Ljósleiðarar og þjóðaröryggi Ólafur Ísleifsson skrifar 7. mars 2021 09:01 Fyrr í mánuðinum skilaði starfshópur skýrslu til utanríkisráðherra um málefni ljósleiðara. Öryggi fjarskipta er grundvallaratriði í öryggi og vörnum hvers ríkis. Í skýrslunni er minnt á að öryggi íslenskra fjarskiptakerfa hefur áhrif á öryggi vina- og bandalagsríkja. Mikilvægi fjarskipta gerir ljósleiðaramál að þjóðaröryggismáli. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn Fyrirhugað er að ráðstafa tveimur ljósleiðaraþráðum af þremur í streng umhverfis landið. NATO-stengur þessi var lagður fyrir um 30 árum til að þjóna ratsjárstöðvum á öllum landshornum. Ætlunin er að bjóða þessa þræði út og snúast tillögur starfshópsins einkum um aðferð við það. Mikilvæg stoð í starfsemi Atlantshafsbandalagsins lýtur að netöryggi og öryggi lykilinnviða. Öryggi raforku- og fjarskiptakerfa eru þar á meðal. Sæstrengir líkt og ljósleiðarakerfin á landi gegna lykilhlutverki í fjarskiptum og gagnaflutningum milli bandalagsríkja. Ísland er mikilvægur hlekkur í samstarfi og samskiptum bandalagsríkjanna. Netöryggi og þjóðaröryggi Á leiðtogafundi í Varsjá í júlí 2016 gerðu bandalagsríkin samþykkt um netöryggi þar sem ríkin skuldbinda sig til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að efla varnir innviða og netkerfa. Áhersla var lögð á að fjarskipta- og netkerfi geti staðið af sér hættuástand og að forgangsaðgangur stjórnvalda á hættutímum sé tryggt. Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafa eflt samráð sín í milli um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, þar á meðal hernaðarlegt og borgaralegt öryggi. Varnaðarorð varaforseta Bandaríkjanna Aukin áhersla á fjarskipta- og netöryggi endurspeglast í viðbrögðum einstaka ríkja. Bandaríkin leggja mjög upp úr öryggi 5G-kerfa. Kom þetta glöggt fram á blaðamannafundi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna við Höfða í Íslandsheimsókn hans í september 2019 þegar hann varaði eindregið við viðskiptum við kínverska fyrirtækið Huawei í þessum efnum. Þýskaland gerir æ ríkari kröfur um innkomu þriðju ríkja inn á þýskan fjarskiptamarkað. Hér eru uppi öryggis- og varnarsjónarmið um upplýsingar og mikilvægi þess að tryggja öryggi lykilinnviða. Sömu sögu er að segja af öðrum Evrópuríkjum, svo sem Frakklandi og Bretlandi. Þetta á einnig við um okkar nánustu vinaríki á Norðurlöndunum. Nú þegar hafa Danmörk, Noregur og nú síðast Svíþjóð valið að nota búnað frá nánum bandalagsþjóðum í uppbyggingu 5G-farneta. Í öllum tilfellum var ákvörðunin grundvölluð á þjóðaröryggissjónarmiðum. Huawei Albert Jónsson fyrrum sendiherra og öryggisráðgjafi segir í nýlegri ritgerð á vefsíðu sinni að bæði Bandaríkin og Kína hafi beitt sér gagnvart ríkjum í Evrópu og víðar í Huawei-málinu. Huawei hefur náð mikilli útbreiðslu í heiminum en Kínverjar virðast standa höllum fæti hvað það varðar í ýmsum Evrópuríkjum. Nokkur þeirra hafa þegar hafnað samstarfi við Huawei, önnur sett ýmis skilyrði fyrir samstarfi. Flokkurinn og ríkið Segir Albert að sumar evrópskar ríkisstjórnir beri fyrir sig tengsl fyrirtækisins við kínversk stjórnvöld en fyrirtækinu beri samkvæmt sérstökum kínverskum lögum að láta stjórnvöldum Kína í té upplýsingar úr fjarskiptakerfum fyrirtækisins væri þess krafist. Þetta eru lög sem munu eiga almennt við kínversk fyrirtæki og eru um starfsemi leyniþjónustu og um gagnnjósnir. Þessi ríki segir Albert horfa jafnframt til þess hvers eðlis stjórnvaldið er í Kína, hvernig það hvílir á einræði kommúnistaflokksins og tilheyrandi lögregluríki. Náin tengsl við stjórnvöld Leyniþjónustur ýmissa Evrópuríkja hafa mælt gegn samvinnu við fyrirtækið, bent á fyrrgreind lög um skyldur kínverskra fyrirtækja gagnvart Kínastjórn. Segir Albert þær hafi almennt varað við Kína, stjórnvöldum þess og fyrirtækjum vegna iðnaðarnjósna, hugverkaþjófnaðar og vegna netöryggis. Mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Mikilvægt er að þegar kemur að ákvörðunum sem lúta að net- og fjarskiptaöryggi stöndum við Íslendingar þétt með bandalagsþjóðum okkar í Atlantshafsbandalaginu og vinaþjóðum okkar á Norðurlöndum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fyrr í mánuðinum skilaði starfshópur skýrslu til utanríkisráðherra um málefni ljósleiðara. Öryggi fjarskipta er grundvallaratriði í öryggi og vörnum hvers ríkis. Í skýrslunni er minnt á að öryggi íslenskra fjarskiptakerfa hefur áhrif á öryggi vina- og bandalagsríkja. Mikilvægi fjarskipta gerir ljósleiðaramál að þjóðaröryggismáli. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn Fyrirhugað er að ráðstafa tveimur ljósleiðaraþráðum af þremur í streng umhverfis landið. NATO-stengur þessi var lagður fyrir um 30 árum til að þjóna ratsjárstöðvum á öllum landshornum. Ætlunin er að bjóða þessa þræði út og snúast tillögur starfshópsins einkum um aðferð við það. Mikilvæg stoð í starfsemi Atlantshafsbandalagsins lýtur að netöryggi og öryggi lykilinnviða. Öryggi raforku- og fjarskiptakerfa eru þar á meðal. Sæstrengir líkt og ljósleiðarakerfin á landi gegna lykilhlutverki í fjarskiptum og gagnaflutningum milli bandalagsríkja. Ísland er mikilvægur hlekkur í samstarfi og samskiptum bandalagsríkjanna. Netöryggi og þjóðaröryggi Á leiðtogafundi í Varsjá í júlí 2016 gerðu bandalagsríkin samþykkt um netöryggi þar sem ríkin skuldbinda sig til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að efla varnir innviða og netkerfa. Áhersla var lögð á að fjarskipta- og netkerfi geti staðið af sér hættuástand og að forgangsaðgangur stjórnvalda á hættutímum sé tryggt. Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafa eflt samráð sín í milli um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, þar á meðal hernaðarlegt og borgaralegt öryggi. Varnaðarorð varaforseta Bandaríkjanna Aukin áhersla á fjarskipta- og netöryggi endurspeglast í viðbrögðum einstaka ríkja. Bandaríkin leggja mjög upp úr öryggi 5G-kerfa. Kom þetta glöggt fram á blaðamannafundi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna við Höfða í Íslandsheimsókn hans í september 2019 þegar hann varaði eindregið við viðskiptum við kínverska fyrirtækið Huawei í þessum efnum. Þýskaland gerir æ ríkari kröfur um innkomu þriðju ríkja inn á þýskan fjarskiptamarkað. Hér eru uppi öryggis- og varnarsjónarmið um upplýsingar og mikilvægi þess að tryggja öryggi lykilinnviða. Sömu sögu er að segja af öðrum Evrópuríkjum, svo sem Frakklandi og Bretlandi. Þetta á einnig við um okkar nánustu vinaríki á Norðurlöndunum. Nú þegar hafa Danmörk, Noregur og nú síðast Svíþjóð valið að nota búnað frá nánum bandalagsþjóðum í uppbyggingu 5G-farneta. Í öllum tilfellum var ákvörðunin grundvölluð á þjóðaröryggissjónarmiðum. Huawei Albert Jónsson fyrrum sendiherra og öryggisráðgjafi segir í nýlegri ritgerð á vefsíðu sinni að bæði Bandaríkin og Kína hafi beitt sér gagnvart ríkjum í Evrópu og víðar í Huawei-málinu. Huawei hefur náð mikilli útbreiðslu í heiminum en Kínverjar virðast standa höllum fæti hvað það varðar í ýmsum Evrópuríkjum. Nokkur þeirra hafa þegar hafnað samstarfi við Huawei, önnur sett ýmis skilyrði fyrir samstarfi. Flokkurinn og ríkið Segir Albert að sumar evrópskar ríkisstjórnir beri fyrir sig tengsl fyrirtækisins við kínversk stjórnvöld en fyrirtækinu beri samkvæmt sérstökum kínverskum lögum að láta stjórnvöldum Kína í té upplýsingar úr fjarskiptakerfum fyrirtækisins væri þess krafist. Þetta eru lög sem munu eiga almennt við kínversk fyrirtæki og eru um starfsemi leyniþjónustu og um gagnnjósnir. Þessi ríki segir Albert horfa jafnframt til þess hvers eðlis stjórnvaldið er í Kína, hvernig það hvílir á einræði kommúnistaflokksins og tilheyrandi lögregluríki. Náin tengsl við stjórnvöld Leyniþjónustur ýmissa Evrópuríkja hafa mælt gegn samvinnu við fyrirtækið, bent á fyrrgreind lög um skyldur kínverskra fyrirtækja gagnvart Kínastjórn. Segir Albert þær hafi almennt varað við Kína, stjórnvöldum þess og fyrirtækjum vegna iðnaðarnjósna, hugverkaþjófnaðar og vegna netöryggis. Mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Mikilvægt er að þegar kemur að ákvörðunum sem lúta að net- og fjarskiptaöryggi stöndum við Íslendingar þétt með bandalagsþjóðum okkar í Atlantshafsbandalaginu og vinaþjóðum okkar á Norðurlöndum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun