Handbolti

Aron bikar­meistari með Barcelona fjórða árið í röð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Pálmarsson fagnaði sínum fjórða bikarmeistaratitli á fjórum árum í dag.
Aron Pálmarsson fagnaði sínum fjórða bikarmeistaratitli á fjórum árum í dag. Getty/Martin Rose

Aron Pálmarsson og félagar hans í Barcelona urðu í dag bikarmeistarar eftir nokkuð öruggan átta marka sigur á Abanca Ademar, lokatölur 35-27. Er þetta í fjórða sinn sem Aron verður bikarmeistari með liðinu, á fjórum árum.

Börsungar hafa verið einfaldlega óstöðvandi á leiktíðinni. Liðið er með fullt hús stiga í bæði spænsku úrvalsdeildinni – þar sem það er með 21 sigur í 21 leik – sem og í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið er með 14 sigra í 14 leikjum.

Það ætti því ekki að komast á óvart að liðið hafi unnið öruggan sigur í kvöld. Barcelona lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en liðið var sjö mörkum yfir er flautað var til hálfleiks, staðan þá 20-13.

Síðari hálfleikurinn var aðeins jafnari en Börsungar héldu alltaf góðri forystu og unnu á endanum þægilega átta marka sigur, 35-27. Aron skoraði eitt mark í leiknum.

Barcelona hefur nú orðið bikarmeistari 25 sinnum og er sigursælasta lið Spánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×