Nokkrar staðreyndir um jafnréttismál Einar A. Brynjólfsson skrifar 9. mars 2021 13:12 Áhersla ríkisstjórnarinnar á jafnréttismál - nokkrar staðreyndir Desember 2017 - Ríkistjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks kynnir samstarfssáttmála sinn með pompi og prakt. Í honum er áhersla lögð á jafnréttismál. Júní 2019 - Staða ráðuneytisstjóra í Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýst til umsóknar. Nóvember 2019 - Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra, ræður Pál Magnússon, innvígðan og innmúraðan flokkshest, í starfið. Nóvember 2019 - Hafdís Helga Ólafsdóttir, einn umsækjenda um starfið, óskar eftir öllum gögnum málsins og rökstuðningi fyrir ráðningu Páls, enda telur hún fram hjá sér gengið með gróflegum hætti. Janúar 2020 - Eftir ýmsar mótbárur í ráðuneytinu og mikinn eftirrekstur fær Hafdís Helga umbeðin gögn loks í hendur. Meðal gagna er skjal sem inniheldur lista yfir matsþætti sem væntanlega voru hafðir til hliðsjónar þegar mat var lagt á umsækjendur. Svo virðist sem sumir matsþættir séu tvíteknir og öðrum slegið saman. Reyndar vantar yfirskrift á skjalið og ekki er alveg ljóst hvert vægi einstakra matsþátta er. Í umsögn ráðningarnefndar - sem er reyndar undir forystu gamalreynds flokksbróður ráðherrans og Páls - er að finna ónákvæmni og missagnir um Hafdísi Helgu og starfsreynslu hennar. Mars 2020 - Hafdís Helga kærir ráðninguna til Kærunefndar jafnréttismála. Maí 2020 - Kærunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir hafi brotið gegn 1. málsgrein 26. greinar laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Júlí 2020 - Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra, kærir úrskurð Kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur og fer fram á að hann verði ógiltur. Mars 2021 - Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar erindi Lilju um ógildingu úrskurðarins. Hann stendur því óhaggaður Mars 2021 - Lilja Alfreðsdóttir tilkynnir að hún muni áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar Á sama tíma urðu nokkrar breytingar á þessum mikilvæga málaflokki Janúar 2019 - Jafnréttismál færð frá félagsmála- og jafnréttismálaráðuneytinu, þar sem Ásmundur Einar Daðason ræður ríkjum, til forsætisráðuneytisins, ráðuneytis Katrínar Jakobsdóttur. Það er m.a. gert „í ljósi aukins vægis jafnréttismála almennt“ og „áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn“. Október 2020 (þremur mánuðum eftir að Lilja Alfreðsdóttir kærði úrskurð Kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur) - Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggur fram frumvarp um stjórnsýslu jafnréttismála. Þar er m.a. kveðið á um sérþekkingu nefndarfólks í Kærunefnd jafnréttismála á jafnrétti kynjanna og jafnrétti almennt. (Segir það sig ekki sjálft?) Það bitastæðasta er þó - greinilega beint gegn Lilju Alfreðsdóttur - að ef gagnaðili (t.d. einhver ráðherra!) höfðar mál til ógildingar á úrskurði Kærunefndarinnar skuli nefndinni einnig stefnt til varnar, enda þekki enginn „betur á hvaða grunni úrskurður nefndarinnar er byggður en nefndin sjálf og því [sé] rétt að hún sjái um að færa fram málsástæður og lagarök fyrir því af hverju úrskurðurinn sé löglegur“. Desember 2020 - Alþingi samþykkir ofangreint frumvarp Katrínar Jakobsdóttur með 52 atkvæðum. Lilja Alfreðsdóttir er þeirra á meðal. Margir hafa haft á orði að framganga Lilju Alfreðsdóttur í þessu máli sé henni til lítils sóma, enda felist í henni lítil auðmýkt og „áhersla ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn“, þ.e. jafnréttismál, hafi tekið á sig undarlega birtingarmynd. Undirritaður tekur í sama streng. Einar A. Brynjólfsson er fyrrverandi Alþingismaður, áhugamaður um jafnréttismál og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Einar A. Brynjólfsson Jafnréttismál Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Áhersla ríkisstjórnarinnar á jafnréttismál - nokkrar staðreyndir Desember 2017 - Ríkistjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks kynnir samstarfssáttmála sinn með pompi og prakt. Í honum er áhersla lögð á jafnréttismál. Júní 2019 - Staða ráðuneytisstjóra í Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýst til umsóknar. Nóvember 2019 - Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra, ræður Pál Magnússon, innvígðan og innmúraðan flokkshest, í starfið. Nóvember 2019 - Hafdís Helga Ólafsdóttir, einn umsækjenda um starfið, óskar eftir öllum gögnum málsins og rökstuðningi fyrir ráðningu Páls, enda telur hún fram hjá sér gengið með gróflegum hætti. Janúar 2020 - Eftir ýmsar mótbárur í ráðuneytinu og mikinn eftirrekstur fær Hafdís Helga umbeðin gögn loks í hendur. Meðal gagna er skjal sem inniheldur lista yfir matsþætti sem væntanlega voru hafðir til hliðsjónar þegar mat var lagt á umsækjendur. Svo virðist sem sumir matsþættir séu tvíteknir og öðrum slegið saman. Reyndar vantar yfirskrift á skjalið og ekki er alveg ljóst hvert vægi einstakra matsþátta er. Í umsögn ráðningarnefndar - sem er reyndar undir forystu gamalreynds flokksbróður ráðherrans og Páls - er að finna ónákvæmni og missagnir um Hafdísi Helgu og starfsreynslu hennar. Mars 2020 - Hafdís Helga kærir ráðninguna til Kærunefndar jafnréttismála. Maí 2020 - Kærunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Lilja Alfreðsdóttir hafi brotið gegn 1. málsgrein 26. greinar laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Júlí 2020 - Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra, kærir úrskurð Kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur og fer fram á að hann verði ógiltur. Mars 2021 - Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar erindi Lilju um ógildingu úrskurðarins. Hann stendur því óhaggaður Mars 2021 - Lilja Alfreðsdóttir tilkynnir að hún muni áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar Á sama tíma urðu nokkrar breytingar á þessum mikilvæga málaflokki Janúar 2019 - Jafnréttismál færð frá félagsmála- og jafnréttismálaráðuneytinu, þar sem Ásmundur Einar Daðason ræður ríkjum, til forsætisráðuneytisins, ráðuneytis Katrínar Jakobsdóttur. Það er m.a. gert „í ljósi aukins vægis jafnréttismála almennt“ og „áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn“. Október 2020 (þremur mánuðum eftir að Lilja Alfreðsdóttir kærði úrskurð Kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur) - Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggur fram frumvarp um stjórnsýslu jafnréttismála. Þar er m.a. kveðið á um sérþekkingu nefndarfólks í Kærunefnd jafnréttismála á jafnrétti kynjanna og jafnrétti almennt. (Segir það sig ekki sjálft?) Það bitastæðasta er þó - greinilega beint gegn Lilju Alfreðsdóttur - að ef gagnaðili (t.d. einhver ráðherra!) höfðar mál til ógildingar á úrskurði Kærunefndarinnar skuli nefndinni einnig stefnt til varnar, enda þekki enginn „betur á hvaða grunni úrskurður nefndarinnar er byggður en nefndin sjálf og því [sé] rétt að hún sjái um að færa fram málsástæður og lagarök fyrir því af hverju úrskurðurinn sé löglegur“. Desember 2020 - Alþingi samþykkir ofangreint frumvarp Katrínar Jakobsdóttur með 52 atkvæðum. Lilja Alfreðsdóttir er þeirra á meðal. Margir hafa haft á orði að framganga Lilju Alfreðsdóttur í þessu máli sé henni til lítils sóma, enda felist í henni lítil auðmýkt og „áhersla ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn“, þ.e. jafnréttismál, hafi tekið á sig undarlega birtingarmynd. Undirritaður tekur í sama streng. Einar A. Brynjólfsson er fyrrverandi Alþingismaður, áhugamaður um jafnréttismál og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun