Hlutdeildarlán er ekki fyrir einstæðar mæður Valgerður Árnadóttir skrifar 8. mars 2021 16:00 Kvennaverkfall Eflingar var á þessum alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir tveim árum. Frá verkfallsaðgerðum fyrir tveimur árum. Þá risu láglaunakonur í hótel- og veitingabransanum á Íslandi upp og kröfðust hærri launa og bættra kjara. Kjarasamningurinn sem úr þessu verkfalli kom var sögulegur, fyrir utan launahækkanir þá var gerður svokallaður "lífskjarasamningur" með aðkomu ríkisstjórnarinnar sem m.a. átti að tryggja láglaunafólki aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. Hlutdeildarlán með vanhugsuðum skilyrðum Það tók ríkisstjórnina töluverðan tíma að útfæra lausn á húsnæðisvandanum og upp úr krafsinu komu “hlutdeildarlán” sem á að gera fólki sem ekki á útborgun fyrir húsnæðiskaupum kleift að fá lán frá ríkinu. Margir glöddust við þessar fréttir og þá sérstaklega fjölskyldufólk, en þetta var auðvitað of gott til að vera satt. Tek dæmi af konu sem ég þekki, hún er einstæð móðir með tvö börn á unglingsaldri. Þau hafa búið í 50 fm. tveggja herbergja íbúð í 5 ár vegna þess að hún ræður ekki við að greiða leigu af stærra húsnæði, það er of þröngt fyrir móðir með tvo unglinga og gladdist hún mjög við að geta loks séð fyrir endann á erfiðu tímabili og sótti um greiðslumat til hlutdeildarláns. Hún var metin hæf til að fá lán allt að 47. milljónum, sem hljómar bara vel, nema það er hængur þar á, íbúðin þarf að vera ný og hún þarf að uppfylla viss skilyrði um stærð og herbergjafjölda miðað við verð. Af vef HMS: Íbúð sem er 91 fm með 2 svefnherbergi getur að hámarki kostað 49.500.000 kr. Það er ekki hægt að fá nýja 3-4 herbergja íbúðir í Reykjavík þar sem hún býr fyrir 47 milljónir. Þegar hún leitaði svara hjá HMS var henni sagt að möguleiki væri fyrir hana að fá lán fyrir eldri íbúð utan höfuðborgarsvæðisins. Það á semsagt að senda einstæða móður og börnin hennar tvö út á land til að hún geti eignast húsnæði? Í dag býr hún og starfar innan hverfis síns, hún á ekki bíl og hefur ekki efni á að reka bíl heldur gengur eða hjólar í vinnuna, annað barnið hennar er í hverfisskóla og hitt tekur strætó í framhaldsskóla í næsta hverfi. Það er ekki raunhæf lausn fyrir hana að flytja út á land, hún þyrfti að rífa börnin sín upp með rótum og þar að auki reka bíl til að komast í vinnuna. Það sjá það allir að þetta er engin lausn! Ef foreldrar búa við skort, þá búa börn við skort Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og enn og aftur þarf man að minna á að það hallar á konur í þessu “velferðarsamfélagi jöfnuðar” á Íslandi. Það er staðreynd að við konur tökum enn á okkur meiri ábyrgð og barnauppeldi, við fáum ennþá lægri laun en karlar og ríkisstjórnin smíðar enn “lausnir” sem ekki nýtast einstæðum mæðrum og láglaunafjölskyldum. Þetta er auðvitað ekkert annað en forréttindablinda sem veldur, ef við kjósum fólk til að stjórna þessu samfélagi sem aldrei hefur sjálft búið við skort þá er mjög líklegt að það smíði vanhugsaðar lausnir sem ekki henta þeim sem mest þurfa á að halda. Hlutdeildarlán virðist því miður henta takmörkuðum hópi fólks til að kaupa glænýjar íbúðir á meðan skýrslur koma fram sem varpa ljósi á að tæplega þúsund börn búa með foreldrum sínum í ósamþykktu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri börn búa við skort. Nýleg skýrsla Unicef áætlar að um 6100 börn á Íslandi búa við skort, alls eru 9,1% barna á Íslandi sem líða efnislegan skort og skorturinn mælist mestur á sviði húsnæðis og hefur rúmlega tvöfaldast frá árinu 2009. Konurnar í Eflingu fóru ekki í verkfall og samþykktu ekki kjarasamninginn til að þetta yrði útkoman. Hvernig komum við á jöfnuði? Katrín Jakobsdóttir, það dugar ekki að skreyta sig með góðum ræðum og hringja bjöllu Kauphallarinnar til að koma á jöfnuði í samfélaginu. Það þarf að laga stórgallaðar reglur og skilyrði hlutdeilarlána og byggja meira af fjölskylduvænu og hagstæðu húsnæði. Atvinnuleysi hefur tvöfaldast vegna heimsfaraldurs og þá sérstaklega hjá fólki í ferðaiðnaðinum. Konurnar sem þrifu hótelin, elduðu og báru fram matinn til ferðamanna og héldu rekstrinum gangandi í láglaunastörfum fá skammarlega lágar atvinnuleysisbætur og þær þarf að hækka á meðan þetta ástand varir. Það á enginn á Íslandi að þurfa að líða skort, auðlindir okkar eru nægar til að við getum öll haft það gott. Ég legg til að atvinnulausir á Íslandi hljóti skilyrðislausa grunnframfærslu sem hægt er að lifa af. Að við komum á nýrri stjórnarskrá sem við samþykktum í kosningum árið 2012 og sem stuðlar að auknu beinu lýðræði og því að við öll njótum auðlinda þessa lands en ekki örfáir útvaldir. Að lífeyrissjóðir séu sameinaðir með þeim tilgangi að fækka þeim verulega og minnka yfirbyggingu og að stjórnir og framkvæmdastjórar lífeyrissjóða þurfi að vera skipaðir af þeim sem í þá greiða með kosningu reglulega. Lífeyrissjóðir eiga að fjárfesta í samfélaginu, byggja húsnæði á viðráðanlegu verði, þjónustuíbúðir og hjúkrunarheimili og stuðla að mannsæmandi og óskilyrtum greiðslum til lífeyrisþega. Til að fjölga störfum og komast til móts við atvinnuleysi á ríkið að fjárfesta í aukinni þjónustu í heilbrigðiskerfinu, til menntamála og stórauka styrki til loftslagsverkefna, sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni sjálfbærni. Við þurfum að byggja upp velsældar- og hringrásarhagkerfi og hætta að einblína á linnulausan hagvöxt. Núverandi ríkisstjón hefur sýnt og sannað að þau munu aldrei gera neitt af þessu, kjósið rétt í haust. Höfundur er starfskona Eflingar og í framboði í prófkjöri Pírata til alþingiskosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Kjaramál Jafnréttismál Píratar Valgerður Árnadóttir Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Kvennaverkfall Eflingar var á þessum alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir tveim árum. Frá verkfallsaðgerðum fyrir tveimur árum. Þá risu láglaunakonur í hótel- og veitingabransanum á Íslandi upp og kröfðust hærri launa og bættra kjara. Kjarasamningurinn sem úr þessu verkfalli kom var sögulegur, fyrir utan launahækkanir þá var gerður svokallaður "lífskjarasamningur" með aðkomu ríkisstjórnarinnar sem m.a. átti að tryggja láglaunafólki aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. Hlutdeildarlán með vanhugsuðum skilyrðum Það tók ríkisstjórnina töluverðan tíma að útfæra lausn á húsnæðisvandanum og upp úr krafsinu komu “hlutdeildarlán” sem á að gera fólki sem ekki á útborgun fyrir húsnæðiskaupum kleift að fá lán frá ríkinu. Margir glöddust við þessar fréttir og þá sérstaklega fjölskyldufólk, en þetta var auðvitað of gott til að vera satt. Tek dæmi af konu sem ég þekki, hún er einstæð móðir með tvö börn á unglingsaldri. Þau hafa búið í 50 fm. tveggja herbergja íbúð í 5 ár vegna þess að hún ræður ekki við að greiða leigu af stærra húsnæði, það er of þröngt fyrir móðir með tvo unglinga og gladdist hún mjög við að geta loks séð fyrir endann á erfiðu tímabili og sótti um greiðslumat til hlutdeildarláns. Hún var metin hæf til að fá lán allt að 47. milljónum, sem hljómar bara vel, nema það er hængur þar á, íbúðin þarf að vera ný og hún þarf að uppfylla viss skilyrði um stærð og herbergjafjölda miðað við verð. Af vef HMS: Íbúð sem er 91 fm með 2 svefnherbergi getur að hámarki kostað 49.500.000 kr. Það er ekki hægt að fá nýja 3-4 herbergja íbúðir í Reykjavík þar sem hún býr fyrir 47 milljónir. Þegar hún leitaði svara hjá HMS var henni sagt að möguleiki væri fyrir hana að fá lán fyrir eldri íbúð utan höfuðborgarsvæðisins. Það á semsagt að senda einstæða móður og börnin hennar tvö út á land til að hún geti eignast húsnæði? Í dag býr hún og starfar innan hverfis síns, hún á ekki bíl og hefur ekki efni á að reka bíl heldur gengur eða hjólar í vinnuna, annað barnið hennar er í hverfisskóla og hitt tekur strætó í framhaldsskóla í næsta hverfi. Það er ekki raunhæf lausn fyrir hana að flytja út á land, hún þyrfti að rífa börnin sín upp með rótum og þar að auki reka bíl til að komast í vinnuna. Það sjá það allir að þetta er engin lausn! Ef foreldrar búa við skort, þá búa börn við skort Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og enn og aftur þarf man að minna á að það hallar á konur í þessu “velferðarsamfélagi jöfnuðar” á Íslandi. Það er staðreynd að við konur tökum enn á okkur meiri ábyrgð og barnauppeldi, við fáum ennþá lægri laun en karlar og ríkisstjórnin smíðar enn “lausnir” sem ekki nýtast einstæðum mæðrum og láglaunafjölskyldum. Þetta er auðvitað ekkert annað en forréttindablinda sem veldur, ef við kjósum fólk til að stjórna þessu samfélagi sem aldrei hefur sjálft búið við skort þá er mjög líklegt að það smíði vanhugsaðar lausnir sem ekki henta þeim sem mest þurfa á að halda. Hlutdeildarlán virðist því miður henta takmörkuðum hópi fólks til að kaupa glænýjar íbúðir á meðan skýrslur koma fram sem varpa ljósi á að tæplega þúsund börn búa með foreldrum sínum í ósamþykktu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri börn búa við skort. Nýleg skýrsla Unicef áætlar að um 6100 börn á Íslandi búa við skort, alls eru 9,1% barna á Íslandi sem líða efnislegan skort og skorturinn mælist mestur á sviði húsnæðis og hefur rúmlega tvöfaldast frá árinu 2009. Konurnar í Eflingu fóru ekki í verkfall og samþykktu ekki kjarasamninginn til að þetta yrði útkoman. Hvernig komum við á jöfnuði? Katrín Jakobsdóttir, það dugar ekki að skreyta sig með góðum ræðum og hringja bjöllu Kauphallarinnar til að koma á jöfnuði í samfélaginu. Það þarf að laga stórgallaðar reglur og skilyrði hlutdeilarlána og byggja meira af fjölskylduvænu og hagstæðu húsnæði. Atvinnuleysi hefur tvöfaldast vegna heimsfaraldurs og þá sérstaklega hjá fólki í ferðaiðnaðinum. Konurnar sem þrifu hótelin, elduðu og báru fram matinn til ferðamanna og héldu rekstrinum gangandi í láglaunastörfum fá skammarlega lágar atvinnuleysisbætur og þær þarf að hækka á meðan þetta ástand varir. Það á enginn á Íslandi að þurfa að líða skort, auðlindir okkar eru nægar til að við getum öll haft það gott. Ég legg til að atvinnulausir á Íslandi hljóti skilyrðislausa grunnframfærslu sem hægt er að lifa af. Að við komum á nýrri stjórnarskrá sem við samþykktum í kosningum árið 2012 og sem stuðlar að auknu beinu lýðræði og því að við öll njótum auðlinda þessa lands en ekki örfáir útvaldir. Að lífeyrissjóðir séu sameinaðir með þeim tilgangi að fækka þeim verulega og minnka yfirbyggingu og að stjórnir og framkvæmdastjórar lífeyrissjóða þurfi að vera skipaðir af þeim sem í þá greiða með kosningu reglulega. Lífeyrissjóðir eiga að fjárfesta í samfélaginu, byggja húsnæði á viðráðanlegu verði, þjónustuíbúðir og hjúkrunarheimili og stuðla að mannsæmandi og óskilyrtum greiðslum til lífeyrisþega. Til að fjölga störfum og komast til móts við atvinnuleysi á ríkið að fjárfesta í aukinni þjónustu í heilbrigðiskerfinu, til menntamála og stórauka styrki til loftslagsverkefna, sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni sjálfbærni. Við þurfum að byggja upp velsældar- og hringrásarhagkerfi og hætta að einblína á linnulausan hagvöxt. Núverandi ríkisstjón hefur sýnt og sannað að þau munu aldrei gera neitt af þessu, kjósið rétt í haust. Höfundur er starfskona Eflingar og í framboði í prófkjöri Pírata til alþingiskosninga.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun