Ragnar Þór hefur komið verkalýshreyfingunni upp á yfirborðið aftur Arnþór Sigurðsson skrifar 9. mars 2021 09:30 Verkalýðshreyfingin á Íslandi er rúmlega 100 ára gömul og hefur allt frá fyrsta degi verið mikilvæg fyrir launafólk í landinu. Öll þau réttindi sem almennir launamenn hafa og þykja sjálfsögð komu ekki til af sjálfusér heldur með mikilli baráttu og stundum miklum átökum. Fórnin sem launamenn verða fyrir á hverjum tíma er alltaf dýr og stundum spyrja menn hvort að verkföll eða vinnutap borgi sig og svarið er yfirleitt nei. En þrátt fyrir fórnina þá eru sótt réttindi og barist fyrir réttlæti og til lengri tíma skipta þau máli. En fyrir um 20-25 árum urðu breytingar á verkalýðshreyfingunni og hún var orðin máttlaus og hlédræg og sótti lítið fram. Sér í lagi þeir sem voru með laun undir meðallaunum fóru að dragast meir og meir aftur úr og voru í raun skilin eftir. Baráttuandi verkalýðshreyfingarinnar fór dvínandi og undir það síðasta var hún orðin lágt skrifuð samkvæmt könnunum meðal almennings. Þá má segja að það hafi komið ferskur blær inn í verkalýðshreyfinguna, Ragnar Þór Ingólfsson settist í formannsstól VR og það gerðist eitthvað sem erfitt er að útskýra í fáum orðum. VR fór að verða aftur það afl sem það á að vera sem stærsta verkalýðsfélag landsins. Síðar komu Sólveig Anna Jónsdóttir inn sem formaður Eflingar og Drífa Snædal varð Forseti ASÍ. Það má segja að verkalýðshreyfingin hafi fengið andlitslyftingu og allt í einu varð þessi fjöldahreyfing launamanna komin með þá virðingu og slagkraft sem henni ber í íslensku samfélagi. Ragnar Þór hefur ekki setið auðum höndum frá því að hann tók að sér formennsku í VR. Hans verk hafa jafnvel sett samfélagið á annan endann þegar mest hefur gengið á og ávalt er Ragnar í baráttu fyrir launamenn í landinu, unga sem aldna. Það er margt hægt að nefna og er listinn langur en til þess að nefna eitthvað þá hefur Ragnar Þór beitt sér fyrir því að VR standi þétt við bakið á Neytendasamtökunum í baráttunni gegn glæpum smálanafyrirtækja. VR lagði félagi eldri borgara lið þar sem Grái herinn svokallaði er að reka mál gegn ríkinu vegna tekjutenginga á almannatryggingakerfinu, Ragnar Þór beitti sér fyrir því að VR yrði bakhjarl í þessu máli. Þá fór Ragnar Þór einn gegn ótrúlega ósvífnum vinnubrögðum leigufélaga íbúða þar sem réttur leigenda var að engu hafður og hafði hann góðan árangur í því máli með stjórn VR þétt að baki sér. Nýverið hefur VR riðið á vaðið í húsnæðismálum og mun hefja byggingu á 33-36 íbúða blokk fyrir almennan leigumarkað í anda gömlu verkamannabústaðanna og er það vonandi að önnur verkalýðsfélög komi í kjölfarið og í sameiningu hefji stórátak á íbúðamarkaði enda mikið þörf þar sem íslenskur leigumarkaður er vægast sagt hörmulegur fyrir leigjendur. Svona má lengi telja og verður þó síðast en ekki síst að nefna að síðustu kjarasamningar eru þeir merkilegustu í áratugi. Ekki bara það að lægstu laun voru hækkuð svo um munar, heldur eru skattar lægri á lægstu laun, vinnuvikan hefur verið stytt, ný lán eru að koma til sögunnar fyrir þá sem ekki ráða við að eignast húsnæði. Svo er Ragnar þór bara góður félagi, mannlegur og laus við allt yfirlæti. Innra starf VR blómstrar enda góður andi innan stjórnar og að sjálsögðu er framúrskarandi hæft fólk sem starfar á skrifstofu VR. Kynni mín af Ragnari eru í gegnum stjórn VR síðustu þrjú árin. Það er áríðandi að VR félagar taki þátt í komandi kosningum og styði Ragnar Þór. Þá er von áfram að Verkalýðshreyfingin á Íslandi haldi sínum hlut eins og henni ber. Styðum Ragnar Þór til formanns VR. Höfundur er stjórnarmaður í stjórn VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin á Íslandi er rúmlega 100 ára gömul og hefur allt frá fyrsta degi verið mikilvæg fyrir launafólk í landinu. Öll þau réttindi sem almennir launamenn hafa og þykja sjálfsögð komu ekki til af sjálfusér heldur með mikilli baráttu og stundum miklum átökum. Fórnin sem launamenn verða fyrir á hverjum tíma er alltaf dýr og stundum spyrja menn hvort að verkföll eða vinnutap borgi sig og svarið er yfirleitt nei. En þrátt fyrir fórnina þá eru sótt réttindi og barist fyrir réttlæti og til lengri tíma skipta þau máli. En fyrir um 20-25 árum urðu breytingar á verkalýðshreyfingunni og hún var orðin máttlaus og hlédræg og sótti lítið fram. Sér í lagi þeir sem voru með laun undir meðallaunum fóru að dragast meir og meir aftur úr og voru í raun skilin eftir. Baráttuandi verkalýðshreyfingarinnar fór dvínandi og undir það síðasta var hún orðin lágt skrifuð samkvæmt könnunum meðal almennings. Þá má segja að það hafi komið ferskur blær inn í verkalýðshreyfinguna, Ragnar Þór Ingólfsson settist í formannsstól VR og það gerðist eitthvað sem erfitt er að útskýra í fáum orðum. VR fór að verða aftur það afl sem það á að vera sem stærsta verkalýðsfélag landsins. Síðar komu Sólveig Anna Jónsdóttir inn sem formaður Eflingar og Drífa Snædal varð Forseti ASÍ. Það má segja að verkalýðshreyfingin hafi fengið andlitslyftingu og allt í einu varð þessi fjöldahreyfing launamanna komin með þá virðingu og slagkraft sem henni ber í íslensku samfélagi. Ragnar Þór hefur ekki setið auðum höndum frá því að hann tók að sér formennsku í VR. Hans verk hafa jafnvel sett samfélagið á annan endann þegar mest hefur gengið á og ávalt er Ragnar í baráttu fyrir launamenn í landinu, unga sem aldna. Það er margt hægt að nefna og er listinn langur en til þess að nefna eitthvað þá hefur Ragnar Þór beitt sér fyrir því að VR standi þétt við bakið á Neytendasamtökunum í baráttunni gegn glæpum smálanafyrirtækja. VR lagði félagi eldri borgara lið þar sem Grái herinn svokallaði er að reka mál gegn ríkinu vegna tekjutenginga á almannatryggingakerfinu, Ragnar Þór beitti sér fyrir því að VR yrði bakhjarl í þessu máli. Þá fór Ragnar Þór einn gegn ótrúlega ósvífnum vinnubrögðum leigufélaga íbúða þar sem réttur leigenda var að engu hafður og hafði hann góðan árangur í því máli með stjórn VR þétt að baki sér. Nýverið hefur VR riðið á vaðið í húsnæðismálum og mun hefja byggingu á 33-36 íbúða blokk fyrir almennan leigumarkað í anda gömlu verkamannabústaðanna og er það vonandi að önnur verkalýðsfélög komi í kjölfarið og í sameiningu hefji stórátak á íbúðamarkaði enda mikið þörf þar sem íslenskur leigumarkaður er vægast sagt hörmulegur fyrir leigjendur. Svona má lengi telja og verður þó síðast en ekki síst að nefna að síðustu kjarasamningar eru þeir merkilegustu í áratugi. Ekki bara það að lægstu laun voru hækkuð svo um munar, heldur eru skattar lægri á lægstu laun, vinnuvikan hefur verið stytt, ný lán eru að koma til sögunnar fyrir þá sem ekki ráða við að eignast húsnæði. Svo er Ragnar þór bara góður félagi, mannlegur og laus við allt yfirlæti. Innra starf VR blómstrar enda góður andi innan stjórnar og að sjálsögðu er framúrskarandi hæft fólk sem starfar á skrifstofu VR. Kynni mín af Ragnari eru í gegnum stjórn VR síðustu þrjú árin. Það er áríðandi að VR félagar taki þátt í komandi kosningum og styði Ragnar Þór. Þá er von áfram að Verkalýðshreyfingin á Íslandi haldi sínum hlut eins og henni ber. Styðum Ragnar Þór til formanns VR. Höfundur er stjórnarmaður í stjórn VR.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun