðarfjalli Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 20:08 Skíðafólk getur nú fengið sér áfengan drykk í veitingasölunni í Hlíðarfjalli. Vísir/Vilhelm Áfengissala hófst í Hlíðarfjalli um helgina og gátu gestir því fengið sér áfengan drykk í veitingasölunni. Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður segir daginn hafa gengið þokkalega heilt yfir þrátt fyrir örlitla byrjunarörðugleika. „Einhverjir fóru með dósirnar út, sem á ekki að gera. Það var sólríkt og fallegur dagur en það á ekki að vera með áfengi nema inni á veitingastaðnum. Það verður lagfært,“ segir Brynjar í samtali við Vísi, en áfengið er aðeins leyfilegt inni í skíðaskála og í veitingasalnum. Hann segir veðrið hafa verið gott í dag sem og færið. Líkt og undanfarnar helgar er mikið líf fyrir norðan þar sem bæði heimamenn og gestir hafa flykkst í fjallið eftir að skíðasvæðin opnuðu aftur um miðjan janúar. „Það er í rauninni búið að vera uppselt. Við erum með takmarkað magn í sölu og það selst eiginlega alltaf upp.“ Fjölmargir hafa skellt sér til Akureyrar í skíðafrí undanfarnar helgar.Vísir/Tryggvi Páll Þekkist víða að fá sér drykk eftir brekkurnar Í skíðaferðum erlendis eru vel þekkt svokölluð eftirskíðapartý, eða après ski, þar sem fólk fær sér drykk og dansar eftir langan dag á skíðum. Brynjar segi þessa stemningu vel þekkta, þó hún hafi ekki fest rætur hér á landi. „Það er náttúrulega selt áfengi á flestum skíðasvæðum en þetta er eitthvað sem fólk er ekki vant hér. Það tekur kannski tíma fyrir fólk að venjast en ég held að það sé allt í lagi að fólk fái sér einn bjór með mat, menn fara ekkert að finna á sér eftir það,“ segir Brynjar og bætir við að drykkja á svæðinu hafi verið að aukast áður en farið var af stað með áfengissölu um helgina. „Við erum búin að finna fyrir því að drykkja á svæðinu hefur verið mikil áður en við byrjuðum með þetta. Það er sennilega margt sem spilar í það, fólk er búið að vera lengi inni og lítið að hittast og svo fer fólk kannski saman á skíði og tekur með sér einn bjór. Maður skilur það.“ Hann segir þetta auka þjónustu við gesti sem hafa áhuga á því að fá sér drykk í fjallinu. Það sé allt í lagi svo lengi sem fólk hagi sér af skynsemi og valdi ekki öðrum gestum óþægindum. Þá sé stranglega bannað að skíða undir áhrifum. „Ef við sjáum að einhver er fullur skíðum þá er viðkomandi ekki að fara að koma aftur.“ Skíðasvæði Áfengi og tóbak Akureyri Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
„Einhverjir fóru með dósirnar út, sem á ekki að gera. Það var sólríkt og fallegur dagur en það á ekki að vera með áfengi nema inni á veitingastaðnum. Það verður lagfært,“ segir Brynjar í samtali við Vísi, en áfengið er aðeins leyfilegt inni í skíðaskála og í veitingasalnum. Hann segir veðrið hafa verið gott í dag sem og færið. Líkt og undanfarnar helgar er mikið líf fyrir norðan þar sem bæði heimamenn og gestir hafa flykkst í fjallið eftir að skíðasvæðin opnuðu aftur um miðjan janúar. „Það er í rauninni búið að vera uppselt. Við erum með takmarkað magn í sölu og það selst eiginlega alltaf upp.“ Fjölmargir hafa skellt sér til Akureyrar í skíðafrí undanfarnar helgar.Vísir/Tryggvi Páll Þekkist víða að fá sér drykk eftir brekkurnar Í skíðaferðum erlendis eru vel þekkt svokölluð eftirskíðapartý, eða après ski, þar sem fólk fær sér drykk og dansar eftir langan dag á skíðum. Brynjar segi þessa stemningu vel þekkta, þó hún hafi ekki fest rætur hér á landi. „Það er náttúrulega selt áfengi á flestum skíðasvæðum en þetta er eitthvað sem fólk er ekki vant hér. Það tekur kannski tíma fyrir fólk að venjast en ég held að það sé allt í lagi að fólk fái sér einn bjór með mat, menn fara ekkert að finna á sér eftir það,“ segir Brynjar og bætir við að drykkja á svæðinu hafi verið að aukast áður en farið var af stað með áfengissölu um helgina. „Við erum búin að finna fyrir því að drykkja á svæðinu hefur verið mikil áður en við byrjuðum með þetta. Það er sennilega margt sem spilar í það, fólk er búið að vera lengi inni og lítið að hittast og svo fer fólk kannski saman á skíði og tekur með sér einn bjór. Maður skilur það.“ Hann segir þetta auka þjónustu við gesti sem hafa áhuga á því að fá sér drykk í fjallinu. Það sé allt í lagi svo lengi sem fólk hagi sér af skynsemi og valdi ekki öðrum gestum óþægindum. Þá sé stranglega bannað að skíða undir áhrifum. „Ef við sjáum að einhver er fullur skíðum þá er viðkomandi ekki að fara að koma aftur.“
Skíðasvæði Áfengi og tóbak Akureyri Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira