Varnarleysi gegn pólitískum skipunum Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 8. mars 2021 07:31 Ráðherrum ber að skipa hæfasta umsækjandann í starf ráðuneytisstjóra. Til að stuðla að því ber þeim fyrst að skipa þriggja manna nefnd sem metur hæfni umsækjenda um embættið. Þetta er gert til að verja almenning fyrir pólitískum ráðningum og auka traust á embættisfærslum ráðherranna. Með öðrum orðum er þetta gert til að vinna gegn spillingu í íslenskri stjórnsýslu. Við erum öll sammála um það að stjórnsýslan okkar á að vera fagleg og mönnuð hæfustu einstaklingunum en ekki þeim sem hafa notið uppgangs vegna þátttöku í pólitísku starfi. Við viljum gegnsæi, jafnræði og sanngirni í ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Stundum duga þessar leikreglur þó ekki til. Ráðherra skipar hæfisnefndina og ákveður hver gegnir formennsku í henni. Hann hefur því forræði yfir því hverjir meta umsækjendur. Niðurstaða nefndarinnar er líka aðeins ráðgefandi þótt tekið sé fram í lögskýringargögnum að veigamiklar ástæður þurfi ef ráðherra vill horfa fram hjá áliti hæfnisnefndar. En hvaða úrræði standa þeim til boða sem telja gegn sér brotið við skipun í opinbert embætti? Til hvaða bragðs getur fólk tekið þegar það sækir um starf og telur síður hæfan einstakling hafa verið tekinn fram yfir sig? Áhættusöm dómsmál Í fyrsta lagi getur fólk höfðað mál. Það getur stefnt ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, annað hvort á grundvelli þess að mat hæfisnefndar hafi verið rangt eða á grundvelli þess að ráðherra hafi farið gegn mati hæfisnefndar án þess að málefnalegar ástæður hafi legið að baki. Gallinn er sá að málarekstur fyrir dómstólum er kostnaðarsamur og tímafrekur. Í þessum tilvikum felur hann líka í sér að einstaklingur fari gegn ríkinu. Aðstöðumunur aðila er því töluverður. Allt talið saman gerir þetta málarekstur að áhættusamri leið. Brot á vinnumarkaði Í öðru lagi getur fólk leitað til kærunefndar jafnréttismála ef það telur brotið gegn sér á grundvelli kynþáttar, trúar, fötlunar eða annarra atriða sem talin eru upp í lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að leita úrskurðar kærunefndar er fljótlegri og hagkvæmari lausn en að fara fyrir dóm, en umfjöllun hennar takmarkast við eitthvert framangreindra atriða. Stjórnmálaskoðanir eru til að mynda ekki á þeim lista. Mismunun vegna kyns Sérreglur gilda síðan ef gengið er fram hjá hæfasta umsækjandanum á sama tíma og hann er af öðru kyni en umsækjandinn sem var skipaður. Þar er mælikvarði kærunefndar jafnréttismála sá að ef líkur eru leiddar að því að einstaklingi hafi verið mismunað á grundvelli kyns þá þarf atvinnurekandi að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið að baki ráðningunni. Til að sýna fram á það þarf atvinnurekandi, í þessu tilviki ráðherra, að færa skilmerkileg rök fyrir því að hann hafi í raun ráðið hæfasta umsækjandann. Tæknilega séð getur ráðherra líka viðurkennt að önnur ómálefnaleg ástæða en kyn hafi stýrt ráðningunni, til dæmis flokkspólitísk þátttaka. Það gerir ráðherra vitaskuld ekki því þótt það kynni að redda honum gagnvart kærunefnd jafnréttismála þá væri hann að viðurkenna eigið brot og mál gegn honum væri auðsótt fyrir dómi. Brot Lilju – Kyn eða pólitík? Engum ætti að dyljast að tilefni þessara skrifa er brot Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknarflokksins, gegn jafnréttislögum. Hún skipaði samflokksmann sinn fram yfir hæfari konu í embætti ráðuneytisstjóra. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði um brotið. Lilja stefndi konunni fyrir dómi í von um að fá úrskurðinum hnekkt en héraðsdómur sýknaði konuna og staðfesti niðurstöðuna. Það var eðlileg og rétt ákvörðun hjá konunni sem um ræðir að leita til kærunefndar jafnréttismála í ljósi þess að úrræðið stóð henni til boða. Kosturinn er að hún hefur fengið réttlætinu fullnægt og ég vona að mennta- og menningarmálaráðherra sjái sóma sinn í því að láta staðar numið í stað þess að herja frekar á konunni sem hún braut gegn. Vandinn er hins vegar sá að niðurstaðan fer í sögubækurnar sem enn eitt brot ríkisstjórnarinnar gegn jafnréttislögum og fyrir vikið kemur ekki til skoðunar hvort raunveruleg ástæða ráðningarinnar hafi verið flokkspólitísk greiðasemi og þar af leiðandi brot gegn öllum íslenskum almenningi. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Stjórnsýsla Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Ráðherrum ber að skipa hæfasta umsækjandann í starf ráðuneytisstjóra. Til að stuðla að því ber þeim fyrst að skipa þriggja manna nefnd sem metur hæfni umsækjenda um embættið. Þetta er gert til að verja almenning fyrir pólitískum ráðningum og auka traust á embættisfærslum ráðherranna. Með öðrum orðum er þetta gert til að vinna gegn spillingu í íslenskri stjórnsýslu. Við erum öll sammála um það að stjórnsýslan okkar á að vera fagleg og mönnuð hæfustu einstaklingunum en ekki þeim sem hafa notið uppgangs vegna þátttöku í pólitísku starfi. Við viljum gegnsæi, jafnræði og sanngirni í ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Stundum duga þessar leikreglur þó ekki til. Ráðherra skipar hæfisnefndina og ákveður hver gegnir formennsku í henni. Hann hefur því forræði yfir því hverjir meta umsækjendur. Niðurstaða nefndarinnar er líka aðeins ráðgefandi þótt tekið sé fram í lögskýringargögnum að veigamiklar ástæður þurfi ef ráðherra vill horfa fram hjá áliti hæfnisnefndar. En hvaða úrræði standa þeim til boða sem telja gegn sér brotið við skipun í opinbert embætti? Til hvaða bragðs getur fólk tekið þegar það sækir um starf og telur síður hæfan einstakling hafa verið tekinn fram yfir sig? Áhættusöm dómsmál Í fyrsta lagi getur fólk höfðað mál. Það getur stefnt ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, annað hvort á grundvelli þess að mat hæfisnefndar hafi verið rangt eða á grundvelli þess að ráðherra hafi farið gegn mati hæfisnefndar án þess að málefnalegar ástæður hafi legið að baki. Gallinn er sá að málarekstur fyrir dómstólum er kostnaðarsamur og tímafrekur. Í þessum tilvikum felur hann líka í sér að einstaklingur fari gegn ríkinu. Aðstöðumunur aðila er því töluverður. Allt talið saman gerir þetta málarekstur að áhættusamri leið. Brot á vinnumarkaði Í öðru lagi getur fólk leitað til kærunefndar jafnréttismála ef það telur brotið gegn sér á grundvelli kynþáttar, trúar, fötlunar eða annarra atriða sem talin eru upp í lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að leita úrskurðar kærunefndar er fljótlegri og hagkvæmari lausn en að fara fyrir dóm, en umfjöllun hennar takmarkast við eitthvert framangreindra atriða. Stjórnmálaskoðanir eru til að mynda ekki á þeim lista. Mismunun vegna kyns Sérreglur gilda síðan ef gengið er fram hjá hæfasta umsækjandanum á sama tíma og hann er af öðru kyni en umsækjandinn sem var skipaður. Þar er mælikvarði kærunefndar jafnréttismála sá að ef líkur eru leiddar að því að einstaklingi hafi verið mismunað á grundvelli kyns þá þarf atvinnurekandi að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið að baki ráðningunni. Til að sýna fram á það þarf atvinnurekandi, í þessu tilviki ráðherra, að færa skilmerkileg rök fyrir því að hann hafi í raun ráðið hæfasta umsækjandann. Tæknilega séð getur ráðherra líka viðurkennt að önnur ómálefnaleg ástæða en kyn hafi stýrt ráðningunni, til dæmis flokkspólitísk þátttaka. Það gerir ráðherra vitaskuld ekki því þótt það kynni að redda honum gagnvart kærunefnd jafnréttismála þá væri hann að viðurkenna eigið brot og mál gegn honum væri auðsótt fyrir dómi. Brot Lilju – Kyn eða pólitík? Engum ætti að dyljast að tilefni þessara skrifa er brot Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknarflokksins, gegn jafnréttislögum. Hún skipaði samflokksmann sinn fram yfir hæfari konu í embætti ráðuneytisstjóra. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði um brotið. Lilja stefndi konunni fyrir dómi í von um að fá úrskurðinum hnekkt en héraðsdómur sýknaði konuna og staðfesti niðurstöðuna. Það var eðlileg og rétt ákvörðun hjá konunni sem um ræðir að leita til kærunefndar jafnréttismála í ljósi þess að úrræðið stóð henni til boða. Kosturinn er að hún hefur fengið réttlætinu fullnægt og ég vona að mennta- og menningarmálaráðherra sjái sóma sinn í því að láta staðar numið í stað þess að herja frekar á konunni sem hún braut gegn. Vandinn er hins vegar sá að niðurstaðan fer í sögubækurnar sem enn eitt brot ríkisstjórnarinnar gegn jafnréttislögum og fyrir vikið kemur ekki til skoðunar hvort raunveruleg ástæða ráðningarinnar hafi verið flokkspólitísk greiðasemi og þar af leiðandi brot gegn öllum íslenskum almenningi. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar